Sveitarstjórnarmál - 01.11.2013, Blaðsíða 18
Fjármálaráðstefna
sueitarfélaga
Á fjármálaráðstefnunni í ár var brugðið á það ráð að fá formanns sambandsins og fjármálaráðherra i eins konar Kastljósþátt á sviðinu. Á myndinni eru Bjarni Benediktsson fjár-
málaráðherra, Þóra Arnórsdóttir, þáttastjómandi og fréttamaður hjá RÚV sem stýrði umræðunum og Halldór Halldórsson, formaður Samband islenskra sveitarfélaga. Mynd: IH.
Hagur sveitarfélaganna að styrkjast
Halldórsson, formaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, sagði (ræðu sinni
á fjármálaráðstefnu sambandsins, sem haldin
var 3. og 4. október sl., að staða sveitarfélag-
anna væri misjöfn. Hann sagði sum sveitar-
félaganna hafa komist í gegnum erfiðleika
undanfarinna ára án mikils niðurskurðar í
rekstri og þjónustu á sama tíma og önnur
hafi átt í töluverðum fjárhagslegum örðug-
leikum.
„Það sem stendur upp úr að minu mati er
að sveitarfélög hafa öll tekið fjármál sfn föst-
um tökum og virðast þau án undantekninga
vinna markvisst á grundvelli þeirra fjármála-
reglna sem núna gilda og voru mótaðar f
góðri samvinnu sambandsins, sveitarstjórnar-
manna og ráðuneytis sveitarstjórnarmála.
Það þarf að fínpússa þessar reglur aðeins en
að meginhluta virðast þær skynsamar og
mikil sátt er um þær."
Gleðileg tíðindi
Halldór sagði að þegar á heildina væri litið,
væri fjárhagur sveitarfélaganna að styrkjast,
„og eru það gleðileg tíðindi sem við eigum
að fjalla um ekki síður en þegar erfiðleikar
steðja að. Það er nefnilega eitt af hlutverkum
okkar að auka traust og trú íbúa okkar á
framtíðina með raunsæjum hætti en þannig
að við segjum frá þegar við komum auga á
tækifærin. Og það fylgja því vissulega tæki-
færi þegar sveitarfélögin verða öflugri."
Óskiljanlegt að fella niður
framlag til landshlutaáætlana
Halldór vék að fjárlagafrumvarpi rlkisstjórn-
arinnar fyrir árið 2014. Hann sagði að sam-
kvæmt fyrstu athugun hjá sambandinu virð-
ast bein heildaráhrif á sveitarfélögin ekki
verða neikvæð.
„Samningar milli ríkis og sveitarfélaga eru
virtir, s.s. vegna húsaleigubóta. Sveitarfélögin
munu njóta lækkunar á tryggingagjaldinu
eins og aðrir launagreiðendur. Á hinn bóginn
er verið að fella niður framlög til sveitarfélag-
anna vegna sóknaráætlana I landshlutum. Sé
litið til málflutnings forsætisráðherra á tveim-
ur aðalfundum landshlutasamtaka nýverið,
þar sem hann lýsti yfir afdráttarlausum
stuðningi við gerð landshlutaáætlana sem
unnar yrðu með sama hætti og sóknaráætl-
anir þessa árs, er óskiljanlegt að fyrirhuguð
400 milljóna króna fjárveiting sem átti að
renna til landshlutaáætlana á næsta ári skuli
felld niður."
Stóra myndin er jákvæð
Halldór sagði þó ef til vill fullsnemmt að
vera með of mikla svartsýni vegna niður-
skurðar f fjárlagafrumvarpinu því margt gæti
tekið breytingum við umfjöllun þingsins um
það.
„Svo megum við ekki gleyma því að ef
forsendur þess ganga eftir eru líkur á að
hagvöxtur taki við sér og mun slíkt leiða til
bata á mörgum sviðum. Stóra myndin er
jákvæð, þ.e. að ná fram hallalausum rekstri
ríkissjóðs, niðurgreiðslu lána rfkisins og
minnkun vaxtakostnaðar," sagði hann.