Hermes - 01.07.1965, Qupperneq 3
á hugtakinu existentialism
sinna — synda sinna. En þar með er ekki sagt, að
hægt sé að útskýra synd einstaklingsins út frá sér-
stöku, líkamlegu ástandi hans, því að þá væri leitt í
ljós, að hann hefði ekki getað komið öðru vísi fram
og veikleikar hans eru ekki syndsamlegir. Syndin
er því allt annað en tilviljunarkenndir veikleikar
einstaklingsins eða hugtak, sem hægt er að útskýra
með sálfræðilegum aðferðum. Syndin er ekki heldur
siðlaust hugtak, heldur trúarsetningarlegt (dog-
matiskt) hugtak. Og trúarsetningarlegt hugtak er
ekki hægt að meðhöndla sem vitneskju. Forsenda
slíks hugtaks er trú. Að syndga er að missa frelsi
sitt, og hafi maðurinn eitthvað frelsi að missa, tap-
ar hann því vegna sjálfs síns gjörða, en ekki annarra.
Þetta á sér stað í syndafallinu.
A þessum ókristilegu tímum upplifa fæstir synda-
fall í eigin lífi, heldur upplifa flestir það, sem
Kierkegaard skoðaði sem sálfræðilega afleiðingu
syndafallsins: Klofningu sjálfsins (splittelsen i
selvet); þá fjarstæðukenndu (absurde) reynslu að
vera ókunnugur frammi fyrir sjálfum sér. En þetta
fyrirbrigði er mjög vinsælt efni á meðal existential-
istiskra höfunda, svo sem Albert Camus í bók hans
Fallið, sem þýdd hefur verið á íslenzku.
Með verkum sínum skapar Kierkegaard grundvöll
undir existentialismann eins og hann birtist á tutt-
ugustu öldinni, bæði hjá Þjóðverjum og Frökkum.
Merkilegustu verk hans, sem þýdd hafa verið á allar
menningartungur, eru: Enten-Eller, Frygt og Bæ-
ven, Begrebet Angest, Stadier paa Livets Vei og
Afsluttende uvidenskabelig Eftirskrift. Nöfn bók-
anna gefa allgóða hugmynd um viðfangsefni höf-
undar. Begrebet Angest er til dæmis nákvæm rann-
sókn á hugtakinu angist. Kierkegaard sannar áþreif-
anlega, að angistin, hræðslan, er almennara og
sterkara afl í daglegum gjörðum manna, en menn
áður höfðu gert sér grein fyrir. En hann tengir
angistina, óttann við hugmyndir manna um erfða-
syndina. Og fullyrðir jafnframt, að hugtakið synd
sé trúarsetningarlegt hugtak, eins og áður hefur ver-
ið skýrt frá. Þetta má skýrast með þeirri fullyrðingu
Kierkegaards að: „Syndens Skepsis er Hedenskabets
aldeles fremmed." Eða með öðrum orðum, syndin,
ábyrgðartilfinningin eða frekar hin fjarstæðukennda