Hermes - 01.05.1969, Page 3

Hermes - 01.05.1969, Page 3
SKYRSLA STJORNAR Starfsskýrsla flutt af formanni, Júlíusi K. Valdimarssyni, á aðalfundi NSS að Bifröst, 31. ógúst 1968. Góðir félagar! Aður en ég flyt skýrslu stjórnarinnar um starfið síðasta starfsár, vil ég minnast fyrsta og eina heiðurfélagans, sem Nemendasamband samvinnu- skólans hefur átt, Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem. lézt nú í sumar. Jónas Jónsson var fyrsti skólastjóri Samvinnu- skólans, eða frá árinu 1918 til þess er Samvinnu- skólinn var fluttur að Bifröst árið 1955. Um braut riðjandastarf Jónasar við Samvinnuskólann og skerf hans til samvinnuhreyfingarinnar og þjóð- málanna yfirleitt er kunnara en frá þurfi að segja, og mun ég ekki rekja hans feril nánar hér. Vil ég biðja ykkur að heiðra minningu okkar látna heiðm-sfélaga með því að rísa úr sætum. Ég mun nú rekja ganginn í starfsemi Nemenda- sambandsins frá síðasta aðalfundi sem haldin var í Leifsbúð, Hótel Loftleiðum, þann 23. september í fyrra. Fyrsta verkefni hinnar nýju stjórnar var hinn árlegi haustdansleikur, sem einkum er tileinkað- ur því að bjóða velkomna í skólann væntanlega nemendur. Var dansleikurinn vel sóttur og dans- að af miklu fjöri fram eftir nóttu. Á aðalfundinum í fyrra var hrundið í fram- kvæmd gömlum draumi margra félaga í Nemenda- sambandinu, þ. e. stofnun fulltrúaráðs, skipuðu fulltrúum fyrir hvern árgang, sem starfa skyldu, sem tengiliðir á hverjum tíma milli stjórnarinnar og félaganna innan síns árgangs. Varð það verk- efni stjórnarinnar að skipa þetta fulltrúaráð, en það skipa nú þessir fulltrúar: Sigfús Gunnarsson fyrir 1957 Haukur Harðarson fyrir 1958 Þráinn Scheving fyrir 1959 Logi Runólfsson fyrir 1960 Lilja Ólafsdóttir fyrir 1961 Hlöðver Örn Vilhjálmsson fyrir 1962 Arnbjörg Guðbjörnsdóttir fyrir 1963 Óli H. Þórðarson fyrir 1964 Halldór Ásgrímsson fyrir 1965 Guðjón Sigurðsson fyrir 1966 Jóhanna Sigurðardóttir fyrir 1967. Var stofnfundurinn haldinn að Hótel Loftleið- um þann 25. nóvember sl., og sat stjómin þennan fund ráðsins, eins og gert er ráð fyrir í lögunum um fulltrúaráð, en formaður Nemendasambands- ins er jafnframt formaður fulltrúaráðsins á hverj- um tíma. Er mér óhætt að segja, að mikil stemn- ing ríkti á stofnfundinum og fulltrúamir ákveðn- ir í að láta hendur standa fram úr ermum við að hleypa krafti í starfsemina. Fyrsta verkefnið, sem fulltrúaráðið síðan aðstoðaði stjómina við, var dansleikur þann 29 desember sl. Sló sá dansleik-

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.