Morgunblaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011
BAKSVIÐ
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Í hvítu og gráu lágreistu húsi í Graf-
arvogi liggur ilmur af mexíkóskum
mat í lofti. Litskrúðugar myndir og
jákvæð slagorð prýða veggi og innan
úr herbergi berst kliður frá ungling-
um sem eru að spila. Þarna er með-
ferðarstöðin Stuðlar til húsa. Stuðlar
hafa verið starfræktir í 15 ár og á
þeim tíma hafa hundruð ungmenna í
ýmsum vanda fengið þar sérhæfða
aðstoð og meðferð.
„Hingað kemur fjölbreyttur hópur.
Margir eru með ADHD eða einhvers
konar væg þroskafrávik, til dæmis
slakan mál- eða hreyfiþroska og það
er algengt að þau hafi verið í einhvers
konar neyslu. En fáir hafa verið í
þungri neyslu,“ segir Sólveig Ás-
grímsdóttir, forstöðumaður Stuðla.
Hún segir að krakkar með þroska-
skerðingar standi oft félagslega verr
að vígi en jafnaldrar þeirra. Því er
reynt að aðstoða þau við að taka þátt í
félagslífi og íþróttum á meðan þau
eru á Stuðlum og þau hvött til að
halda áfram eftir að dvölinni þar lýk-
ur. „Við erum líka að reyna að veita
þeim aðgang að heppilegri félagsskap
en þeim sem þau voru í,“ segir Sól-
veig.
Mörg barnanna eiga erfiða skóla-
göngu að baki. Að sögn Sólveigar hef-
ur það nokkrum sinnum gerst á
Stuðlum að þar hafi 14-15 ára ung-
lingar verið greindir með þroska-
hömlun. Þeir hafi þá þegar verið 8-9
ár í grunnskóla, en aldrei fengið neina
greiningu og þar af leiðandi ekki þá
aðstoð og kennslu sem þeir þurfa.
„Ég er hugsi yfir því að þroskahöml-
uð börn séu ekki í sérskólum og set
stundum spurningarmerki við þá
kennslu og umönnun sem þau fá í al-
mennum skólum.“
Sólveig segir að algengt sé að
krakkarnir á Stuðlum hafi upplifað
einhvers konar áföll sem setji mark
sitt á þau. Að mörgu er því að hyggja í
meðferðinni. „En við lögum þetta
ekki á tveimur mánuðum. Það sem
við erum fyrst og fremst að gera er að
minnka þjónustuþörf barnsins og
koma því þannig fyrir að það og fjöl-
skylda þess geti nýtt sér þau úrræði
sem eru í boði.“
Vilja skaða sig
Sólveig segist verða vör við ákveð-
inn vilja til að skaða sig hjá sumum
þeirra barna sem koma á Stuðla og að
slíkum tilvikum hafi fjölgað. „Sum
skaða sig vísvitandi með neyslu. Þau
vita alveg hvaða afleiðingar neyslan
getur haft, en þau þjást af vanlíðan,
sem getur brotist út í skeytingarleysi
um eigið líf. Það er erfitt að vinna með
fólk sem býr yfir virðingarleysi gagn-
vart sjálfu sér og öllu öðru. Kannski
er ástæðan sú að skeytingarleysi hef-
ur almennt aukist í samfélaginu, en
ég hef á tilfinningunni að þeim sem
líður illa líði verr nú en áður.“
Hvernig stendur á því að skjól-
stæðingar Stuðla eru að kljást við erf-
iðari vandamál þegar rannsóknir
sýna að börnum líður almennt betur á
Íslandi nú en fyrir kreppu? „Í svona
rannsóknum er verið að tala um með-
altalið, en við erum ekki með með-
altalið hérna,“ segir Sólveig. „Hópur-
inn sem kemur hingað hefur breyst
með nýjum meðferðarrúrræðum fyr-
ir börn og unglinga og núna koma
hingað aðallega þeir sem önnur úr-
ræði henta ekki.“
Brotið á börnunum
Að sögn Sólveigar er alltaf eitthvað
um að krakkar, sem koma á Stuðla,
hafi ekki gengið í skóla í nokkurn
tíma. Stundum hefur þeim verið vísað
úr skóla vegna vímuefnaneyslu eða
gruns um slíkt og dæmi eru um að
þau hafi verið án skólavistar í vikur
eða mánuði, þrátt fyrir að lög kveði á
um börn eigi ekki að vera án skóla-
vistar í meira en tvær vikur. „Þeim er
vísað úr skóla og það á að finna þeim
úrræði, en stundum gengur það ekki
upp. Sumum er komið fyrir úti á
landi, en flosna líka upp úr skóla þar.
Þannig að það er oft mikið rótleysi á
þessum krökkum og það er klárlega
brotið á þeim með því að útvega þeim
ekki skólavist.“
Getum ekki læst þau inni
Brotthlaup af Stuðlum og öðrum
meðferðarstofnunum fyrir unglinga
virðast nokkuð tíð, a.m.k. berast oft
fréttir af slíku. Sólveig segir að vissu-
lega sé neikvætt þegar barn ákveður
að hlaupast á brott, en mikilvægt sé
að veita stuðning og gera það sem
hægt sé til að hindra að þetta end-
urtaki sig. „Við getum ekki læst þau
inni. Meðferð sem byggir á innilokun
gagnast lítið, því að einhvern tímann
þarf að hleypa fólki út og hvað gerist
þá? Það er hluti af meðferðinni að
hrasa og standa upp aftur og við
byggjum ekki upp traust hjá krökk-
unum ef við erum alltaf að loka þau
inni.“
Krakkarnir á Stuðlum
Hafa upplifað áföll og brottrekstur úr grunnskóla Margir með þroskafrávik
Starfsfólk fær stundum skelfilegar hótanir Líðan krakkanna verri nú en áður
Morgunblaðið/Golli
Stuðlar Krakkar sem koma á Stuðla þurfa á margvíslegri meðferð að halda. Einn liður í starfinu er þjálfun félagsfærni og sjálfsstjórn. Nokkuð hefur verið
fjallað um brotthlaup unglinga af Stuðlum og öðrum meðferðarstofnunum og ofbeldi gagnvart starfsfólki, en slíkt er fátítt og heyrir til undantekninga.
„Í dag virðast
margir krakkar
sem koma til okk-
ar vera nokkuð
meðvitaðir um
skaðsemina af
fíkniefnaneyslu
og þær hættur
sem henni fylgja.
En þeim virðist
bara vera alveg
sama,“ segir
Brynhildur Jensdóttir, ráðgjafi í
Foreldrahúsi, sem rekið er af sam-
tökunum Vímulaus æska. Í For-
eldrahúsi er boðið upp á ýmsa þjón-
ustu fyrir börn og unglinga ásamt
ráðgjöf og stuðningi fyrir alla fjöl-
skylduna.
Hún segir að ráðgjafar Foreldra-
húss standi frammi fyrir ungmenn-
um sem tilheyra því sem hún kýs að
kalla „Generation ME“ eða „Ég-
kynslóðin.“
„Þær forvarnir sem nú er verið að
nota duga ekki. Það er stækkandi
hópur sem er bara alveg sama, þau
þekkja afleiðingarnar, en eru tilbúin
að taka áhættuna. Þetta er sú breyt-
ing sem við unglingaráðgjafarnir í
Foreldrahúsi erum að sjá núna,“
segir Brynhildur.
Hún segir að hingað til hafi sterk-
ustu rökin í forvarnastarfinu verið
að benda unglingum á afleiðingar
neyslunnar. „Það eina sem skiptir
þau máli er að víman er góð. Þetta er
mikil viðhorfsbreyting.“
Forvarnir hefjist fyrr
En hvernig er hægt að vinna að
forvörnum fyrir fólk sem hefur til-
einkað sér slíkt hugarfar? „Í fyrsta
lagi á ekki að byrja með forvarnir á
unglingsárunum, þær eiga að byrja
miklu fyrr. Það þarf í rauninni að
stoppa þau löngu áður en þau byrja
og það þarf að efla foreldra við að
takast á við þetta.“
Brynhildur segir að foreldrar séu
langöflugasta forvörnin. „Krakkar
vilja ást, rútínu og aga, flestir for-
eldrar gera sitt besta en sumir þurfa
aðstoð. En forvarnir eiga ekki ein-
göngu að snúast um að messa yfir
þeim hvað fíkniefni séu hættuleg,
forvarnir eiga að styrkja krakkana í
að vera þau sjálf og að standa með
sjálfum sér þannig að fíkniefni verði
aldrei möguleiki í þeirra lífi,“ segir
Brynhildur.
Hún segir að til þess séu margar
leiðir, til dæmis standi Foreldrahús
fyrir sjálfsstyrkinganámskeiði fyrir
foreldra og að hægt sé að fá slík
námskeið í skóla.
En er þetta ekki hugarfar sem
hefur einkennt unglingsaldurinn alla
tíð; að finnast að ekkert geti komið
fyrir mann? „Jú, að vissu leyti,“ seg-
ir Brynhildur. „En þetta er meira
áberandi núna í tengslum við neyslu
og við höfum áhyggjur af þessu.“
Vímulaus æska
Vita af skaðsemi en
hunsa hættuna
Er ég-kyn-
slóðinni al-
veg sama?
Á Stuðlum er neyðarvistun þar sem barna-
verndarnefndir eða lögregla, í samráði við
barnaverndarnefnd, geta vistað ungling vegna
óupplýstra afbrota eða neyslu. Hámarksvist-
unartími er 14 dagar og er vistunin hugsuð
sem gæsla á meðan verið er að greiða úr mál-
um unglingsins. Neyðarvistunin er á sér-
stökum gangi og þar er pláss fyrir fimm.
Þarna eru öll húsgögn vandlega fest niður. Í
herbergjunum er ekkert sem hægt er að
skrúfa í sundur eða losa og hátt er til lofts svo
að ekki sé hægt að brjóta ljósin. Fyrir framan
gluggana eru rimlar. Í sameiginlegri setustofu
er flatskjár á bak við plexiglerplötu, annars
hangir ekkert á veggjum og þarna eru engir
lausamunir. Það er ástæða fyrir þessu. Stund-
um skapast hættuástand á deildinni, síðast
gerðist það síðustu helgi þegar þrír unglingar
brutu sófa á deildinni og ógnuðu starfs-
mönnum með fótum hans og gormum úr hon-
um. Að sögn Böðvars Björnssonar, deildar-
stjóra neyðarvistunar, skapaðist alvarlegt
ástand og var fólki verulega brugðið. „Þetta
gerist ekki oft, en við höfum upplifað svipað
áður, því miður.“ Hann segir að til standi að
endurskoða fyrirkomulagið með það í huga að
fjölga á tilteknum vöktum.
Að sögn starfsfólks gerist það stundum að
því sé hótað. „Það er eiginlega verra en að
lenda í átökum,“ segir starfsmaður. Hann
nefnir sem dæmi að starfsmanni hafi verið hót-
að að barnungum dætrum hans yrði nauðgað
og að ítrekað hafi því verið hótað að siga
glæpahópum á starfsfólkið. Allir leggja þó
áherslu á að slíkt teljist til undantekninga.
Sólveig segir að ekki sé mikið um manna-
breytingar á Stuðlum. „En þetta er erfitt starf
og við gerum fólki grein fyrir því að til átaka
gæti komið og að það verði að geta komið í veg
fyrir að börnin skaði sjálf sig eða aðra. En það
gerist ótrúlega sjaldan og ég held að það sé
fyrst og fremst vegna þess að starfsfólkið hef-
ur góða tilfinningu fyrir því ef eitthvað er í
uppsiglingu. Oftast er mjög skemmtilegt
hérna og yfirleitt allt í friði og spekt.“
„Oftast friður, en átök geta brotist út“
Hættuástand hefur skapast á neyðarvistun Stuðla Lítið er um starfsmannabreytingar
Morgunblaðið/Golli
Unglingur Stundum gerist það að starfsfólki á
neyðarvistuninni á Stuðlum sé hótað.
Viðhorf samfé-
lagsins til starf-
semi á borð við
þá sem fram fer
á Stuðlum
skiptir miklu
máli, en því
miður skortir
nokkuð á, að
sögn Sólveigar.
Hún segir að á tíðum hafi fjöl-
miðlaumfjöllun gefið ranga mynd
af starfseminni og oft sé einblínt
á það sem aflaga fari í stað þess
að geta þess sem vel er gert.
„Það vill enginn tala við okkur
þegar vel gengur,“ segir hún.
Sólveig segir miklu máli skipta
fyrir börnin á Stuðlum að hafa
fjölbreytt viðfangsefni í tóm-
stundum sínum, en oft skorti
ýmsan efnivið og tæki.
„Við höfum fengið mikinn
stuðning frá Lions-hreyfingunni
og þau hafa verið svo rausnarleg
að gefa okkur ýmislegt. Að öðru
leyti eru ekki margir sem styðja
okkur. Við erum þjónustustofnun
fyrir börn og foreldra þeirra og
við erum að taka við börnum sem
enginn annar vill hafa. Líklega er-
um við ekki þetta týpíska gælu-
verkefni.“
Ekki týpískt
gæluverkefni
STUÐNINGUR MIKILVÆGUR
Sólveig
Ásgrímsdóttir