Hermes - 01.05.1969, Side 2

Hermes - 01.05.1969, Side 2
hermes útgefandi: NSS 1 969 ~ 1 0. órg. - 1. tbl. ritstjóri: REYNIR INGIBJARTSSON aðrir í ritstjórn: DAGUR ÞORLEIFSSON GUÐMUNDUR PÁLL ÁSGEIRSSON INGÓLFUR SVERRISSON setning og prentun: PENTSMIÐJA JÓNS HELGASONAR myndamót: RAFGRAF Á aðalfundi NSS að Bifröst á liðnu sumri var samþykkt sérstök laga- grein varðandi Hermes. I henni var kveðið á um skipun sérstaks rit- stjóra, til að annast útkomu Hermesar og honum til aðstoðar, þriggja manna ritnefnd. Engin stórvirki hafa verið unnin með þessari breyt- ingu og ritstjórinn reynzt lítill skörungur. Þó er það tvímælalaust til bóta að gera einn aðila ábyrgan fyrir efnissöfnun í stað fjölmennrar ritnefndar. Reynt er í þessu hefti að fylgja svipaðri braut í efnisvali og í fyrsta tölublaði Hermesar á liðnu ári. Það blað markaði á margan hátt tíma- mót varðandi útgáfu Hermesar og var aðalumsjónarmönnum þess, þeim Óla H. Þórðarsyni og Gunnari Sigurðssyni til mikils sóma. Ráðgert var að þetta hefti kæmi út mun fyrr og þá tileinkað að nokkru 50 ára afmæli Samvinnuskólans og 10 ára afmæli NSS. Þetta breyttist þó, m. a. vegna útkomu hins glæsilega afmælisblaðs Vefar- ans, og varð að ráði, að NSS sendi þetta afmælisblað til allra sinna félaga. Eiga Skólafélag Samvinnuskólans og ritstjóri Vefarans sl. vet- ur, Rúnar B. Jóhannsson miklar þakkir skilið fyrir framtak sitt. Margt hefur verið rætt um hvernig haga skal efnisvali Hermesar og hvert markmið ætti að vera með útgáfu hans. Sú er skoðun undir- ritaðs að tilgangurinn hljóti fyrst og fremst að vera sá, að haga efnisvali þannig, að það auki og styrki tengsl milli félaga NSS inn- byrðis og við Samvinnuskólann. Til að stefna að þessu marki þarf Hermes að kappkosta að, — 1. flytja fréttir í máli og myndum af starfi NSS. 2. vera vettvangur fjölbreyttra frásagna og frétta af eldri og yngri nemendum. 3. kynna hugsmíðar NSS-félaga. 4. viðhalda á allan hátt tengslum milli skólans að Bifröst og eldri og yngri nemenda með efni frá nemendum og kennurum, og fréttum af starfi skólans. Að lokum vil ég fyrir hönd ritstjórnar Hermesar þakka góðar undir- tektir, sem efniskvabb Hermesar hefur fengið. Nær undantekningar- laust hafa þeir, sem beðnir hafa verið um liðsinni brugðizt vel við, og samnefnari þess gæti verið svar Vigdísar Pálsdóttur við bón ritstjóra, og var á þá leið, að hún hefði ekki lagt það í vana sinn fram til þessa að segja nei. Reynir Ingibjartsson

x

Hermes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.