Morgunblaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011
Nei, við grétum úr
hlátri við Rúnar 32 »
Ingibjörg Birg-
isdóttir verður
listamaður Jóla-
dagatals Nor-
ræna hússins í
ár. „Við væntum
mikils af henni,“
segir Helga Við-
arsdóttir, mark-
aðsstjóri Nor-
ræna hússins.
„Þetta er upp-
rennandi listamaður sem á eftir að
heilla okkur mikið í framtíðinni.“
Hefð hefur skapast fyrir því að
Jóladagatal Norræna hússins sé í
höndum ungs og upprennandi lista-
manns. Dagatalið er framleitt í
einu eintaki og hangir uppi í and-
dyri Norræna hússins í desem-
bermánuði. Dagana 1.-23. desem-
ber er einn gluggi á dagatalinu
opnaður stundvíslega kl. 12.34 og
þá kemur í ljós hvaða atriði verður
flutt í sal Norræna hússins. Á und-
an hverju atriði er boðið upp á óá-
fengt jólaglögg og piparkökur. Líkt
og síðustu ár verður aðgangur
ókeypis
Ingibjörg útskrifaðist frá
Listaháskóla Íslands árið 2006.
Hún hefur hannað plötuumslög fyr-
ir Sóleyju Stefánsdóttur, Múm,
Seabear, Jónsa og Ísafold, ásamt
því að leikstýra fjölmörgum teikni-
myndum fyrir innlenda tónlist-
arhópa. Hún er meðlimur í hljóm-
sveitinni Seabear.
Desember Jóladagatal Norræna
hússins er opnað daglega kl. 12.34.
Heillandi
listamaður
Ingibjörg Birgisdóttir
sér um Jóladagatal
Norræna Hússins í ár
Ingibjörg
Birgisdóttir
Fjöllistamaðurinn Ketill Lar-
sen sýnir málverk og ljóð á
Mokka. Verkin minna á tilvist
framandi heima þar sem finna
má framandi hluti í blómum
skreyttu landslaginu, gjarnan
teiknaða með gylltum lit, svo
sem fljúgandi geimskip,
kirkjur og fleira. Mikil hlýja og
lífsgleði eru aðalsmerki mynd-
anna að sögn sýningarhaldara.
Ketill hóf að mála um 1970
og hefur sýnt víða hér heima auk þess sem verk
hans hafa verið sýnd m.a. í Danmörku, Fær-
eyjum, Afríku og á Ítalíu. Sýningin er opin milli
kl. 9 og 18.30 og stendur til 17. nóvember nk.
Myndlist
Ketill Larsen
sýnir á Mokka
Ketill
Larsen
Leyningur nefnist sýning Sigríð-
ar Helgu Hauksdóttur sem
verður opnuð í rauða salnum í
Reykjavík Art Gallery föstudag-
inn kemur kl. 17. Feluleikurinn
er Sigríði hugleikinn og leikur
hún sér með mynd í myndinni,
og hvernig hið sýnilega fléttast
við það sem má helst ekki sjást.
Hún málar olíu á striga þar sem
persónan, teikningin, liturinn og
línan vinna saman við það að
spinna þræði og vefa mynd sem veitir augnabliks
innsýn í margslunginn heim tilfinninga og tilviljana.
Sýningin stendur til 27. nóvember og er opin virka
daga milli kl. 10 og 18 og um helgar milli kl. 12 og 18.
Myndlist
Feluleikurinn
til skoðunar
Sigríður Helga
Hauksdóttir
Hildur Jónsdóttir bókbindari
kynnir marmoreringu á pappír
í Gerðubergi í kvöld milli kl. 20
og 22. Marmorering er æva-
forn aðferð til þess að búa til
skrautlegan pappír. Aðferðin
felst í því að láta dropa af olíulit
falla í bakka með fljótandi
vökva og mynda þannig mynst-
ur ýmist með því að láta litina
sjálfa dreifa sér eða draga þá
til með áhöldum. Hildur mun
sýna gestum hvernig marmorering fer fram auk
þess að vera með sýnishorn af tilbúnum pappír,
bókum og öðrum verkum þar sem pappírinn er
notaður. Aðgangur er ókeypis.
Handverk
Listin að marmo-
rera pappír
Hildur
Jónsdóttir
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Sagan hefst á því að illa útleikið lík
finnst á afskekktum stað rétt hjá
Grettislaug í Skagafirði,“ segir Ragn-
ar Jónasson, rithöfundur og lögfræð-
ingur, um nýjustu bók sína Myrk-
nætti sem nýverið kom út. Sem fyrr
er það lögreglumaðurinn Ari Þór
Arason sem rannsakar glæpinn, en
bókin er sjálfstætt framhald af
Falskri nótu og Snjóblindu. „Þeir
sem lesið hafa fyrri bækurnar njóta
þess auðvitað að þekkja persónurnar
betur, en ég passa mig á því að láta
þessa bók standa alveg sjálfstætt,“
segir Ragnar, en meðal nýrra að-
alpersóna sem hann kynnir til leiks er
reykvíska sjónvarpsfréttakonan Ísr-
ún, sem sýnir morðmálinu mikinn
áhuga og heldur norður í leit að upp-
lýsingum um morðið og hinn myrta.
„Fljótt kemur í ljós að hún býr yfir
ákveðnum leyndarmálum,“ segir
Ragnar dularfullur og tekur fram að
hann sé þegar farinn að leggja drög
að sjálfstæðu framhaldi af Myrknætti
og gerir ráð fyrir að Ísrún verði þar
með líka.
Aðspurður segist Ragnar varla
muna eftir sér öðruvísi en skrifandi.
„Ég skrifaði mína fyrstu glæpasögu
mjög ungur og á hana enn uppi í skáp
óútgefna,“ segir Ragnar og tekur
fram að hann nýti hverja lausa stund
til þess ýmist að hugsa um næstu
skáldsögu, punkta hjá sér hugmyndir
eða sitja við skriftir. „Þetta krefst
mikils skipulags, en mér líður hálfilla
ef ég næ ekki bæði að lesa smávegis
og skrifa á hverjum einasta degi.“
Spurður hvað hann hafi að leið-
arljósi í skrifum sínum segir Ragnar
það vera þrennt. „Mér finnst mik-
ilvægt að umhverfið og andrúmsloftið
í bókinni sé sterkt og þess vegna hef-
ur mér fundist skemmtilegt að láta
bækur mínar gerast á Siglufirði, það-
an sem ég er reyndar ættaður. Í öðru
lagi vil ég sem gamall þýðandi
Agöthu Christie-bóka halda í þá hefð
að koma lesendum á óvart með sögu-
lokunum. Og í þriðja lagi finnst mér
áhugavert að halda mig við norrænu
hefðina í glæpasagnaskrifum þar sem
maður tekur á samfélagslegum
vandamálum og veltir fyrir sér
spurningunni hvers vegna glæpir séu
framdir.“
Vill koma lesendum á óvart
Myrknætti er
þriðja bók Ragn-
ars Jónassonar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Áhrifamikið „Mér finnst mikilvægt að umhverfið í bókinni sé sterkt,“ segir
Ragnar sem hefur því valið Siglufjörð sem aðalsögusvið bóka sinna.
Snjóblinda, önnur bók Ragn-
ars, kom nýverið út á þýsku og
nefnist Schneebraut eða Snjó-
brúður.
Fjallað var um hana í Spie-
gel online á dögunum og þar
sagði m.a. „Velheppnuð flétta,
sígild morðgáta þar sem heill
leikflokkur liggur undir grun.
Og þegar upp er staðið var
það ekki neinn sem maður var
með á listanum. Hvað vill mað-
ur meira?“
Að sögn Ragnars hafa við-
tökur í Þýskalandi komið hon-
um skemmtilega á óvart, en
hann sótti bókastefnuna í
Frankfurt í október sl. þar sem
Schneebraut var meðal annars
til kynningar hjá þýska útgáfu-
risanum Fischer.
Sígild morðgáta
SNJÓBLINDA Á ÞÝSKU
Það er ekkert grín að spilaBasie þó að aðalsmerki tón-listarinnar sé einfaldleik-inn. Basie sat gjarnan úti í
sal er sveitin renndi yfir útsetningar
og félli ekki eitthvað að smekk hans
var því umsviflaust ýtt til hliðar. Fyr-
irstríðsband Basie var magnaðasta
stórsveit djasssögunnar sé Ellington
undanskilinn, en eftirstríðsárin ekki
eins litrík þó að margt væri þá frá-
bærlega gert, ekki síst þegar Neal
Hefti hélt um pennann. Að þessu
sinni lék Stórsveitin verk eftir
Sammy Nestico. Öll lögin níu af „Bas-
ie Straight ahead“ frá 1968 „The
plunger“ þar sem Samúel Jón fór á
kostum a la Al Grey með dempara á
básúnunni og þrjú lög af fyrstu stór-
sveitarskífu Basie fyrir Pablo frá
1975, er Nestico hafði náð betra valdi
á að skrifa fyrir Basie. Svo var út-
setning Nestico á Sweet Georgia
Brown leikin og Snorri Sigurðarson
kraftmikill á trompetinn. Það var
flott að heyra eitt lag sem Nestico
hafði ekki samið því hann er ekki lit-
ríkt tónskáld, sem best heyrðist í
„That warm feeling“ samið í anda
„Li’l darlin’“ Heftis.
Auðvitað var það ekki kraftur Bas-
ie-bandsins, sem negldi mann oft
fastan við sætið, eða léttleiki hryn-
sveitarinnar sem fékk mann til að
svífa himnum ofar til staðar í leik
sveitarinnar, en hrynurinn var flottur
og sveitin vel samspiluð og hef ég
ekki heyrt þessum verkum gerð betri
skil utan Basie-hirðarinnar. Sigurður
Flosason er orðinn flottur stórsveit-
arstjórnandi og gaman var að sveitin
var órafmögnuð utan gítar og bassa
lyft og hljómaði fautavel í Kaldalón-
inu.
Hér er ekki rými til að geta ein-
stakra sólista, en ekki verður látið hjá
líða að hrósa frábærum sóló Jóels í
Lockjaw-glansinum „Magic flea“ eða
flygilhornsóló Birkis Freys í „Freckle
face“. Hið harða og mjúka mættist
svo á basieískan hátt í víxlleik ten-
óranna Jóels og Ólafs, Jói Hjörleifs
var ekta kraftgjafi á trommurnar og
Kjartan persónulegur að vanda þó að
Basie væri nálægur í anda.
Kjartan Valdimarsson er líka í að-
alhlutverki á „Haki“-skífu Stórsveit-
arinnar er út kom á djasshátíð, en þar
á hann þrjú verk, Agnar Már Magn-
ússon tvö og Hilmar Jensson einnig.
Það er Nikolaj Bentzon sem stjórnar
sveitinni á skífunni og sömu hljóð-
færaleikararnir og á tónleikunum
nema Steinar Sigurðarson á barí-
tonsax í stað Kristins, Pétur Grét-
arsson á slagverk og Agnar Már á pí-
anó í sínum verkum. Ég skrifaði um
þrenna tónleika Stórsveitarinnar þar
sem verk þessara tónskálda voru flutt
undir þeirra stjórn, en þarna er spila-
mennskan magnaðri og sveitin klikk-
ar hvergi undir öruggri stjórn Bent-
zons. Verkin eru nútímaleg og langt
frá heimi Basie, en sérdeilis áhuga-
verð og ættu allir aðdáendur Stór-
sveitarinnar að eignast skífuna. Það
er dulúð í „Sjúbbí dú“ Agnars og sóló-
ar þar djass af bestu sort ekki síður
en í „Steik“ sama höfundar þar sem
töfrandi ryþmísk flétta sameinast
boppskotnu brassi. Í „Kleifum“ Hilm-
ars byggir hann upp rymíska spennu
með síendurteknum stefjum, ekki
ólíkt og í mörgum verkum sínum fyr-
ir minni sveitir en „Letta“ er ballaða
af betri gerðinni þó að hún hefði aldr-
ei komist á efnisskrá Basies. Kjartan
á þrjú verk. Hið balkanskotna „Aust-
urver“ með fínum klezmerklarinettu-
sóló Gröndals, „Sálumessu“ í anda
nútíma „tónskáldatónlistar“ sem Sig-
urður Flosason gefur bláan blæ og
„Svar án spurningar“ sem gæti verið
að tónskáldatónlist og djasstónlist
séu samstæður eins og Gunni Sveins
orðaði það. Vel spiluð og áheyrileg
skífa.
Kaldalón Hörpunnar/
Geisladiskur
Stórsveit Reykjavíkurbbbbn
Einar Jónsson, Birkir Freyr Matthías-
son, Kjartan Hákonarson og Snorri Sig-
urðarson á trompeta; Einar Jónsson,
Samúel Jón Samúelsson og Stefán Óm-
ar Jakobsson básúnur; David Bobroff
bassabásúnu; Stefán S. Stefánsson, Jó-
el Pálsson, Ólafur Jónsson, Haukur
Gröndal og Kristinn Svavarsson saxó-
fónar og flautur, Kjartan Valdemarsson
píanó, Eðvarð Lárusson gítar, Gunnar
Hrafnsson bassa og Jóhann Hjörleifs-
son trommur. Stjórnandi: Sigurður
Flosason. Laugardaginn 29.10. 2011.
VERNHARÐUR
LINNET
TÓNLIST
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stórsveitin Hrynurinn var flottur og gott samspil á tónleikum.
Sveifla og stríðari hljómar