Hermes - 01.05.1969, Page 10

Hermes - 01.05.1969, Page 10
þessum málum, geta hvorki ég né aðrir svarað á þessari stundu. Þeir aðilar, sem að þessu standa, verða að vísa leiðina, hvað gera þeir? Hvað gera þeir, sem að þessum skólum hafa staðið, og að hinu leytinu, hvað gerir ríkið? Það er þjóðfélags- leg nauðsyn, að skóli sem Samvinnuskólinn verði til, en hvort nauðsynlegt er að samvinnuhreyfing- in sem slík reki slíkan skóla, það er annað mál. Við tökum upp léttara hjal, og ég spyr Snorra um félagslífið í skólanum. — Það eru nokkur áraskipti að félagslífinu, og það fer eftir þeirri forystu, sem nemendurnir hafa á hverjum tíma, en yfirleitt er það mjög gott. — Hér fá allir að njóta sín ekki satt? — Það er nefnilega það, sem mér hefur fundist dálítið gott við þennan skóla, að hér hefur and- rúmsloftið og félagslífið verið þannig, að hér hafa allir fengið að njóta sín. Það hefur aldrei verið stigið á neinn eða neinn tekinn fyrir, vegna þess að hann væri öðruvísi en aðrir, og hann hefur fengið að vera öðruvísi, fengið að halda sínum persónuleika og sínum skringilegheitum, án þess að nokkur hafi verið að gera sér veður út af ,,Hvað eruð þið margir, kennararnir?" ,,Við erum fimm." því, mönnum hefur bara fundizt það auka skemmtilegum þætti í andlit skólans að hafa svona fjölbreytta ,,karaktera,“ og menn hafa ekki haft löngun til að steypa alla í sama mót. — Alltaf jafn gott persónulegt samband milli nemenda og kennara, sem svo mjög hefur einkennt þennan skóla? — Já. Maður hefur alltaf komizt í mjög gott cg persónulegt samband við nemendurna, sérstak- lega á árum áður, og þetta fólk, sem var á svipuð- um aldri og ég, mér finnst að nú þegar ég hitti þetta fólk, sérstaklega það sem var í eldri árgöng- unum, líkara skólasystkinum og vinum frekar en nemendum. — Þetta hlýtur að hafa mótazt strax á fyrstu árum skólans? — Já ég hef nú t. d. stundum talað um, að menn tilleggi sér nokkuð sem kallað er kexmara- svipur, og náttúrlega er ég nú ekki að halda ann- að en að maður hafi nú reynt að ganga um með hann, eftir því sem hægt var. En — ég gerði það nú eiginlega strax upp við mig, þegar ég byrjaði að kenna og hef alltaf reynt að fylgja því, að ef þú ekki þolir það að láta nemenduma kynnast þér eins og þú ert, þ. e. a. s. að koma til dyranna eins og þú ert klæddur. Ef þú getur ekki hald- ið virðingu og vinsemd með því að vera þú sjálf- ur, þá geturðu það ekki með því að taka á þig eitthvert gervi eða spila einhverja rullu, sem þú svo áður en varir ert dottinn út úr. Þannig endaði samtal okkar Snorra að sinni. Eftir að hafa þáð góðgjörðir hjá Hrafni Magnús- syni og hans ágætu konu, héldum við heim. Á eft- ir okkur ómaði músík úr setustofunni, klúbbam- ir voru með síðustu kynningu vetrarins. Snorri var brunaður burt á sínum Landrover, það var Bifrastarkvöld sem fylgdi okkur úr hlaði. .

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.