Hermes - 01.07.1965, Side 16

Hermes - 01.07.1965, Side 16
4 Enginn hinna 35 áhorfenda gerði hina minnstu tilrauna til þess að hjálpa konunni. Enginn hringdi á lögregluna. Skömmu síðar gerðist þar í neðanjarðarlest í New York að ungur maður réðist á annan mann með hníf og drap hann. Fjöldi mannst stóð og horfði á verkið, en enginn gerði neitt til þess að koma hin- um helsærða manni til hjálpar né kalla á lögregluna. Það kom þeim ekki við. Er mögulegt að einangrast meira frá umhverfi sínu og samborgurttm sínum? Kjarnorkuknúin skip taka við af seglskipunum, þot- ur leysa loftbelgina af hólmi, rafeindaheilar taka við hlutverki reiknisstokkanna, vetnissprengjur og eldflaugar eru komnar í stað bogans og örvanna, vél- arnar vinna í stað handanna. Allt þetta hefur nú- tímamaðurinn fengið fram yfir fyrri kynslóðir. En nútímamaðurinn hefur ekkert fengið í stað sinnar gömlu trúar, sem er í dag harla léttvægur sýningar- gripur. Maðurinn reikar i dag og leitar, misjafnlega ákaft eftir þroska hvers einstaklings, að nýjum til- gangi lífs síns. Framtíðin mun skera úr um, hvort hann verður svo gæfusamur að finna hann áður en það er um seinan. Hittumst að Bifröst 7. nemendamót Nemendasambands Sam- vinnuskólans verður haldið að Bifröst 28. —29. ógúst. Nemendasambandið hvetur *> Skrifað í júní 1965. meðlimi sína til þess að fjölmenna ó mótið.

x

Hermes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.