Hermes - 01.04.1963, Blaðsíða 10
Mikilvægur frumskilningur er, að
menn láti sér skiljast, að skyldu-
tryggingarnar eru í flestum tilfell-
um aðeins grundvöllur til þess að
byggja á framhald hnitmiðaðrar
tryggingaverndar miðað við per-
sónulega sérstöðu og óskir hvers
eins. Reynslan í þeim þjóðfélögum,
sem komin eru lengst í trygginga-
verndarmálum, sannar ótvírætt það
athyglisverða fyrirbæri, að því
lengra sem gengið er á vegi hvers
konar skyldutrygginga, því meira
hafa þjóðfélagsþegnarnir sjálfir að-
hafst á sviði frjálsra trygginga.
— Sumum kann að finnast þetta
skjóta skökku við, en það er samt
engan veginn óeðlilegt, að eftir því,
sem fólk kynnist betur blessunar-
ríkum áhrifum lögboðinna lág-
markstrygginga, skilji það og kunni
betur að meta þá margþættu mögu-
leika, er frjálsar tryggingar bjóða
upp á til fullkomnunar með per-
sónulegu vali við sérhæfi hvers
eins. Frjálsu tryggingunum má líkja
við reisulegt hús, en skyldutrygg-
ingunum við grunn. Það er mynd,
sem vert er að hafa í huga. Hún
hefir möguleika til þess að skýra
athafnir eða aðgerðarleysi eiganda
grunnsins. Hver einn sníður sér
eigin stakk eftir vexti og nýtur
þess eða geldur, hvað hann gerir,
eða ógert lætur.
Að lokum má svo geta þess, að
viðhorf manna til frjálsra trygginga
er engan veginn eins mikið einka-
mál viðkomandi manna og margir
vilja vera láta. Alveg eins og
skyldutryggingarnar eru þjóðfélags-
leg nauðsyn, sem skylda er að
fólks af svona tilefnum megi senn
segja „öll lokuð sund og fokið hvert
í skjól“. Það er með öðrum orðum
sú stund þegar upp runnin á Is-
landi að fullveðja einstaklingar,
sem vilja teljast menn með mönn-
um, verða að gera sér ljóst, að á
þeim sjálfum hvílir forsjárskylda —
einnig í slysa- og tjónatilfellum.
Mér ber sennilega að biðja for-
láts á því, hve margorður ég hefi
gerzt um tryggingamálin í þessari
hugleiðingu. Astæðan er sú að það
er flestu öðru þýðingarmeira í lífs-
baráttu manna nú á dögum að átta
sig á þessum tímabæru viðskipta-
viðhorfum. — Tryggingamálin eru
þannig í eðli sínu, að ekki verður
aftur tekið, ef mistök eiga sér stað,
og tæplega nokkru sinni sætzt við
samvizkuna í eigin brjósti eftir að
út af ber. Þess vegna eru þau svo
áhrifarík til úrskurðar um það,
hvort menn halda vöku sinni og
standa þann vörð, sem ábyrgt lífs-
viðhorf krefst af þeim. Fram-
kvæmdasemin á þessum vettvangi
er flestu öðru fremur undanfari
kvíðalausara lífs og áhyggjuminna.
Hún eykur þess vegna á vellíðan
allra og má þannig vissulega verða
til sannkallaðs hamingjuauka með-
an lífinu er lifað hér í heimi hættu,
harms og tjóna. Það þarf því ekki
að fara í neinar grafgötur um til-
gang heilbrigðra trygginga. Ætlun-
arverk þeirra er að taka frá fólki
beizkan bikar lamandi ótta og nið-
urlægingar. Þannig mætti vitnis-
burðurinn um þær hljóma æ hærra
sem voldugur tónn í stríðs- og sig-
ursöng farsælla mannlífs.
verða við að vissu lágmarki, þannig
krefst og almannaheill trygginga-
verndar þegnanna í nútímaþjóðfé-
lagi langt umfram fyrirmæli laga-
skyldunnar. Það er ekki náungan-
um óviðkomandi hvort t.d. heimil-
isfaðir stendur uppi með fjölskyldu
sína við hliðina á honum slyppur
og snauður eftir eldsvoða, gjörsam-
lega firrtur möguleika til „upprisu"
á eigin spýtur í efnahagslegu tilliti,
eða hvort vel var fyrir öllu séð og
engrar neyðarhjálpar þörf. Og það
er engan veginn örgrannt um það,
að almenningsálitið sé farið að sýna
sig nokkuð snúið í þessum efnum,
samanber viðhorfið, sem kom í
ljós við harla neikvæðar undirtekt-
ir við fjársöfnunartilraun Rauða
kross Islands á s.l. vetri til hjálpar
tryggingarverndarlausu fólki vestur
á fjörðum. Það er ekki fjarri þvi,
að með tilliti til hjálparviðhorfs