Hermes - 01.07.1965, Qupperneq 12

Hermes - 01.07.1965, Qupperneq 12
Elías Snœland Jónsson: Einangrun núti Bandaríski Nóbelsverðlaunahafinn Melvin Calvin tilkynnti nýlega, að hann og aðstoðarmenn hans hefðu fundið „öruggar sannanir" þess, að líf hafi verið til á þessari jörð fyrir 2.7 billjónum ára, eða 800 milljón árum fyrr, en áður var talið, að líf hefði þróast á þessum hnetti. Væri hér um að ræða plöntulíf, nokkuð háþróað. Þar sem talið er full- víst, að jörðin sé aðeins 4.7 billjón ára gömul, telja vísindamenn, að líf hafi myndast hér á jörðinni skömmu eftir að yfirborð hennar kólnaði og vatn myndaðist. Rannsóknir síðustu ára hafa breytt nokkuð skoð- unum manna á upphafi lífsins hér á jörðinni. Vís- indamenn telja m. a. þennan nýja fund benda til þess, að lífið sé ekki neitt „kraftaverk", sem gerzt hafi á þessum hnetti, heldur geti líf „kviknað" við mun erfiðari aðstæður, en áður var talið. Þeir telja jafnvel líklegt, að líf í einhverri mynd finnist á öðrum hnöttum í sólkerfi voru, og þá líklegast á Marz, þótt öll skilyrði til lífs séu. þar mun verri en hér. Bandaríska geimfarið Mariner IV mun ef til vill gefa eitthvert svar við þessu.

x

Hermes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.