Morgunblaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011 Íbúasamtök miðborgar, foreldra- félög leik- og grunnskóla í miðborg- inni og Hverfisráð miðborgar efna til málþings um miðborgina sem íbúahverfi laugardaginn 5. nóv- ember nk. milli kl. 11 og 15 í matsal Tækniskólans. Á málþinginu verður hugað að innri málum hverfisins og því hvernig hægt er að bæta það sem íbúabyggð. Rætt verður um aðstöðu barna og unglinga, fjölskyldna og eldri borgara, aðstöðu til félags- starfs, leiksvæði og umferðaröryggi o.fl. sem á íbúum brennur. Allir íbú- ar miðborgar eru hvattir til að mæta. Morgunblaðið/Golli Garðar Leikið með flugdreka í Hljóm- skálagarðinum í miðborginni. Rætt um miðborg Föstudagskvöldið 4. nóvember kl. 20 flytur Gísli Jökull Gíslason fyr- irlestur í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, um átökin á austurvígstöðv- unum í síðari heimsstyrjöldinni, föðurlandsstríðið mikla eins og Rússar nefna innrásarstríð Þjóð- verja í Sovétríkin á árunum 1941- 1945. Daginn eftir, laugardaginn 5. nóv., verður sérstæð sýning tengd efni fyrirlestursins opin á sama stað. Gísli Jökull mun í erindi sínu rekja gang stríðsins stig af stigi, allt frá innrásinni sumarið 1941 og að falli Berlínar. Á sýningunni verður sett á svið með módelum í stærðarhlutföll- unum 1:100 ein af mestu orrustum á austurvígstöðvunum, orrustan við Minsk. Fjalla um „föður- landsstríðið“ Fyrirlestur um stíflur í ám og til- raunir til að greiða för sjógöngu- fiska á áhrifasvæðum stíflumann- virkja verður haldinn í Háskólabíói, Sal 2, kl. 11.50-13.20, á morgun, fimmtudaginn 3. nóv- ember. Fyrirlesari er dr. Margaret J. Filardo líffræðingur, forstöðu- maður Fiskvegamiðstöðvarinnar í Oregon-ríki í Bandaríkjunum. Aðrir sem taka til máls eru m.a. Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, og Magnús Jó- hannsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun. Fyrirlesturinn er öllum opinn en hann er haldinn á vegum verk- fræði- og náttúruvísindasviðs Há- skóla Íslands, Stofnunar Sæmund- ar fróða og NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna. Stíflur í ám og áhrif þeirra á fiskstofna Laugardags- fundur Heila- heilla verður á Litla sviðinu í Borgarleikhús- inu laugardag- inn 5. nóvember nk. kl. 11-13. Sérstakir gestir verða Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, fyrrver- andi borgarstjóri og utanrík- isráðherra, og Guðrún Karlsdóttir, endurhæfingarlæknir á Grensásdeild. Dagskrá hefst á skýrslu formanns, Þóris Stein- grímssonar. Laugardagsfundur Heilaheilla Ingibjörg Sólrún Gísladóttir STUTT Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Tog- og nótaskipið Víkingur AK, skip HB Granda, er nú í slipp í Reykjavík vegna hefðbundins við- halds en í liðinni viku var systurskipið Sigurður VE á sama stað af sömu ástæðu. Skipin hafa að mörgu leyti fylgst að í rúma hálfa öld, verið í hópi þeirra aflahæstu og ávallt skipuð góðum áhöfnum. Þessi aflaskip komu til landsins fyrir um 51 ári og eiga sér merka sögu. Þau voru smíðuð hjá AG Weber Werk í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1960, en eldri systurskip þeirra voru Maí GK og Freyr RE. Tvö síðarnefndu skipin voru seld úr landi og Freyr kom við sögu í þorskastríðunum, hét þá Ross Revenge, auk þess sem útvarpsstöðin Radio Caroline var í skipinu á tímabili. Til Akraness haustið 1950 Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akraness lét smíða Víking. Skipið var 950 brúttólestir með 2.400 hestafla vél. Ganghraðinn var 16-17 sjómílur á klukkustund og voru umrædd systurskip með stærstu og fullkomnustu fiskiskipum landsmanna fyrir hálfri öld. Víkingur var smíðaður sem síðutogari með þriggja hæða yfirbyggingu. 1967 var honum breytt í nótaveiðiskip og síðan fór hann á síldveið- ar. Eftir að síldin hvarf var Víkingur notaður sem síðutogari á ný en aftur breytt í nótaveiðiskip 1976. Skipt var um aðalvél 1981 og rafmagns- kerfið endurnýjað. 1989 kom ný brú og þá var efsta íbúðarhæðin líka endurnýjuð. Heildarafli Víkings er um 940.000 tonn. Und- anfarin ár hefur skipið lengst af verið bundið við bryggju á Akranesi en verið notað til loðnuveiða frá 2005. Víkingur landaði fyrsta loðnuafla hausts- ins, um 1.000 tonnum, og fór í þrjá túra í október áður en farið var með hann í slipp. Morgunblaðið/Kristinn Eftirlit Vel er fylgst með tog- og nótaskipinu Víkingi AK, skipi HB Granda, en það er nú í slipp í Reykjavík vegna hefðbundins viðhalds. Fylgjast að á sjó sem þurru landi  Aflaskipið Víkingur AK í slipp í Reykjavík á eftir systurskipinu Sigurði VE Nýliðinn októbermánuður var frem- ur hlýr um mestallt land, hlýjastur að tiltölu austanlands en svalastur á Vestfjörðum. Úrkomusamt var í flestum landshlutum og óvenjumikil úrkoma á fáeinum veðurstöðvum. Þetta kemur fram í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Meðalhiti í Reykjavík mældist 5,0 stig og er það 0,6 stigum ofan með- allags áranna 1961 til 1990 en í með- allagi síðasta áratugar. Meðalhiti á Akureyri var 3,4 stig og er það 0,4 stigum ofan meðallags. Á Höfn í Hornafirði var meðalhiti 5,7 stig, 1,2 stigum hærra en í meðalári. Á Hvera- völlum var meðalhitinn -0,7 stig og er það 0,5 stigum ofan meðallags. Að tiltölu varð hlýjast á Fljótsdals- héraði. Hiti á Egilsstöðum var 2,2 stigum ofan meðallags, en kaldast var að tiltölu á Vestfjörðum, hiti 0,2 stigum undir meðallagi í Bolungar- vík. Októbermánuður er sá fimmti hlýjasti á Egilsstöðum síðan mæling- ar hófust fyrir 56 árum. Úrkomumet víða slegin Október telst vera úrkomusamur. Í Reykjavík mældist úrkoman 104,3 millimetrar og er það 22% umfram meðallag. Í Stykkishólmi mældist úr- koman 70% umfram meðallag, enn meiri var úrkoman þó í október 2007. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum mældist úrkoman 56% umfram með- allag. Mánaðarúrkomumet voru slegin á nokkrum stöðvum. Af þeim stöðvum sem lengi hafa athugað má nefna Æðey (athuganir í október aftur til 1954), Hraun á Skaga (athuganir aft- ur til 1956), Tjörn í Svarfaðardal (at- huganir aftur til 1969) og á Gríms- stöðum á Fjöllum (samfelldar úrkomumælingar frá og með 1936). „Þetta eru allt stöðvar þar sem úr- koma er oftast fremur lítil og er væntanlega til marks um að loft- straumar hafi verið eitthvað óvenju- legir,“ segir Trausti. Meðalhiti fyrstu 10 mánaða ársins í Reykjavík er 6,2 stig og er það um 1,1 stigi hlýrra en í meðalári 1961 til 1990, en nákvæmlega í meðallagi miðað við 2001 til 2010. Í Stykkis- hólmi er meðaltal fyrstu 10 mánaða ársins 1,0 stigi ofan meðallagsins 1961 til 1990. Á Akureyri er meðalhiti fyrstu 10 mánuði ársins 0,8 stigum of- an meðallags. sisi@mbl.is Október var hlýr en blautur  Úrkoma var víða langt yfir meðallagi  Fyrstu 10 mánuðir ársins eru hlýir Morgunblaðið/Ómar Úrkoma Regnhlífar komu víða að góðum notum í nýliðnum mánuði. INCQC 2012 G05 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Ný sending Peysur og vesti Stærðir 36-52 Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-17, sun. kl. 13-17 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Myndlista vörur í miklu ú rvali Strigar, ótal stærðir frá kr.195 Acryllitir 75 ml kr.480 Gólftrönur frá kr.4.395 Þekjulitir/Föndurlitir frá kr.480 16 ára Verkfæralagerinn Fullt af nýjungum í lista-og föndurdeild Blýantar, Strokleður, Trélitir, Tússlitir, Teikniblokkir, Teiknikol, Föndurlitir, Þekjulitir, Vatnslitir, Akrýllitir, Olíulitir, Penslar, Skissubækur, Vattkúlur, Vír, Vatnslitablokkir, Leir, Lím, Kennara- tyggjó, Föndurvír,Límbyssur, Lóðboltar, Hitabyssur, Heftibyssur, Málningar- penslar og málningarvörur í miklu úrvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.