Hermes - 01.07.1965, Síða 5

Hermes - 01.07.1965, Síða 5
við með hinu absurda, þá varpar það ljósi á existenti- alismann, að allir extistantialistar eiga það sameigin- legt, að þeir reyna að yfirvinna hið absurda. Camus ásakar reyndar hina existentialistisku heimspekinga, að þeir fremji heimspekilegt sjálfs- morð, með því að reyna að sigrast á hinu absurda. Hann heldur því fram, að það verði ekki yfirunnið, því að það byggir á þeim staðreyndum, annars vegar að maðurinn getur aldrei skynjað heiminn eins og hann raunverulega er, þar sem það er ómögulegt fyrir manninn að skynja það sem er fyrir utan seil- ingu hans, hins vegar þeirri staðreynd, að það sé eitt- hvað þar eigi að síður. Þessi tilfinning , þetta tóm- lega gap, sem myndast á milli manns og heims, er hið absurda og verður ekki yfirstigið, að áliti Camus. Existentialistar leggja mikla áherzlu á, að exist- entialisminn hafi engar ákveðnar kennisetningar. Orðið er að sumu leyti niðurstaða. Þegar maður hef- ur klætt ákveðna hugsun orðum, þá er hún afgreidd; orðið bindur hugsanir okkar, skrifar Kierkegaard einhvers staðar. Það er alls ekki rétt, að existentialisminn haldi á lofti guðleysi. Jean-Paul Sartre leggur áherzlu á það, að markmið existentialismans sé ekki að af- sanna tilvist guðs. Að hans áliti, skiptir það ekki máli að svo stöddu. Ef guð hefur skapað heiminn og allt sem honum fylgir, er ekki nema gott um það að segja, en maðurinn er í heiminum og það er ekki sjáanlegt, að hann njóti neinnar beinnar aðstoð- ar að ofan: Guð hjálpar þeim, sem hjálpa sér sjálfir. Eftir þessu verður maðurinn að haga sér. Að sínu leyti stendur siðferðisboðskapur exist- entialismans ekki boðskap Krists að baki. Kristur gaf mönnunum almáttugan guð, existentialistar þekkja engan slíkan, en þeir benda mönnum á, að hamingjusömu lífi verði ekki lifað, nema í sam- neyti við sannleikann. Lýgi og fals hefur óumflýj- anlega í för með sér óhamingju mannsins. Þannig er ekki hægt að ásaka existentialista fyrir, að þeir dragi eingöngu fram hinar dökku hliðar mannsins. Þeir hafa trú á manninum, en vegur sannleikans er þyrnum stráður. I marxistiskri ritgerð, sem Sartre skrifaði fyrir 2 — 3 árum, lætur hann í ljós allmerkilegar skoðan- ir varðandi marxismann og existentialismann. En það hefur verið mönnum undrunarefni, hvernig Sartre hefur getað verið bæði í senn existentialisti og marxisti; annars vegar þeirrar marxistisku skoð- unar, að maðurinn sé þræll umhverfisins, hins vegar þeirrar existentialistisku skoðunar, að maðurinn sé frjáls. Þetta virðist í fljótu bragði vera tvö andstæð sjónarmið, enda er það líka svo. Sartre skýrir þetta einfaldlega þannig, að á meðan maðurinn á við vöntun að stríða er heimspeki frelsisins, þ. e. exist- entialisminn, ekki tímabær. Og hann segir jafn- framt, að þar sem ekki er hægt að gera sér í hugar- lund, hvernig þær aðstæður verði, þegar vöntunin hefur verið sigruð, þá sé það út í bláinn að reyna að sjá fyrir, hvernig sú heimspeki muni líta út. Þessi orð Sartres virðast í fljótu bragði gera fyrri skoð- anir hans ómerkar, en það er ekki rétt. Existentialism- inn er tilraun mannsins í þá átt að skynja sig í nú- tíð. Og það er það sem skilur þessa heimspekistefnu frá öðrum. Það ætti því ekki að furða neinn, að existentialisminn á mjög erfitt með að skilgreina sig. Hér er hvorki stutt sig við fortíð né framtíð, að- eins er gengið út frá meðvituðum möguleikum mannsins í tíma og rúmi. Manninum er stillt upp á móti öllum himingreiminum og hann finnur sig smáan og einan.

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.