Hermes - 01.04.1963, Page 19

Hermes - 01.04.1963, Page 19
hans er til ýtarleg kvikmynd handa Júdómönnum komandi kynslóða. Siðferðislega hefur glíman einnig sitt gildi, því að í henni er ekki lögð áherzla á kraft og blinda orku, heldur vísinda- lega nákvæmni og lipurð, enda er mýkt og fegurð glímunnar al- kunn. Maður var nefndur Laó-tse, kínverskur spekingur og trúar- bragðahöfundur. Hann hvatti menn til þess að stunda það sem hann kallaði Vú-vei, að sigra með því að láta undan og gefa eftir, sigra á sama hátt og drop- inn, sem holar steininn. Kenning hans er að vísu andlegs eðlis, en birtist þó óvíða betur en í Júdó- glímunni þar sem „mýktin sigr- ar kraftinn". JÓN ORMAR JÓNSSON ¥ Sól mín leitar að vitund þinni frá botni djúpsins um dimma nótt. Leið mín liggur um óvegu óttans að hliði hamingjunnar. Þegar dagurinn kemur þegar hatrið deyr.... Frá botni djúpsins tímans og heiðríkjunnar mun ég teyga líf þitt.

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.