Hermes - 01.07.1965, Page 11

Hermes - 01.07.1965, Page 11
Staffan Larsson: Dagur þorleifsson þýddi. Múrveggur ei en draugafylking í dalnum; draugar í dýrahami, fugls eða firða líki, skuggar að hálfu horfnir í rökkur og reyk. Að þrem dögum liðnum fór hann úr fylkingunni, hvarf meðal klappanna um gljúfur úr gulu Ijósi upp bjargið. Svo bar hann burt frá ásýnd vorri. Hver var hann sem vogaði hringinn að rjúfa, með framferði því sem fráleitast er? Lifandi heimsótti heljar veldi, leitaði meðal vor drauga með leiftrandi augum og fregnandi fingrum og sneri aftur — en aldrei fyrr hefur nokkur með sannindum sálaður risið að nýju til ríkis jarðar. Óbólinn dansar á eldtungum. Blœrinn þýtur í grasinu, glittir í augu, sem vœri blóð undir bráhárum. Aldrei endurheimtir dauðinn sakleysi sitt. Hann svifti oss draugslegri virðingu vorri, beraði skilyrði bjargarleysis vors, braut leið bannaðri stjörnu í tilveru vora — Vondur eða góður varð hann oss fœðing sársaukans, draumurinn í dauðra ríki.

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.