Hermes - 01.05.1969, Page 33

Hermes - 01.05.1969, Page 33
sem við leigðum fyrir 1000 kr. pr. mánuði fyrir ntan skemmtanaskatt. þá var bingóið ekki komið til sögunnar. eitt kvöldið telfdum við skák sem síðar birtist í TÍMANUM & hef ég með leyfi ritstjóra fengið rétt til að birta hana hér: hvítt: Pétur Odnýjarson svart: Sighvatur Ó’Brian 1. e4 2. e5 3. Rc3 4. b4 5. b5 6. a4 7. Df3 8. Bc4 9. Dh3 10. b6 11. Ke2 h6 e6 Rc6 De7 DdS Rxh6 g6 Rd4 Bg7 Rf3skák Dh4 JAFNTEFLI eftir þetta fluttum við af Ásvallagötunni og tók- um okkur á leigu kvistherbergi á Vesturgötu enda börnin öll komin á legg & það elzta yfirskúr- ingarkona hjá sambandinu. nótt eina þegar við vorum lagztir heyrðum við eitthvað dularfullt þrusk fyrir utan herbergið. ég þorði ekki annað en að fara framúr og aðgæta hvað þetta gæti ver- ið. kom þá í Ijós að þetta var ungur maður & var hann að leita að einhverri Ruth Johnson sem átti að eiga heima í þessu herbergi en ég sagði auð- vitað eins & var að hérna byggi eingin Ruth Johnson. kurteisi er mér í blóð borin enda hef ég oft fengið lof í lófa frá ýmsum mektarmönnum Nú verður gjört örstutt hlé á lestrinum. 2." kafli Pétur hefur gerzt grunsamlega hneigður til kvenna uppá síðkastið. eitt sinn er ég kom þreytt- ur heim úr blaðburðinum varð ég þess áskynja að eitthvað var öðruvísi en það átti að vera. Pétur var háttaður & kominn uppí bæli & þegar ég hafði snarað mér úr flíkunum & ætlaði að skella mér uppí til hans var mér meinaður aðgangur þá varð mér það ljóst hvað var að gerast.........reif sængina ofan af honum & kom þá í ljós-------- kvenmannsbelgur sem ég bar engin kennsl á ... . & hann káfandi á lærunum á henni ég hef veitt því gætur að Pétur hefur nokkrum sinnum gefið sig á tal við kvenmenn á undanförnum árum en ég hef alltaf álitið það græskulaust gaman. Pétur er nú giftur hún heitir Herdís og búa þau í Kefla- vík. „Talaðu íslenzkt erfðamál, ef þú gerir bögu hún á að geyma hjarta og sál í heila ævisögu". Hjálmar á Hofi

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.