Hermes - 01.05.1969, Blaðsíða 18

Hermes - 01.05.1969, Blaðsíða 18
ára fullveldisafmælisins og jafnframt fimmtíu ára afmælis Samvinnuskólans. Var til þeirrar veizlu boðið íbúum Norðm’árdals, en heiðursgestir og aðalræðumenn voru þeir Guðmundur G. Hagalín og Guðbrandur Magnússon. Afmælishátíðin var haldin í marzmánuði, og var sú heimsókn mikið tilhlökkunarefni heimafólki eins og vænta má. Færðu þriðjubekkingar skólan- um að gjöf kvikmyndatökuvél með tilheyrandi tækjum. Nemendasambandið sendi hingað fulltrúa síð- ustu helgina í marz, um tuttugu manna hóp, og fræddu þeir okkur um ágæti sambandsins, héldu kvöldvöku, og öttu kappi við okkur í íþróttum. Er þess sérstaklega minnzt, hversu liðlega Nemenda- sambandsmenn léku knattspyrnuna. Hvanneyringar sóttu okkur heim og kepptu við okkur í íþróttum, og lauk þeirri viðureign með sigri heimamanna. Við fórum í nokkrar ferðir af staðnum, en merk- astar teljast Varmalandsför og heimsókn til KEA- ríkisins á Akureyri, sem var hvort tveggja í senn fróðleg og skemmtileg. Fararstjóri í þeirri ferð var Snorri Þorsteinsson. Margir fyrirlesarar hafa komið, og skal þar fyrstur nefndur Erlendur Einarssoon, en hann kom í byrjun aprílmánaðar og svaraði fyrirspurn- um nemenda um samvinnumál. Auk hans má nefna Hjalta Pálsson, Hjört Hjart- ar, Einar Olgeirsson og Sveinbjörn Beinteinsson. Á sl. hausti komu hingað fjórir ,,imgpólitíkusar“ og uppfræddu nemendur framhaldsskólanna í Borgarfirði um ágæti flokka sinna. Var þessi sam- koma haldin á vegum „Samstarfsnefndar fram- haldsskólanna í Borgarfjarðarhéraði," en til henn- ar var stofnað fyrir tveimur árum til þess að auka á félagsleg samskipti þessara skóla. Akademían stóð að hljómleikum í Borgarnes- kirkju í byrjun marzmánaðar. Lék þar hinn lands- kunni organleikari Haukur Guðlaugsson frá Akra- nesi á hljóðfæri kirkjunnar verk eftir ýmsa höf- unda. I þeirri hinni sömu ferð var okkur sýnd kvikmyndin „Ivan grimmi“ eftir Eisenstein. Stjórn Skólafélagsins efndi til samkeppni um gerð Skólafélagsmerkis. Allmargar tillögur bárust, en hlutskarpastur varð Hallgrímur Gíslason frá Gröf í Óspakseyrarhreppi, Strandasýslu. Einn atburður mun öðrum fremur verða til þess, að þessa skólaárs verður minnzt á spjöldum sög- unnar sem eins hins merkasta meðal nemenda. Er hann sá, að Grábrókarkonur hálfdrápu fyrir okk- ui inspectorinn. Er sú frásögn í stytztu máli á þá leið, að kven- félagskonurnar tóku hann höndum, máluðu í bak og fyrir, og trommuðu síðan með hann, bundinn á höndum og fótum, út að flaggstönginni á hlaðinu. Varð atburðurinn ekki uppgötvaður fyrr en ógur- leg öskur inspectors gáfu til kynna, að ekki var allt með felldu. Flykktist karlpeningurinn út, og tókst að leysa bandingjann, áður en honum yrði fórnað á altari Grábrókar. Hafa miklar umræður skapazt um þennan at- burð, og þykir mönnum nú sem dulunni sé að nokkru svipt af þeirri starfsemi sem kvenfélagið hefur á stefnuskrá sinni. Er nú allt kapp á það lagt af hálfu pilta að uppræta félagsskapinn, og hefur þegar nokkuð áunnizt að sagt er. Umsjónarmaður skólans er Þorleifur Sigurðsson frá Hafnarfirði. Hann hefir reynzt óvægið yfirvald, en réttsýnt og sanngjarnt. Mér þótti fara vel á því að reka endahnútinn á þennan frásöguþátt úr Bif-

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.