Hermes - 01.07.1965, Side 10

Hermes - 01.07.1965, Side 10
nokkrum sinnum úr, nú síðast í níunda bindi Rita Rímnafélagsins. I þessu vetfangi má og benda á eftirfarandi vísu, sem ég hygg, að flestir muni kannast við: Lömbin svona leika sér með list um græna haga, þegar þau vita, að ekki er úlfurinn þeim til baga. Þessi vísa er úr Stellurímum eftir Sigurð Péturs- son sýslumann (1759—1827), en hann var einnig brautryðjandi í leikritagerð hér á landi og samdi leikritin Hrólf og Narfa, sem gefin voru út fyrir nokkrum árum og margir munu kannast við. Hins vegar eru Stellurímur aðeins til í óvandaðri út- gáfu frá 1844, og er það íslenzkri menningu til stórskammar, að þessi bókmenntaperla skuli ekki fyrir löngu hafa verið gefin út og auglýst inn á hvert heimili landsins. Hér verður ekki fjölyrt lengur um rímur eða rímnakveðskap, þótt af nógu sé að taka og enn mætti skrifa langt mál um efnið. Hins vil ég þó geta, að fyrir nútímamenn lítur rímnakveðskapur- inn gjarnan út sem ógreiðfær frumskógur, vaxinn ikræklóttum og lágvöxnum villigróðri, sem allt annað en gaman sé að komast í of náin kynni við. En taki menn sér öxi í hönd og höggvi sér ótrauðir leið inn í þennan skóg, blasa von bráðar við þeim þvílíkir heimar, að ef til vill hafa þeir aldrei neina slíka fyrr augum litið. Þá komast þeir að raun um það, að í þeim skógi getur jafnvel hið smæsta laufblað fólgið í sér þá fegurð, að naumast verði til nokkurs jafnað. Bo Sefterlind °9 Staffan Larsson, höfundar Ijóðanna framar í blaðinu, eru bóðir í fremstu röð meðal nútímaskólda Svía. Setterlind er verkfrœðingssonur frá Smálandi, fœddur 1923, en Larsson prests- sonur frá Norrlandi og fjórum árum yngri en skáldbróðir hans. Báðir hafa þeir sent frá sér allmargar Ijóðabœkur og Setterlind auk þess skáldsögur, lengri og styttri. í Ijóðum þeim, er hér birtast, fjalla þeir báð- ir um efni úr Nýja testamentinu, Setterlind um krossfestinguna og larsson um niður- stigningu Krists til Heljar. Bœði eru Ijóðin hlutar úr lengri Ijóðabálkum; hinu síðar- nefnda allfrjálslega snarað. dþ.

x

Hermes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.