Hermes - 01.05.1969, Síða 12

Hermes - 01.05.1969, Síða 12
næsta umhverfi, en það er nokkuð sem ekki er á hverju strái í stórborginni. Ekki var vandi að finna húsið því Þórunn hafði sagt svo til vegar: „Þegar þú ert kominn upp á hæðina, þá er fyrst kirkjan, síðan presthúsið og svo er ég“. Fyrst fékk ég að skoða íbúðina, sem reyndist hin vistlegasta, og greinilega hafði farið fram vor- hreingerning, því ryk var hvergi að sjá, en af því er dálítið í London eins og allir vita. Þá var garð- bletturinn ljómandi aðlaðandi, þar hékk þvottur á snúru. „Það var svo gott veður í morgun, að ég gat ekki sofið, svo ég dreif mig í stórþvott“, sagði Þórunn hressilega — síðan var farið að tala um alla heima og geyma. Eg frétti, að þau væru alveg nýflutt í íbúðina — leigðu hana dýrum dómum, en sem mestu máli skipti, þau væru mjög ánægð með hana og umhverfið. Húsbóndinn færði mér bjór- glas eigi lítið, og ég spurði hann um álit hans á íslandi og íslendingum. Þá kom fram, að hann hafði verið á Islandi um síðustu jól með konu- efninu, komið austur á Hvolsvöll, og séð Eyjafjöll og Fljótshlíð. Hann taldi Islendinga ákaflega elsku legt og gott fólk, en frekar hirðulaust með pen- inga. Hann minntist á íslenzka hangikjötið, sem honum líkaði stórvel þegar í stað, og gleymdi raunar ekki heldur uppstúfnum. „Hvemig leizt þér á Reykjavík“, spurði ég. „Ekki mjög vel, sennilega af því að það ringdi svo mikið.“ Ég lýsti þeirri skoðun minni að hann ætti að vera vanur við slíka hluti frá Englandi. Aðspurður hvernig honum hefði þótt íslenzku stúlkurnar í útliti, sagðist hann hafa verið ákaf- lega hrifinn, enda áður búinn að sýna hug sinn í konuvalinu. Síðan ræddum við um England og lífið í Lond- on. „Það er allt dýrt hér“, sagði Þónmn „jafnvel dýrara en heima, en mér líkar ágætlega að búa hér — ég er þannig gerð, að mér leiðist hvergi og eign- ast alstaðar kunningja. „Var ekki einhverntíma brotizt inn og rænt frá þér“. „Jú, á meðan ég bjó með nokkrum stúlkum var brotizt inn til okkar og hirtir allir skartgripir, og þeir komu auðvitað aldrei í leitirnar.“ „En svo hefur annað þá skeð ánægjulegra.“ „Auðvitað, við höfum bæði mjög gaman af því að ferðast, og ég hef komið til Túnis, Frakklands og Danmerkur svo eitthvað sé nefnt.“ Mér var nú boðið kaffi og pönnukökur, sem ég réttilega gat sagt, að væru þær fyrstu, sem ég hafði smakkað í Bretaveldi. Þær reyndust fyrsta flokks að gæðum og urðu ekki langlífar. Að lokum fór ég að forvitnast eftir framtíðar- áformum. Þá fékk ég að vita, að uppi væru áform um að fara til Islands í febrúar n. k. meðal annars til þess að ganga í það heilaga þar. „Mundir þú vilja búa þar,“ spurði ég Mr. Law. „Já, það kæmi fyllilega til greina, en líklega yrði íslenzkan mér erfið a. m. k. til að byrja með. Eg hefði þá sennilega mestan áhuga á því að búa á Hvolsvelli, ef ég gæti fengið starf. „Hafið þið ákveðið stærð fjölskyldunnar spurði ég gætilega. Doglas sagðist vera mikill áhugamað- ur um knattspyrnu og ekkert hafa á móti því að koma upp einu liði.“ „Fyrst tvíburar og svo eitt síðar“ sagði Tóta ákveðið — og þar með var það útrætt. Og að síðustu var þá kominn tími til þess að þakka fyrir ljómandi veitingar og kveðja.

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.