Hermes - 01.05.1969, Síða 17

Hermes - 01.05.1969, Síða 17
Hin vinsæla tradition að baða fyrstubekkinga upp úr Hreðavatni, til að kynna þeim húsbóndann, var nú lögð niður, en þess í stað var svokallaður ,,Helgafellsdagur“ haldinn hátíðlegur. Varð þetta að ráði, vegna þess að ætíð er um nokkra slysa- hættu að ræða við Hreðavatnsátökin, og eins vegna hins, að okkur annarsbekkinga var farið að lengja eftir, að veðurguðirnir yrðu okkur svo hlið- hollir, að við gætum formlega tekið fyrstu bekk- inga í tölu samvinnumanna. Fór þessi nýja athöfn þannig fram, að formaður Skólafélagsins kvaddi sér hljóðs í borðstofu og minntist þess, að sú sið- venja væri hér ríkjandi að minnast fyrstu komu sambandsskipsins Helgafells til Reykjavíkur hinn 5. október 1954. Var ástæða þessa sögð sú, að skipið hefði í þeirri för komið með reiknivélar fyrir Samvinnu- skólann, og þannig hefði ,,tækniöld“ rutt sér til rúms í skólanum hvað bókfærslu snerti. Bað hann síðan alla minnast þessa merka dags með því að rísa úr sætum og hrópa ferfalt húrra fyrir Helga- felli og samvinnuhreyfingurmi, hvað og var gert, þó óneitanlega gætti nokkurra aukahljóða frá annarsbekkingum. Síðan var nemendum tjáð, að gefið yrði frí einn tíma, svo hægt væri að ganga hina árlegu „Helga- fellsskrúðgöngu“. Voru allir beðnir að klæða sig viðeigandi búningi, svo að helgi dagsins mætti njóta í hvívetna. Síðan var gengið fylktu liði undir fánum og lúðrablæstri (handklæði og brunalúðr- ar) einn hring í kringum skólabyggingarnar, og staðnæmst fyrir framan forláta baðkar, sem kom- ið hafði verið fyrir á sléttunni ofan við bygging- arnar. Þá loksins rann upp Ijós fyrir fyrstubekk- ingum, fylkingar riðluðust en annarsbekkingar hófu eftirleikinn. Hófst síðan atgangur allharður, er fyrstubekk- ingar voru leiddir til baðsins hver af öðrum. Var þeim stungið vel í, en formaður ,,skírði“ hvern einstakan og hafði forláta næturgagn að skírnar- fonti. Mikið hefur verið um heimsóknir til okkar eins og endranær. 1. desember sl. minntumst við fimmtíu FRÁSÖGN ÚR BIFRÖST bað - heimsóknir - grábrók umsjónarmaðurinn

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.