Hermes - 01.05.1969, Blaðsíða 16

Hermes - 01.05.1969, Blaðsíða 16
pósturinn Kristrún Magnúsdóftir spjallar vi5 Steinþór Þorsteinsson, kaupfélagsstjóra Steinþór Þorsteinsson — kaupfélagsstjóri hjá Kf. Hvammsfjarðar í Búðardal er fæddur á Skaga- strönd í Austur-Húnavatnssýslu 25. maí 1937. — Hann var einn vetur í Reykholtsskóla og tók það- an landspróf. Síðan lá leiðin í Kennaraskólann, og ætlaði Steinþór að taka að sér að kenna ungum Islendingum undirstöðuatriði menntunar og dvaldi tvo vetur í skólanum í þeim tilgangi. Þá snerist honum hugur, og fór hann í Samvinnuskólann, hvaðan hann útskrifaðist vorið 1958. Það sumar vann Steinþór í Innflutningsdeild S. I. S., og velti fyrir sér möguleikum á því að kynna sér starf- semi erlendra samvinnufyrirtækja. En margt fer öðruvísi en ætlað er, og í desem- ber sama ár tók hann við störfum hjá Kf. Hvamms fjarðar, þá yngsti kaupfélagsstjóri á landinu . . . . Við lítum inn til Steinþórs á skrifstofu hans og spyrjum örfárra spurninga: — Hvemig fannst þér að taka við svo umfangs- miklu starfi strax að loknu námi? — Eg myndi segja, að það væri talsverð áhætta fyrir svo unga menn að leggja út í þannig fyrir- tæki, og það leið nokkur tími þar til ég uppgötv- aði hvað ég var kominn út í. Að vísu má kannski segja, að það gildi aðrar reglur um fyrirtæki úti á landsbyggðinni en í þéttbýlinu. Viðskiptavinir kaupfélaganna ætlast til þess, að kaupfélagið þeirra veiti þeim meiri aðstoð en aðeins að selja þeim vörur. — En þetta hefur samt gengið vel og þér tek- izt að leysa vandann. — Ég var heppinn að því leyti, að ég kom í gott hérað og tók við vel stæðu kaupfélagi. — Hvað viltu segja okkur um framtíðina? — Hún er óráðin. Þegar ég kom hingað hafði ég hugsað mér að vera hér í 5 ár. Nú eru þau orðin 10 og það er alltof langur tími. Eg álít nauðsyn- legt að skipta um starf, bæði vegna manns sjálfs og fyrirtækisins. Það þarf nýtt blóð og nýja menn og betra fyrir þá eldri að kynnast nýjum störfum áður en þeir verða of rótgrónir . .. . Að lokum viljum vér geta þess, að er Steinþór hafði verið nokkurn tíma í Dölum vestur, kvænt- ist hann Gunni Axelsdóttur frá Akranesi, og eiga þau tvö börn, Þorstein 5 ára og Lovísu 3 ára.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.