Morgunblaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 8
Nú eru 10 tíðnir lausar fyrir FM- senda fyrir hljóðvarp á höfuðborg- arsvæðinu. Póst- og fjarskiptastofn- un hefur auglýst þessar tíðnir laus- ar til umsóknar með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Eftirfarandi tíðnir eru lausar: 89,0 – 89,6 MHz, 91,9 MHz, 96,2 MHz, 101,0 – 101,5 MHz, 103,4 – 104,0 MHz, 106,0 – 106,7 MHz. Þá verður tíðnin 100,5 MHz laus hinn 1. desember nk. Stofnuninni hefur borist umsókn um eina af ofan- greindum tíðnum, 100,5 MHz, frá fyrirtækinu Skeifan 7 Eignarhald ehf. Fram kemur í auglýsingunni að tíðnirnar séu háðar staðsetningum og sendistyrk senda. Áhugasamir geta sent inn umsókn til stofnunar- innar fyrir 21. nóvember nk. „At- hygli er vakin á því að skilyrði fyrir úthlutun tíðna til reksturs hljóð- varps er að fengist hafi leyfi til hljóðmiðlunar frá fjölmiðlanefnd,“ segir í auglýsingunni. sisi@mbl.is 10 tíðnir á lausu  Auglýstar lausar til umsóknar  Þurfa leyfi frá fjölmiðanefnd Morgunblaðið/Ernir 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011 Asparbaninn í borgarstjóra-stólnum leggur nú til að sveit- arfélög á Stór-höfuðborgarsvæðinu sameinist í eitt. Hætt er við að þessi hugmynd hafi ekki fallið í kramið hjá öllum og sennilega síst hjá ösp- um í öðrum sveitarfélögum.    Nær væri aðbyrja á því að sameina Besta flokk- inn og Vinstri græna í einn flokk. Af því gæti orðið mikil póli- tísk hagræðing. Annar flokkurinn, VG, hefur reynst sá allra svikulasti í sögu íslensks flokkakerfis. Hinn flokkurinn fór fram með það sem helsta markmið að svíkja öll sín kosningaloforð. Og Besti flokkurinn hefur þegar rétt VG útrétta sátta- og sameiningarhönd með því óvenju- lega afbrigði í pólitík að svíkjast sér- staklega um að svíkja það kosninga- loforð að uppræta aspir í Reykjavík.    Sjálfstæðisflokkurinn í borg-arstjórn hefur ekki látið í sér heyra frá kosningum Hann hafði heyrt haft eftir De Gaulle að þögnin gæti verið skætt vopn ef henni væri réttilega beitt. En fræðimenn telja að De Gaulle hafi ekki átt við þögn í heilt kjörtímabil.    Nú er sagt að Sjálfstæðisflokk-urinn telji sig þurfa að bregð- ast við trjáaárásum borgarstjórans en vilji ekki ganga of langt í andstöð- unni og leggi því til að Oslóar- jólatréð verði friðað, en þó ekki fyrr en eftir að það verði komið á Aust- urvöll.    En á meðan sameinar borgar-stjórinn sveitarfélög. Hann byrjar á Garðabæ, Njarðvík, Akra- nesi, Reykjanesi og Reykjavík.    Hann leggur því til að hið sam-eiginlega sveitarfélag fái nafn- ið GNARR. Jón Gnarr Kristinsson Tekist á við tré STAKSTEINAR Veður víða um heim 1.11., kl. 18.00 Reykjavík 2 léttskýjað Bolungarvík -2 snjókoma Akureyri 0 slydda Kirkjubæjarkl. 2 léttskýjað Vestmannaeyjar 4 heiðskírt Nuuk -6 léttskýjað Þórshöfn 9 skýjað Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 11 heiðskírt Stokkhólmur 12 skýjað Helsinki 11 alskýjað Lúxemborg 13 heiðskírt Brussel 13 skúrir Dublin 12 léttskýjað Glasgow 10 léttskýjað London 15 léttskýjað París 12 skýjað Amsterdam 13 léttskýjað Hamborg 11 heiðskírt Berlín 12 heiðskírt Vín 8 þoka Moskva 7 alskýjað Algarve 21 léttskýjað Madríd 20 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 18 léttskýjað Aþena 13 léttskýjað Winnipeg 2 léttskýjað Montreal 8 léttskýjað New York 10 heiðskírt Chicago 12 léttskýjað Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:14 17:10 ÍSAFJÖRÐUR 9:32 17:02 SIGLUFJÖRÐUR 9:15 16:44 DJÚPIVOGUR 8:47 16:36 Ólafur Haraldur Ósk- arsson, landfræðingur og fyrrverandi skóla- stjóri, lést í Gautaborg sl. mánudag, 78 ára að aldri. Ólafur fæddist í Reykjavík 17.3. 1933. Foreldrar hans voru Sigríður Ingunn Ólafs- dóttir og Óskar Ást- mundur Þorkelsson. Ólafur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954, stund- aði nám í rafmagns- verkfræði við Tec- hnische Hochschule í Stuttgart í 3 ár, lauk BA-prófi í þýsku og landafræði frá Háskóla Ís- lands 1968 og prófi í uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla 1971. Hann lauk MA-prófi í landafræði og þýsku frá Minnesota-háskóla 1974. Ólafur var kennari við Lind- argötuskóla 1961-74, skólastjóri Val- húsaskóla 1974-1998 og stundakenn- ari í landafræði við Háskóla Íslands 1974-90. Ólafur var framkvæmda- stjóri Rauða kross Ís- lands 1962-63 og leið- sögumaður erlendra ferðamanna nokkur sumur. Hann var félagi í Rótarýklúbbi Sel- tjarnarness, forseti hans 1982-83 og var sæmdur Poul Harris- viðurkenningu 2001. Ólafur gegndi trún- aðarstörfum á vegum Glímufélagsins Ár- manns og Glímu- sambands Íslands, sat í orðanefnd landfræð- inga og kortagerð- armanna hjá Íslenskri málstöð. Þá var hann formaður Ættfræðifélags- ins í nokkur ár. Fyrri kona Ólafs var Elín Anna Sigurðardóttir, d. 20.9. 1980. Hinn 16.3. 1983 kvæntist Ólafur Ingi- björgu Björnsdóttur. Börn Ingi- bjargar og stjúpbörn Ólafs eru þrjú. Útför Ólafs fer fram frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 4. nóvember og hefst athöfnin kl. 13.00. Andlát Ólafur H. Óskarsson Kristján Jónsson kjon@mbl.is Jóhannes Árnason, lögmaður Matt- híasar Imsland, segir að niðurstaða sýslumannsins í Reykjavík í gær sé í fullu í samræmi við væntingar hans og Matthíasar en hafnað var kröfu Iceland Express og eiganda þess, Pálma Haraldssonar, um lögbann á hendur Matthíasi. Hann var nýlega rekinn úr starfi forstjóra IE en mun verða forstjóri nýs flugfélags, WOWAir, sem tekur senn til starfa. „Þessi niðurstaða er í fullu sam- ræmi við okkar væntingar, enda lá alltaf ljóst fyrir að megintilgangur lögbannskröfunnar var að skaða orð- spor skjólstæðings míns, fremur en nokkuð annað,“ segir í yfirlýsingu Jóhannesar í gær. „Við lítum svo á að með þessu sé fullt atvinnufrelsi Matthíasar stað- fest og vonum að þar með sé mála- rekstri gegn honum af hálfu Pálma og Iceland Express lokið – ekki síst í ljósi ummæla sem fallið hafa í fjöl- miðlum um að félagið óttist ekki samkeppni.“ Iceland Express hyggst kæra úr- skurðinn til héraðsdóms. Félagið segir í yfirlýsingu að Matthías sé enn á launum, hafi síðast fengið laun upp yfir milljón króna um þessi mánaða- mót, sé með síma, fartölvu og heima- tölvu frá fyrirtækinu og fái greiddan bifreiðastyrk. Uppsagnarfrestur hans rennur ekki út fyrr en 1. apríl 2012. Matthías hafi í sínum fórum upplýsingar um starfsemi Iceland Express og stór hluti þeirra sé við- skiptaleyndarmál. „Reyndar er stjórn félagsins þeirrar skoðunar að samkvæmt ráðningarsamningi sé Matthíasi ekki heimilt að koma að sams konar rekstri í 24 mánuði að uppsagnar- fresti liðnum,“ segir IE. Hyggjast kæra úr- skurð um lögbann  Matthías Imsland enn á launum hjá IE Tunguhálsi 10, 110 Reyjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.