Hermes - 01.04.1963, Síða 5

Hermes - 01.04.1963, Síða 5
sjó, og sjórinn myndi öðru hvoru skolast yfir hann og kæla hann, þvi sólin væri svo heit að hún myndi brenna andlitið á honum. Og hann myndi velta sér í sandinum og þegar honum yrði of heitt, þá hlypi hann til og kastaði sér út í öldurnar og buslaði og synti. Svo myndi hann klifra upp í pálmatrén og ná í hnetur og drekka úr þeim safann, ef hann yrði þyrst- ur . . . . Ónærgætin vindhviða hratt honum ruddalega inn í raun- veruleikann. Og þarna lá hann og barðist um í snjó- skafli, og reyndi af alefli að komast á fæturna aftur. En bakpokinn gerði honum erfitt fyrir, og það var ekki fyrr en hann hafði losað sig við hann, að honum tókst að komast á fætur. Þá var að koma bakpokanum aftur á sinn stað og skíðunum á öxl- ina. Hann rýndi út í hríðina, en sá ekkert. Svo hljóp hann. Hann var hræddur, hann datt og komst á fætur aftur, en þá vissi hann ekkert hvert hann átti að fara. Hann reyndi að finna einhver spor í snjónum, en sá engin nema sín eigin. Hann þræddi þau til baka, en týndi þeim brátt aftur, hann sá ekkert nema snjó. Þá gekk hann í þá átt, sem honum fannst réttast, og reyndi að hraða sér sem mest. En kraftarnir voru á þrot- um. Það var meir af vilja en mætti, sem hann dróst áfram. Hann fór að hlaupa. Hann henti frá sér skíðunum og hljóp og hljóp, öslaði í gegn- um snjóinn, léttur á sér í hvítum sandinum. Og hann sá blátt hafið fyrir neðan sig og hvítfyssandi öldur, sem sleiktu sandinn. Sólin brenndi hann í andlitið og hann hljóp fagnandi á móti hvítum öldu- toppunum og henti sér út í svalandi hafið, sem bar hann svo á líknsömum öldutoppi upp á hvítan sandinn, þar sem hann sofnaði rótt, — svefninum langa. Nemendasamband Samvinnuskólans: Stjórn: Formaður: Kári Jónasson Gjaldkeri: Sigfús Gunnarsson Ritari: Arni Reynisson Spjaldskrárritari: Edda Sigurðardóttir Meðstjórnandi: Bragi Ragnarsson Varamenn: Gunnar Sigurðsson Þór Símon Ragnarsson Endurskoðendur: Gísli Jónsson Guðmar Magnússon

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.