Hermes - 01.07.1965, Síða 18
6. gr. Aðalfundur sambandsins skal haldinn að Bifröst á hverju nemenda-
móti. Skal hann auglýstur með góðum fyrirvara í blöðum og útvarpi.
Auglýsing þessi skal endurtekin tveimur dögum fyrir aðalfund. Aðal-
fundur er löglegur sé rétt til hans boðað samkvœmt framansögðu.
7. gr. Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:
1. Inntaka nýrra félaga,
2. Skýrsla stjórna sambandsins,
3. Reikningar sambandsins lagðir fram til samþykktar,
4. Lagabreytingar,
5. Kosning stjórnar og endurskoðenda,
6. Onnur mál.
8. gr. Stjórn sambandsins skal skipuð fimm mönnum og tveim til vara, kosn-
um á aðalfundi til eins árs í senn, formanni, gjaldkera, ritara, spjald-
skrárrilara og meSstjórnanda, sem jafnframt skal vera fulltrúi stjórn-
arinnar í ritstjórn Hermesar. Skulu þeir kosnir hver í sínu lagi, en tveir
varamenn saman. í forföllum formanns, gegni ritari störfum hans. Kosn-
ing skal vera leynileg og bundin.
9. gr. Á hverjum aðalfundi, skulu kosnir tveir endurskoðendur, er hafa skulu
eftirlit með reikningum sambandsins. *
10. gr. Stjórnin skal annast málefni sambandsins milli aðalfunda og getur
hún skipað félagsmenn sér til aðstoðar til starfa í þágu sambandsins.
11. gr. Reikningar sambandsins skulu lagðir fram til samþykktar á aðalfundi.
Skulu endurskoðendur þá hafa undirritað þá og skráð á þá athuga-
semdir sínar. Reikningsár sambandsins er milli aðalfunda.
12. gr. Tekjum sambandsins skal varið til að standa straum af kostnaði við
starfsemi sambndsins.
13. gr. Einfaldur meirihluti atkvœða rœður úrslitum á fundum sambandsins.
Lögum þessum verður þó ekki breytt nema á aðalfundi og þarf til þess
tvo þriðju hluta greiddra atkvœða.
i
Bifröst 6. september 1964.