Morgunblaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 16
Reuters
Slæmar horfur Óvissa vegna Grikklands hélt
áfram að skekja fjármálamarkaði í gær.
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Skjálftavirkni á fjármálamörkuðum fer á ný vax-
andi en ákvörðun grísku ríkisstjórnarinnar um að
efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um skilyrði síðustu
efnahagsáætlunar Evrópusambandsins leiddi til
verulegrar lækkunar á hlutabréfamörkuðum í
gær. Ákvörðunin er talin festa í sessi óvissu um
framkvæmd síðustu björgunaráætlunar ESB
vegna skuldakreppunnar á evrusvæðinu, sem til-
kynnt var um í síðustu viku, og óttast er að hún
muni leiða til þess að ekki verði hægt að afstýra
allsherjargreiðslufalli gríska ríkisins.
Dax-vísitalan í kauphöllinni í Frankfurt féll um
tæp 5% í viðskiptum í gær en rétt eins og í öðrum
kauphöllum á meginlandinu voru það lækkanir á
gengi í hlutabréfum banka og fjármálafyrirtækja
sem stýrðu gangi mála. Þannig féll gengi hluta-
bréfa í Deutsche Bank og Commerzbank um
meira en 9% í gær. Gengi hlutabréfa stóru frönsku
bankanna féll einnig umtalsvert í kauphöllinni í
París en efnahagsreikningar þeirra eru afar ber-
skjaldaðir gagnvart verðfalli grískra ríkisskulda-
bréfa. Gengi hlutabréfa í Société Générale féll til
að mynda um rúm 16% í viðskiptum gærdagsins.
Greinileg merki óróans mátti sjá á mörkuðum
með ríkisskuldabréf evruríkjanna. Ávöxtunar-
krafan á ítölsk ríkisskuldarbéf fór vel yfir 6% í
gær en sérfræðingar á markaði telja fjárhag
ítalska ríkisins ekki standa undir slíkum fjár-
magnskostnaði til lengdar. Þá lækkaði gengi evr-
unnar markvert gagnvart Bandaríkjadal á gjald-
eyrismörkuðum.
Ókyrrð á mörkuðum
Vaxandi óvissa á mörkuðum vegna óvænts útspils
grískra stjórnvalda Hlutabréf banka lækka mikið
16 FRÉTTIRViðskipti/Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Framkvæmdastjóri Baldur
Björnsson í Múrbúðinni.
Icelandair leitaði hvorki eftir tilboð-
um frá Múrbúðinni né Byko í
tengslum við umfangsmiklar breyt-
ingar á hóteli sínu á Akureyri í vor.
Þetta kom fram í erindi Baldurs
Björnssonar, framkvæmdastjóra
Múrbúðarinnar, á opnum fundi um
samkeppnisáhrif eignarhalds banka
á fyrirtækjum í gær. Auk Baldurs
hélt Jón Steinn Elíasson, fram-
kvæmdastjóri Toppfisks, tölu um
samkeppnisstöðuna í sjávarútvegi.
Baldur sagði að við hótelfram-
kvæmdir Icelandair á Akureyri virt-
ust hafa verið send skilaboð til verk-
takanna sem unnu að verkinu að
kaupa allt efni í Húsasmiðjunni.
Framtakssjóðurinn á Húsasmiðjuna
og hlut í Icelandair, og Landsbank-
inn á í Framtakssjóðnum. Baldur
sagði þetta vera eitt dæmi um hvern-
ig aðkoma bankanna skekkti sam-
keppnisstöðuna á markaði í dag.
Ennfremur sagði Baldur að sér virt-
ist sem Reitir, fasteignafélag Lands-
bankans, verslaði eingöngu við
Húsasmiðjuna og að félagið hefði
ekki leitað til Múrbúðarinnar eftir
tilboðum í viðskipti. Hann taldi litlar
líkur á því að Samkeppniseftirlitið
gæti beitt sér í slíkum málum þar
sem erfitt kynni að vera sanna að-
samkeppnisbrot hefðu verið framin.
ornarnar@mbl.is
Ekki leitað eftir tilboðum
Segir viðskiptum Icelandair hafa
verið beint til Húsasmiðjunnar án útboðs
Stuttar fréttir ...
● Skuldatryggingarálag á ríkissjóð Ís-
lands hefur hækkað nokkuð á síðustu
dögum og stóð í lok mánudags í 300
punktum (3,00%) samkvæmt gögnum
úr Bloomberg-gagnaveitunni.
Á árinu hefur álagið farið hæst upp í
330 punkta sem var í byrjun október
en lægst niður í 200 punkta sem var
snemma í júní. Að jafnaði hefur álag rík-
issjóðs verið 260 punktar á árinu.
Skuldaálagið upp á við
● Hæsta tilboðið,
sem barst í hlut
skilanefnda
Landsbankans og
Glitnis í bresku
verslunarkeðjunni
Iceland, er sagt
vera upp á 1,3 millj-
arða sterlings-
punda eða 273
milljarða króna
Þetta kom fram í breska blaðinu Mail on
Sunday um helgina. Fjárfestar hafa nú
lagt inn tilboð í fyrstu umferð á sölu
67% hlut skilanefndar Landsbankans
og 10% hlut skilanefndar Glitnis á Ice-
land en þrotabúin fengu hlutabréfin í
verslunarkeðjunni í sinn hlut við gjald-
þrot Baugs Group á sínum tíma.
Hæsta tilboðið í Iceland
273 milljarðar króna
Landsbankinn
● Bandaríska blaðið The New York
Times fullyrti í gær að eftirlitsaðilar
rannsaki nú hvort hundruð milljóna
bandaríkjadala hafi horfið sporlaust úr
bókum MF Global rétt áður en fyr-
irtækið lýsti sig gjaldþrota á mánudag.
Í ljós kom að upphæðirnar var ekki að
finna í bókum MF Global-fyrirtækisins
þegar var verið að ganga frá sölu þess
til annars verðbréfafyrirtækis um
helgina. Í kjölfarið varð ekkert af við-
skiptunum. Salan hefði afstýrt gjald-
þrotinu en það hefur valdið töluverðum
titringi á mörkuðum vestanhafs.
Rannsókn hafin í kjölfar
gjaldþrots MF Global
og birgðastöðvar skipti máli.
Guðmundur varar hins vegar við
því að gera sér of miklar væntingar
um að Ísland verði þungamiðja í
skipaflutningum milli Asíu og Evr-
ópu um norðurskautið með sérút-
búnum skipum. Að mati Guðmund-
ar eru enn 10-20 ár í að slíkir
flutningar verði að veruleika. Ís-
lendingar þurfa engu að síður að
vera undir það búnir hvernig við
getum tekið á móti þessum stóru
skipum í höfn á Íslandi, segir Guð-
mundur. „Ef við náum að markaðs-
setja okkur sem umhleðsluhöfn
gæti það orðið gríðarleg lyftistöng
fyrir Íslendinga.“
Ísland verði selt sem
umskipunarhöfn
Bráðnun íss á norðurskautinu skapar ný tækifæri
Morgunblaðið/Golli
Verðlaun Mentor hlaut í gær Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2011.
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Það er alls ekki sjálfgefið að Ísland
verði umskipunarhöfn þegar ný
flutningaleið verður til milli Asíu
og Evrópu samhliða bráðnun íss á
Norðurskautinu. Til þess að svo
megi verða þurfa Íslendingar „að
hafa þessa nýju heimsmynd í flutn-
ingum til hliðsjónar við alla
ákvörðunartöku um uppbyggingu
siglingakerfa og taka þátt í að
reyna að selja Ísland sem umskip-
unarhöfn í framtíðinni.“ Þetta kom
fram í erindi Guðmundar Nikulás-
sonar, framkvæmdastjóra Eim-
skips Innanlands, á Nýsköpunar-
þingi í gærmorgun.
Guðmundur segir að Íslendingar
hafi vissulega mikilla hagsmuna að
gæta varðandi það hver verði þró-
un mála á norðurslóðum. „Þetta
hefur til dæmis í för með sér að
það opnast nýir möguleikar á aust-
anverðu Grænlandi varðandi
námuvinnslu mun norðar en áður
hefur verið mögulegt,“ benti Guð-
mundur á í ræðu sinni.
Hann segir að verið sé að skoða
fjölmörg áhugaverð verkefni þarna
og ekki sé ólíklegt að í tengslum
við þau skapist verkefni hérlendis
hvað varði umskipun á málmum til
flutninga um allan heim og eins
verði þörf fyrir ýmsa þjónustu þar
sem nálægð við alþjóðlega flugvelli
Stórt verkefni
» Íslendingar þurfa að vera til-
búnir að takast á við það stóra
verkefni sem siglingar um
Norður-Íshafið eru.
» Mikið af tækifærum fyrir ís-
lensk fyrirtæki samhliða nýjum
möguleikum í námuvinnslu á
austanverðu Grænlandi.
» Yrði gríðarleg lyftistöng ef
tækist að markaðssetja Ísland
sem umhleðsluhöfn.
Fjöldauppsagnir
eru yfirvofandi
hjá stærstu bönk-
um Evrópu vegna
versnandi af-
komu og efna-
hagshorfa.
Danske Bank,
stærsti banki
Danmerkur, til-
kynnti í gær að
um 2.000 starfs-
mönnum yrði sagt upp á næstunni
en um 8 milljarða króna tap var á
rekstri bankans á þriðja ársfjórð-
ungi. Credit Suisse, sem er annar
stærsti banki Sviss, tilkynnti einnig
um uppsagnir í gær en ráðgert er að
fækka starfsmönnum bankans um
1.500. Þessar uppsagnir bætast við
þær sem boðaðar voru í sumar en þá
tilkynnti bankinn um að 2.000
starfsmönnum yrði sagt upp. Þá var
haft eftir Robert Diamon, forstjóra
Barclays Capital, í gær að bankinn
hefði fækkað starfsmönnum um
3.500 á árinu og búist var við að
starfsmönnum yrði fækkað enn
frekar. Þessi þróun kemur ekki á
óvart þar sem boðuð aukning á eig-
infjárkröfu evrópskra banka sam-
hliða stigmagnandi áhrifum skulda-
kreppunnar á efnahagsreikning
þeirra kallar á aðhaldsaðgerðir á
flestum sviðum rekstrar þeirra.
ornarnar@mbl.is
Fjölda-
uppsagnir
í Evrópu
Bankar Fækkun
framundan.
Bankar bregðast við
verri horfum
!"# $% " &'( )* '$*
++,-..
+/.-0/
++.-/1
2+-2+
23-13.
+0-1.0
+24-5+
+-101,
+/+-35
+,0-/,
++,-5+
+/1-2.
++1-+0
2+-202
23-15.
+0-1//
+24-40
+-10//
+/+-5
+,/-24
2+.-,435
++,-/4
+/1-5/
++1-,
2+-..1
23-,2.
+0-,.4
+.3-..
+-1/.+
+/2-+1
+,/-0.
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Greiningardeild Arion banka spáir
því að tekjur Icelandair Group á
þriðja ársfjórðungi aukist um 11,2%
frá því á sama tíma fyrir ári, og
verði um 34,6 milljarðar. Icelandair
mun birta afkomu sína fyrir fjórð-
unginn í dag og gerir greining-
ardeild Arion ráð fyrir því að rekst-
ur félagsins skili 5,3 milljarða
hagnaði.
Staða frábrugðin
Staða Icelandair er töluvert frá-
brugðin stöðu erlendra flugfélaga
sem mörg hver hafa skilað lélegri
afkomu á þriðja ársfjórðungi. Stöð-
ugur vöxtur hefur einkennt árið hjá
Icelandair og hafa farþegar verið
um 19,5% fleiri en árið 2010.
Um miðjan september tilkynnti
félagið að framboð Icelandair yrði
aukið um 13% á næsta ári – á sama
tíma og búist er við versnandi horf-
um í alþjóðlegu efnahagslífi. Arion
banki spáir 7,5% tekjuvexti hjá Ice-
landair árið 2012. Icelandair mun
njóta góðs af því að hafa yfir að
ráða hagkvæmum smærri vélum
sem taka um 180 manns í sæti því
kostnaðarsamara er fyrir stóru
flugfélögin – með vélar sem taka
300-400 manns í sæti – að fljúga
beint yfir Atlantshafið þegar sam-
dráttur gerir vart við sig.
Spáir góðu skyggni
framundan hjá Icelandair
Staða Icelandair sögð sterk