Hermes - 01.05.1969, Qupperneq 23

Hermes - 01.05.1969, Qupperneq 23
Kynnisferð að Bifröst Hin árlega kynningarferð NSS að Bifröst var far- in 29. og 30. marz. Farið var frá Umferðarmið- stöðinni með Sæmundi í Borgarnesi kl. 2 á laug- ardag. Að þessu sinni var hópurinn allstór, 15 gæðing- ar úr Reykjavík auk tveggja valkyrja og tveggja styrktarmeðlima af Akranesi, alls 19 manns. Að Bifröst var komið um sexleytið, og í kvöld- matnum var dælt í okkur eggjum og öðru góð- gæti, svo fjörið átti ekki að vanta. Brátt hófst kvöldvakan með sínum fræga „rútu- coctail“. Var það mál manna að sjaldan hefðu komið í slíka ferð jafn mörg skemmtimenni og nú. Nægir þar að nefna Áma Reynisson, Braga Ragn- arsson, Hjört Guðbjartsson, Ólaf Ottósson, Pálma Gíslason og Sigurð Geirdal, að öðrum ólöstuðum. Að kvöldvöku lokinni var dansað til kl. 1, að und- anskyldu því, að í ,,pásu“ fluttu þeir Árni & Co. „poppmessuna,“ sem gleymzt hafði á kvöldvök- unni. Ekki skal ég segja, hvort beðið var eftir því að klerkur færi heim. Síðan var gengið til sængur í leikfimisalnum, og var þar margt skrafað fram eftir nóttu. Laust fyrir kl. 11,00 hófst svo keppni í knatt- spyrnu, sem lyktaði 4:1 fyrir heimamenn. Þetta eina mark okkar kom þannig, að boltanum var stillt sérstaklega upp fyrir okkur rétt fyrir fram- an markið, svo þar var varla hjá því komizt að skora. Gestrisni Bifrastarmanna verður lengi í minnum höfð. Að loknum hádegisverði var keppt í skák og skildum við þar jafnir með 5 vinninga gegn 5. Einnig var keppt í langstökki og þrístökki án a'.rennu innanhúss. I langstökki sigraði NSS með 20:17 stigum, en Bifrastarmenn sigruðu NSS í þrístökki með sama stigafjölda. Um kl. hálf sex var siðan haldið heim á leið. Var að venju mikið fjör og mikið sungið á leiðinni í bæinn. Þegar í bæinn kom, fóru nokkrir beina leið í Laugardalshöllina til að sjá FH — Gumm- ersbech. Lauk þar velheppnaðri ferð, nema hvað nckkrir þátttakendur sáust síðla nætur koma út úr einu af glaumhúsum borgarinnar.

x

Hermes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.