Hermes - 01.05.1969, Qupperneq 24

Hermes - 01.05.1969, Qupperneq 24
Tvímenningskeppni N.S.S. 1969 Nýlega efndi N.S.S. til tvímenningskeppni í bridge 14 pör tóku þátt í keppninni og bendir sá þátt- takendafjöldi til þess að grundvöllur sé fyrir end- urreisn bridge-klúbbs á vegum Nemendasam- bandsins. Friðrik Ágúst Helgason: brldge þáttur Sigurvogarar í tvímenningskeppni NSS í bridge, þeir Friðrik Ág, Helgason til vinstri og Elías R. Helgason með verðlaunabikar, sen- þeir hlutu að launum. (Ljósm. Guðmundur Bogasoni Sigurvegarar í þessari keppni urðu þeir Elís R. Helgason og Friðrik Á. Helgason, hlutu 622 stig, sem verður að teljast yfirburðasigur, þar sem næstu pör hlutu 512 stig. Röð 5 efstu parana þessi: 1. Elís — Friðrik 622 stig 2.-3. Snæþór — Ólafur 512 stig 2.-3. Eiríkur — Eiríkur 512 stig 4. Pétur — Grímur 510 stig 5. Þorsteinn — Jörgen 500 stig Eg hefi verið beðinn um að gefa skýringar á vel- gengni okkar Elísar í þessari keppni, ef vera mætti öðrum til árangursauka. Ég mun að sjálfsögðu verða við þeirri ósk, enda þótt mér sé engan veg- inn ljúft að opinbera hernaðarleyndarmálið. I upphafi keppninnar var hamingjudísin okkur mjög hliðholl og fengum við þá góða ,,toppa“ (bridgemál). Þessi heppni hafði tvíþætt áhrif. — Stór hluti keppenda áleit að þarna væru á ferð svo góðir spilarar, að sigur gegn þeim væri óhugsandi —• afleiðing þess þankagangs var sú, að þeir spil- uðu undir styrkleika. Afgangur keppenda, sem vissu betur um styrkleika okkar sögðu að mínu viti of frekjulega á spilinn þ. e. þeir fóru að segja óeðlilega hraðar sagnir og lega spilana var þeim sjaldan hagstæð. Hræsnislaust verð ég því að viðurkenna að sig- urinn vannst því með mjög lítilli fyrirhöfn, sem leiðir hugann að því sem sagt hefur verið, að það gefi 60% árangur að segja eingöngu pass. Ég vil svo að endingu þakka stjórn N. S. S. fyrir að hafa efnt til þessarar keppni og óska þess um leið að hún verði endurtekin að ári liðnu. Undir þá ósk reikna ég með að hin 13 pör keppninnar taki, enda hyggja margir á hefndir. P. S. Mér að skaðlausu þarf hinsvegar ekki að efna framar til Framsóknarvistar.

x

Hermes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.