Hermes - 01.04.1963, Blaðsíða 6

Hermes - 01.04.1963, Blaðsíða 6
baldvin þ. kristjánsson: ein hreyfing - eitt orð í raun og veru ætti ekki að vera til nema einn mælikvarði á allt amstur mannanna í hvaða mynd sem er, bæði sem einstakl- inga og félagsvera: Hvernig þjónar það tilgangi lífsins? En þessi framsláttur leiðir strax að annarri spurningu: Hver er tilgangur lífsins? Svarið við þessari spurningu getur að sjálfsögðu verið harla mismunandi — m. a. eftir því, hvort við lítum á okkur sem stundarfyrirbæri á þessari jörð eða eilífðarverur ,,í alheims geimi“. En hvort sem heldur er, munu flestir geta orðið sam- mála um það, að tilgangur lífsins sé fyrst og fremst, þegar allt kemur til alls: HAMINGJULEIT. Og þótt menn leggi e.t.v. eitt- hvað mismunandi merkingu í þetta, erum við samt þannig af guði gerð, að við finnum a.m.k. hvort okkur líður vel eða illa andlega og líkamlega. Það út af fyrir sig segir nokkuð mikið, þó að engan veginn öll kurl séu þar með komin til grafar. Þrátt fyrir það, að menn eigi sameiginlega þennan víðtæka grundvöll lífsins; hamingjuleitina, er ekki mikið talað um það hversdagslega. Þessi virðulega þögn um kjarna lífsbaráttunnar væri ekki nema góðra gjalda verð, ef maður gæti trúað því, að hún stafaði af meðvituðu lífsviðhorfi þar sem þessi orð Einars Benediktssonar væru öruggur vitnisburður: ,,En samt var það dýrast, sem aldrei var talað“. En því miður er það sorglega fátt, sem bendir til þess, að þagnarástæðan sé slik. Þvert á móti er ótalmargt, sem freistar til þess að álykta hið gagnstæða. Menn böðlast áfram eins og þeir eigi lífið sjálft að leysa, en minna fer fyrir greinargerðinni um hvaða tilgangi það þjónar. Stundum grunar mann jafnvel, að ,,gerendurnir“ sjálfir séu ekki alltof vel að sér um það, hvað fyrir vakir, hvað þá „þolendurnir". Eg tel illa farið, að eðlileg viðmiðun orða og athafna skuli að jafnaði liggja í því þagnargildi, sem nú hefir verið gefið í skyn. Myndi ekki margt í fari okkar sem einstaklinga og félagsvera reynast affarasælla bæði fyrir okkur sjálf og samfélagið, ef menn temdu sér og teldu sjálfsagt að tala feimnislaust og opin- skátt í fullri einlægni um hvað eina, sem fitjað er upp á að gera, og það væri metið út frá því einu, hver áhrif þess yrðu á Iífs- hamingju manna? Fyrir nokkrum árum heyrðist oft í útvarpi skemmtilegt nið- urlag sérhverrar auglýsingar frá kaupmanni nokkrum úti á landi: „Allt til að auka ánægjuna“! Mér fannst anda einhverri mannlegri hlýju frá þessum orðum. Þvi verður ekki með rökum mótmælt, að það er raunar ekkert minna en athyglis- og virð- ingarverður boðskapur, sem fólst í þessum völdu einkunnar-

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.