Morgunblaðið - 02.11.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2011
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Við heitum Gylfi, Rúnar, Megas,
hjá okkur er svo fjör/hvert sem við
förum þar er bros á vör/Við leikum
og syngjum léttir í lund/eigum með
fólki gleðistund.“ Þannig hljómar
fyrsta erindi texta Gylfa Ægissonar
við eigið lag, „Þrjár stjörnur“, tit-
illag nýútkominnar plötu þríeykisins
GRM, þ.e. Gylfa, Rúnars Þórs og
Megasar. Platan sú hefur að geyma
þekkt lög eftir þá félaga, líkt og
fyrsta plata þeirra sem náði gullsölu
fyrr á árinu, MS GRM. Má þar nefna
smelli á borð við „Í sól og sumaryl“,
„Við Birkiland“, „Kók“ og „Fallerí
fallera“.
Platan var tekin upp í Upptöku-
heimili Geimsteins, stúdíói Rúnars
heitins Júlíussonar og er platan til-
einkuð honum, rokkara Íslands
númer 1, eins og segir á umslagi
plötunnar. Synir Rúnars, Júlíus og
Baldur, eru meðal þeirra sem leika
inn á plötuna en Júlíus sá einnig um
upptökustjórn, hljóðupptökur og
hljóðblöndun.
Stuðbandið GRM
„Það hefur verið mikið að gera hjá
okkur og okkur hefur alls staðar allt-
af verið vel tekið. Við vorum að koma
núna frá Ísafirði og Hólmavík, það
var alveg frábærlega gaman og mik-
ið stuð,“ segir Gylfi um GRM.
– Þið eruð líka þrjár stjörnur …
„Við náttúrlega lítum ekkert á
okkur sem einhverjar stjörnur en af
því að Megas er búinn að gera „Tvær
stjörnur“ þá létum við þetta heita
„Þrjár stjörnur“, þá eru þær orðnar
fimm. Það er mjög fínt,“ segir Gylfi.
Líklega muni þeir enda alla tónleika
á þessu lagi.
– Hvar sem þið eruð er hopp og hí,
eins og segir í textanum. Þetta er
stuðband, er það ekki?
„Þetta er stuðband og mikið hleg-
ið og við gerum grín hver að öðrum.
Margir halda að við Rúnar séum allt-
af eitthvað að kýta en það kannski á
bara að vera þannig á yfirborðinu en
er ekkert, við erum mjög miklir vinir
og höfum verið alltaf.“
Sem fyrr segir náði fyrsta plata
GRM gullsölu og segir Gylfi að tríóið
muni halda áfram svo lengi sem vel
gengur. „Við eigum mikið af efni,“
segir Gylfi og því ekki loku fyrir það
skotið að fleiri plötur komi út. „Mér
finnst persónulega þessi plata mikið
léttari en hin,“ segir Gylfi um nýju
plötuna, Þrjár stjörnur.
Óborganlegt
– Var þá meira flipp í stúdíóinu?
„Já, já, já. Þegar hann tekur
„Fallerí“ hann Megasar, það var
óborganlegt að horfa á hann í gegn-
um glerið.“
– Þið hafið s.s. ekki fylgst graf-
alvarlegir með því?
„Nei, við grétum úr hlátri við Rún-
ar,“ svarar Gylfi.
– Og hlustendur munu kannski
gera það líka?
„Það er ekkert ótrúlegt, ég held að
enginn eigi eftir að toppa það.“
– Þið eruð þó ansi alvarlegir á ljós-
myndinni sem prýðir umslagið...
„Já, ég brosti nú á mörgum mynd-
um en Megas sagði að það væri
bannað að brosa. Það voru nokkrar
af mér skellihlæjandi en þetta var
valið, ég gat verið alvarlegur í smá-
stund,“ segir Gylfi kíminn.
65 ára afmælistónleikar
Gylfi er með fleiri járn í eldinum
en GRM því hann heldur upp á 65
ára afmæli sitt með tónleikum hinn
12. nóvember í Salnum í Kópavogi og
ekki útilokað að aukatónleikum verði
bætt við. Gylfi segir að góðir leyni-
gestir muni leika með honum á tón-
leikunum en hverjir það eru er
leyndarmál enn sem komið er.
Útgáfutónleikar GRM verða svo
haldnir 16. desember og þá einnig í
Salnum. En fram að því mun þríeyk-
ið koma fram hér og þar, að sögn
Gylfa. Hægt er að fylgjast með æv-
intýrum GRM á Facebook, með því
að slá GRM inn í leitarglugga.
Leika og syngja léttir í lund,
eiga með fólki gleðistund
Þrjár stjörnur nefnist ný plata Gylfa, Rúnars og Megasar, GRM
Alvara Umslag plötunnar Þrjár stjörnur. Rúnar, Gylfi og Megas alvarlegir á svip eins og Megas vildi hafa það.
Ljósmynd/Þormar Vignir Gunnarsson
Gull GRM fékk afhenta gullplötu í sumar fyrir frumburðinn MS GRM.
Pétur Ben og Samúel Jón Sam-
úelsson Big Band koma fram á
næstu tónleikum tónleikarað-
arinnar Rafmagnslaus á norð-
urpólnum, fimmtudaginn 3. nóv-
ember. Tónleikarnir eru þeir
síðustu á árinu í röðinni og eru
haldnir í samstarfi við Funk í
Reykjavík. Auk Péturs og stór-
sveitar Samúels kemur fram plötu-
snúðurinn DJ Lucky og leikur lög
af upptrekktum grammófóni því
rafmagnið er naumt skammtað,
eins og yfirskrift tónleikarað-
arinnar gefur til kynna.
Tónleikarnir hefjast kl. 21 og
verður hleypt inn frá kl. 20.30.
Morgunblaðið/Ernir
Pétur, stórsveit
Samúels og DJ Lucky
Tískuráð Listafélags Verzl-
unarskóla Íslands heldur árlega
hönnunarkeppni og tískusýningu í
Listavikunni í Verzló, 3. nóvember
nk. kl. 12.
Ungir og upprennandi hönnuðir
munu sýna verk sín auk þekktra
fatahönnuða og -merkja, og má þar
nefna Munda, DEAD og Forynju.
Sýningin fer fram á marmaranum í
Verzlunarskólanum.
Morgunblaðið/Ernir
Hönnunarkeppni og
tískusýning í Verzló
Seint koma sumir en koma þó
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Þegar síðrokkið fór sem hæst, upp
úr 2000, var ein sveit hérlend sem
sýndi eftirtektarverða spretti í þeim
fræðunum. Um var að ræða hljóm-
sveitina Náttfara, þá skipaða þeim
Andra Ásgrímssyni, Nóa Steini Ein-
arssyni, Haraldi Þorsteinssyni og
Rúnari Sigurbjörnssyni. Tveir þeir
fyrrnefndu færðu sig síðan yfir í
Leaves og Náttfari hætti skyndilega
störfum. Var það mikill harmur fyrir
tónlistarunnendur að aldrei skyldi
neitt koma út með þessari gæðasveit
en því hefur nú loksins verið kippt í
liðinn. Endurreistur Náttfari var að
senda frá sér plötuna Töf (hæfandi
nafn) en á gítar leikur nú Ólafur Jos-
ephsson (Stafrænn Hákon).
„Seint koma sumir en koma þó,“
segir Nói Steinn og kímir.
„Við vorum langt komnir með
plötu þegar við hættum á sínum
tíma. Það var svo sem ekki stórkost-
legt drama sem lá að baki hljóm-
sveitarslitunum en eitthvað þó. Við
vorum bara ekki á sömu blaðsíðunni
hvað strauma og stefnur varðaði og
hvert við ættum að fara með bandið.
Þetta endaði nokkuð skyndilega en
við höfum allar götur síðan verið
með þetta efni á bak við eyrað og
fannst synd – eins og fleirum – að
þetta hefði aldrei komið út.“
Nói segir að þeir hafi svo tekið
upp þráðinn og í fyrstu hafi þeir vilj-
að koma þessu af sér með því að
leika á tónleikum, hreinsa hausinn
þannig.
„Síðan var þetta bara svo gaman
og sú hugmynd kviknaði að klára
þetta hálfnaða verk. 70% af efninu
eru gamalt efni, sem við höfum unn-
ið upp á nýtt. Við tókum upp í sama
hljóðveri og við vorum í fyrir níu ár-
um. Hún var einkennileg tilfinningin
að heyra upp á nýtt sömu gítar-
hljómana og maður heyrði þá.“
Náttfaramenn ætla að vera iðnir
við spilakolann í haust og troða t.d.
upp á Faktorý nú á fimmtudaginn.
Fílingurinn er góður.
„Það er bara mikil stemning í
bandinu. Við erum ánægðir og stolt-
ir af þessu efni og munum halda
áfram á meðan það er gaman.“
Náttfari snarar út plötu sem beðið
hefur verið eftir í tæpan áratug
Gamalt verður nýtt „Við tókum upp í sama hljóðveri og við vorum í fyrir
níu árum,“ segir Nói Steinn Einarsson í endurreistum Náttfara.