Hermes - 01.05.1969, Page 8

Hermes - 01.05.1969, Page 8
Fyrsta veturinn sem Samvinnuskólinn . . . þegar ég byrjaði hérna, þá var þetta . . . yndislegt að vera c«inn vetur uppi á er að Bifröst er ég ráðinn stundakennari. fólk tiltölulega lítið yngra en ég. Hveravöllum eða vitavörður norður á Horni. ekki var grunlaust um, að hann bæri svo af hinum að virðuleik, að hann væri nú eiginlega tekinn fyr- ir kennara. Það voru sagðar um það sögur, ekki veit ég hvort það er satt, ein af þessum sögum, sem ég er nú búinn að ljúga svo oft, að ég veit ekki hvort hún er sönn eða login, er sú að 1. des. var haldinn hátíðlegur þennan fyrsta vetur sem skólinn var starfandi að Bifröst. Þá stóð þessi nemandi í dyrunum og tók á móti gestunum, og einn af bændunum í dalnum kom til mín og spurði: ,,Er þetta skólastjórinn?“ — þeir sögðu það líka strákarnir, ég tek það fram að ég hef ekki skrökv- að þeirri sögu upp, að í Akureyrarferð þegar far- ið var að skoða sundlaugina, þá hafi Hermann Stefánsson vikið sér að þessum sama nemanda og spurt: „Hvað eruð þið nú margir kennararnir?“ Hann svaraði „við erum fimm“. — Ég segi nú aðallega frá þessu til að gefa til kynna, að bilið á milli mín og fólksins var tiltölu- lega lítið á þessum fyrstu árum skólans hér. Nem- endurnir flestir á líkum aldri kannski 5—8 árum yngri, en höfðu vaxið úr grasi á sama tíma og ég. Mér fannst ég eiga ákaflega auðvelt með að ná til þeirra og kynnast þeim. — En finnst þér viðhorf nemenda til lífsins almennt breytast? — Jaaaa, ég hugsa nú, að ef maður fer að grafa dýpra í þetta, þá séu hugmyndirnar nokkuð svip- aðai’, yfirleitt hefur það fólk, sem hér hefur verið, verið ákaflega jákvætt og gott, alveg sérstaklega gott að tala við það yfirleitt, mér hefur ekki fund- izt neinn vandi að komast í kunningsskap við það, en ég er bara orðinn allur annar en ég var þá. Ég ei' miklu eldri. Ég er orðinn miðaldra maður. Mér sjálfum finnst ég að vísu vera alveg sami strákur- inn og ég var, en bilið er orðið miklu lengra á milli mín og nemendanna, þannig að ég vil ekki halda því fram, að fólkið sé á nokkurn hátt öðru- vísi í grundvallaratriðum, en hitt er svo annað mál, að þetta fólk, sem nú er hér, hefur alizt upp við að veita sér miklu meira, við allt önnur skil- yrði. Það fólk sem núna er, gerir miklu meiri kröf- ur en það fólk sem var hér áður, allt aðrar kröfur. Munurinn liggur fyrst og fremst í breyttum tím-

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.