Hermes - 01.07.1965, Page 6

Hermes - 01.07.1965, Page 6
James Joyce: Ecce puer Úr myrkri liðins er mannsbarn fœtt; af sorg og hrifning mitt hjarta er tœtt. Blundar lifandi við bólgögn fín. Elska og Miskunn opnið honum sýn! Ungu lífi er andað ó gler; heimur sem var ekki heilsar og fer. Sefur barn að gömlum gengnum. Ó, faðir glataður fyrirgefðu drengnum! Þýð.: dþ. Um rímur og efftir Eystein Gamall hollvinur minn, Dagur Þorleifsson, sótti á fund minn fyrir skömmu og fór þess á leit, að ég ritaði fyrir sig greinarstúf um bókmenntir í blaðið Hermes. Eftir að hafa flett gegnum nokkur hefti ritsins og komizt að raun um, að þar var hinn merk- asti menningarmiðill á ferðinni, undirgekkst ég að reyna. Fer árangurinn hér á eftir. Efnið, sem ég hef valið greinarkorni þessu til að fjalla um, er rímur og þá einkum erindi þeirra til nútímamanna. Er ástæðan bæði sú, að ég hef þurft á því að halda, að gera mér nokkur slík verk handgengin á næstliðnum tíma og er efnið mér þannig nærtækt, og auk þess þykist ég hafa orðið þess var, að ýmsir bókmenntalega sinnaðir samtímamenn rnínir telji gildi þessarar bókmenntagreinar sem heildar liggja talsverðu neðar en frostmark og þar með naumast virðingu sinni samboðið að taka nokk- urt tillit til hennar, jafnvel ekki að nefna hana á nafn. Þar þykir mér vera um vægast sagt mjög vafa- sama, ef ekki hættulega skoðun að ræða, og því ekki ótímabært að vekja nokkra athygli á ýmsum atriðum varðandi þessa bókmenntagrein, sem nútímamenn megi sér að skaðlausu vita nokkur deili á.

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.