Morgunblaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 10
Á safnarasýningu Upplits verður meðal annars hægt að skoða gömul lækningatæki, fingurbjargir og miða af sardínudósum svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Það er Upplit, Menning- arklasi uppsveita Árnessýslu, sem stendur fyrir sýningunni en hún fer fram í Félagsheimilinu á Flúðum næstkomandi laugardag. Vilja opna umræðuna „Upplit, Menningarklasi uppsveita Árnessýslu eru grasrótarsamtök sem standa fyrir mánaðarlegum uppá- komum. Í vor datt okkur í hug að safna saman gripum frá fólki sem ætti einkasöfn. Söfnunin er oft dálít- ið prívat en með þessu viljum við gefa söfnurum færi á að hittast og opna umræðu um söfnun. Fólk var al- veg til í að sýna söfnin sín eftir að við útskýrðum fyrir því að við værum ekki endilega að leita að stórtækum söfnurum heldur frekar einhverju sem væri óaðskiljanlegt við fólk,“ segir Skúli Sæland, annar sýning- arstjóri sýningarinnar. Dýrin hugleikin Nú hafa þegar rúmlega 20 safnarar boðað komu sínu og segir Skúli að þeir verði vonandi fleiri en sumir koma með fleiri en eitt safn. Meðal safnaranna er stórtækur pennasafn- ari. Hann hefur safnað pennum árum saman og á nú á bilinu 30-40.000 penna. Annari safnari er kona sem mun sýna safn af miðum af norskum sardínudósum. Þeim safnaði hún mikið sem krakki en Skúli segir að fæstir hendi söfnunum sem þeir hafi byrjað á. Hann segir nokkuð áberandi í þessum söfnum vera eitthvað sem tengist dýrum, t.d. fuglum og hest- um. Þau virðist fólki hugleikin, en sjálfur ætlar Skúli að sýna litlar vín- flöskur sem hann hefur safnað í gegnum árin. Morgunblaðið/Jim Smart Frímerkjasafn Sýningunni er ætlað að leiða saman safnara og opna fyrir umræðuna um söfnun. Morgunblaðið/Jim Smart Skrautlegar Fingurbjargir verða til sýnis, þó ekki nákvæmlega þessar. Morgunblaðið/Sverrir Söfn Fólk safnar ýmis konar hlutum að sér, allt eftir áhuga hvers og eins. Safnarasýning á Flúðum Söfnun er oft dálítið prívat 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég var stödd hér inni í þessari yndislegu málstofu, umvafin göml- um bókum og handritum, þegar hrunið reið yfir land og þjóð og hugsaði með mér: Þetta er senni- lega öruggasti staðurinn til að vera á við þessar aðstæður, því hér heldur allt verðmæti sínu. Við eig- um þó alltaf þetta,“ segir Eva María Jónsdóttir sem leggur stund á meistaranám í miðaldafræðum. Nýlega kom út bókin Dans vil ég heyra, sem er afrakstur samstarfs Evu Maríu og Óskars Jónassonar. Bókin sú geymir sagnadansa og lausavísur handa börnum sem Eva María fann í fornum íslenskum rit- um. Um myndskreytinguna sá Ósk- ar. „Þetta þótti afskaplega óprakt- ískt nám en ég hef aldrei fengið jafn margar viðskiptahugmyndir eins og eftir að ég byrjaði í mið- aldafræðunum. Þetta er bara byrj- unin.“ Amma hélt að henni ljóðum Eva María segir að sennilega megi rekja áhuga hennar á rímum og kveðskap til þess að í uppvext- inum hafi amma hennar Ingibjörg Snæbjörnsdóttir séð um að halda að henni ljóðum og kvæðum. „Þetta voru Davíð Stefánsson, Steinn Steinarr, Þórbergur, Tómas og fleiri aðgengileg ljóðskáld. Þegar ég sjálf komst á barneignaaldur þá fékk ég áhuga á að kveða fyrir börn. Ég kvað fyrir frumburðinn minn hana Matthildi og henni fannst það sjálfsagt og eðlilegt, án þess að ég væri eitthvað með þetta á heilanum. Ef við vorum kannski á leið yfir Breiðafjörð þá kvað ég eitthvað fyrir hana sem ég kunni um þann fjörð og ef við gengum framhjá fallegum læk þá kvað ég kannski vísu um læk. Ég kann samt ekkert mikið, mér finnst þetta bara skemmtileg dægradvöl og dætur mínar kunna heilmikið að kveða, alveg ómeðvitað, þetta hefur síast inn. Þær söngla stundum fyrir sjálfar sig, rétt eins og önnur börn.“ Hún segir að sagnakvæðin hafi sennilega verið algeng skemmtun á sínum tíma. „Hugmynd mín að bók var alltaf sú að þetta yrði fyrir börn, því þau eru opin fyrir öllu sem er skemmtilegt, hvaðan sem Eins og að læra að lesa upp á nýtt Hún hefur óbilandi áhuga á miðaldafræðum og hefur tekið forna sagnadansa og gert þá aðgengilega í bók fyrir börn. Hún segir börn vera opin fyrir öllu sem er skemmtilegt, hvaðan sem það komi. Hún telur að gott geti verið að hræða börn í góðu hófi heima hjá sér til að búa þau undir lífið. Svo þau verði ekki berskjölduð. Morgunblaðið/Kristinn Gull Eva María á málstofunni með Fornkvæðabók Gissurar Sveinssonar. Þeir sem hafa hug á að búa til sín eig- in jólakort ættu nú að fara að huga að slíku enda getur slík gerð tekið nokk- urn tíma. Víða á netinu má finna þægilegar leiðbeiningar og á youtube er að finna ýmiss konar kennslu- myndbönd. Í myndbandinu sem slóð- in vísar á hér að ofan er sýnt hvernig megi búa til einföld jólakort. Skref fyrir skref er sýnt hvernig best er að klippa niður pappír í kortið og útbúa síðan litríka pappírsrenninga og klippa út jólatré til að skreyta kortið með. Líma þetta síðan saman þannig að úr verði fallegt kort. Maður þarf jú ekki endilega að búa til alveg eins en það getur verið fínt að horfa á svona myndbönd til að fá góðar hugmyndir. Svo er bara að byrja nógu snemma svo maður hafi nú líka tíma til að skrifa á öll kortin og lendi ekki í stressi við að koma þeim í póst í tæka tíð. Vefsíðan www.youtube.com/watch?v=9CBRe0TDypg&feature=related Sæt Alls konar skemmtileg kort er hægt að búa til eða kaupa fyrir jólin. Auðveld kortagerð frá a til ö Félag þjóðfræðinga á Íslandi stendur á fimmtudaginn fyrir hádegisfyrirlestri í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Er þetta annar fyrirlesturinn í fyrir- lestraröð vetrarins þar sem þjóðfræðinemar kynna lokaritgerðir sínar. Að þessu sinni stígur Eiríkur Valdimarsson í pontu en í MA-ritgerð sinni fjallar hann um alþýðlegar veðurspár Íslendinga fyrr á öldum og í samtímanum. Saga íslenskra veðurspáa er rakin frá og með eldri rituðum heimildum og þannig skoðað hve mikil áhrif veður hefur öldum saman haft á menningu og afkomu Íslendinga. Fyrirlesturinn er opinn fyrir alla og er haldinn í Þjóðminjasafni Íslands. Endilega … … kynnið ykkur áhrif veðursins Morgunblaðið/Ernir Kvöldsól Saga íslenskra veðurspáa verður rakin í hádegisfyrirlestri á morgun. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.