Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Blaðsíða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Blaðsíða 20
Seyðisfjarðarkaupstaður Listir, menning og ferða- mál í stað hafsilfurs Seyðisfjörður var lengi þekktur fyrir síld- arvinnslu og mannlífið snerist að miklu leyti um síldarbræðslu og söltunarplön. Svo hvarf síldin og árin á eftir urðu mörg- um mögur sem haft höfðu viðurværi af þessum silfraða fiski. Seyðfirðingar voru þar engin undantekning. En nú hefur þessi fallegi bær fengið annað hlutverk. Seyðisfjörður er nú vaxandi ferða- og menningarbær á Austurlandi. En hvernig stendur bæjarfélagið í dag - fjárhags- lega, atvinnulega og í og samstarfi við önnur sveitarféiög á Austurlandi? Sveitarstjórnarmál fengu Arnbjörgu Sveinsdóttur, fyrrum alþingismann og núverandi forseta bæjarstjórnar Seyðis- fjarðarkaupstaðar, til þess að ræða mál- efni bæjarfélags og byggðar. Hún byrjaði að ræða stöðu bæjarfélagsins. Hún segir áherslu bæjarstjórnar Seyðis- fjarðarkaupstaðar hafa það sem af er þessu kjörtímabili fyrst og fremst verið að ná tökum á fjárhagslegri stöðu kaupstaðarins. „Bæjar- stjórn samþykkti 1. júní 2011 að láta gera úttekt á rekstri, skipulagi og starfsemi kaup- staðarins, þar sem stefndi í mikinn hallarekst- ur. Samið var við Harald Líndal Haraldsson hagfræðing um að taka verkið að sér. Við höfum svo verið að hrinda í framkvæmd þeim tillögum sem út úr þeirri vinnu komu." Hún segir kostnaðaraðhald strax hafa verið aukið og dregið hafi verið úr útgjöldum eins og tök voru á með því að rifa seglin, fresta eða stöðva verkefni við viðhald fast- 20 ----- <j}fj> Ambjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar. Myndir með viðtali: Einar Bragi Bragason. eigna og annað sem mögulegt var. „Við höf- um náð mjög góðum árangri eins og sjá má á viðsnúningi í rekstri upp á 100 milljónir króna." Viðunandi atvinnuástand Arnbjörg segir atvinnuástandið viðunandi en þó ekki meira en það. „Það er nauðsyn á að fá nýja atvinnustarfsemi I bæinn til að koma í veg fyrir stöðnun og afturför. Útgerðin Gull- berg og fiskvinnslan Brimberg hafa staðið sig vel við að halda uppi atvinnu hér, en vissu- lega er meiri afkastageta til staðar ef kvótinn væri meiri. Síldarvinnslan á fiskimjölsverk- smiðjuna hér, en nýtir hana ekki nema ( bestu loðnuárum. Þá er hér opinber starfsemi sem skiptir okkur miklu, bæði sýslumanns- embættið og sjúkrahúsið þar sem rekin er sérhæfð heilabilunardeild." Hún segir að sem betur fer sé áhugi hjá unga fólkinu að flytja til baka eftir nám, meðal annars vegna þess hversu líflegur og skemmtilegur bær Seyðisfjörður sé. „En at- vinnutækifærin eru ekki til staðar í nógu miklum mæli. Ferðaþjónustan er vaxandi en hún er því miður árstíðabundin. Frumkvöðlar héðan frá Seyðisfirði og Danmörku eru að undirbúa stofnun lýðháskóla - LungA-skól- ans. Ef þau áform ganga eftir verða til störf sem verða verðmæt fyrir samfélagið." Fjarðarheiðin hræðir „Við höfum verið að kanna ýmis verkefni sem eru álitleg til að skapa fleiri störf hér, en ekki orðið ágengt enn sem komið er," heldur Arnbjörg áfram. „( mörgum tilfellum er það Fjarðarheiðin sem hræðir. Samgöngumál Seyðfirðinga verða ekki leyst nema með jarðgöngum og því er það mjög mikilvægt fyrir okkur að almenn samstaða hefur nú náðst hér á Austurlandi um að ráðist verði f Seyðisfjarðargöng strax þegar Norðfjarðar- göngum lýkur og helst fyrr." Hún segir bættar samgöngur mikilvægar fyrir alla þætti mannlífs og atvinnulífs á Seyð- isfirði og Austurlandi öllu. „Fjöldi fólks sækir daglega vinnu á aðra staði hér á Austurlandi, til dæmis í álverið á Reyðarfirði og í Egilsstaði. Fólk ofan af Héraði sækir jafnvel vinnu hing- að til Seyðisfjarðar. Þá sækja framhaldsskóla- nemar í Menntaskólann á Egilsstöðum. Við sækjum heilbrigðisþjónustu í Neskaupstað og Egilsstaði og auðvitað til Akureyrar og Reykjavíkur og þurfum þá að komast á

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.