Morgunblaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2011 Einstakt uppflettirit um lækningajurtir á Íslandi Ný bók eftir Önnu Rósu grasalækni Glæsil egar ljósmy ndir ~ notkun jurta ~ rannsóknir ~ aldagömul þekking Fiskistofa hefur lokið álagningu gjalds vegna umframafla strand- veiðibáta á vertíðinni í sumar. Alls voru 969 tilkynningar um umframafla sendar út og nemur upphæð gjaldsins sem lagt var á um 24,7 milljónum króna sem greiðast í Verkefnasjóð sjávarút- vegsins. Þetta er talsverð aukning frá vertíðinni í fyrra en þá voru sendar út 632 tilkynningar og nam samanlögð upphæð gjaldsins þá um 10,8 milljónum króna, að því er fram kemur á vef Fiskistofu. Þegar um strandveiðar ræðir er lagt á gjald sem nemur verðmæti þess afla sem var umfram 650 þorskígildiskíló í veiðiferð, skipt hlutfallslega eftir tegundum. Lagt var á fyrir hvern mánuð fyrir sig og hverjum báti sem landaði um- framafla send tilkynning þess efnis fyrir hvern mánuð. Samkvæmt yfirliti Fiskistofu voru flest tilvik í júlí en þá var afla umfram heimildir landað 309 sinn- um. Sektir fyrir þann mánuð námu rúmum 7,5 milljónum króna. Fiskistofa og Landhelgisgæslan höfðu samstarf um eftirlit á grunn- slóð með v/s Baldri sem stóð yfir í þá fjóra mánuði sem strandveið- arnar voru stundaðar. Farið var um borð í 164 báta þar sem meðal annars var könnuð aflameðferð og lengdardreifing aflans. Almennt var aflameðferð góð og lengdar- mælingar leiddu til fjögurra skyndilokana vegna smáfisks í afla. sisi@mbl.is Strandveiðibátar sektaðir um 25 milljónir  969 tilvik um löndun á umframafla á vertíðinni í sumar Morgunblaðið/RAX Guðni Einarsson gudni@mbl.is Umfangsmikil leit að 25 ára gömlum Svía, búsettum í Bretlandi, hófst fyr- ir miðnættið á miðvikudagskvöld. Fyrst var hans leitað á Fimmvörðu- hálsi og jöklunum beggja vegna. Eft- ir að bíll hans fannst við sporð Sól- heimajökuls beindist leitin þangað. Maðurinn hringdi í Neyðarlínuna klukkan 22.21 á miðvikudagskvöld og óskaði aðstoðar. Hann kvaðst hafa gengið upp frá Skógum þá síð- degis og hafa verið 6-8 tíma á göngu. Hann hafði reynt að hringja frá því á sjöunda tímanum um kvöldið en ekki náð sambandi, enda er stopult síma- samband á svæðinu. Maðurinn náði ekki að tala við neyðarvörð nema í stutta stund. Hann sagðist vera orðinn kaldur og hrakinn og gat ekki veitt neinar upplýsingar um hvar hann væri staddur, aðrar en að hann væri á ís. Því þótti líklegt að hann væri á Mýr- dals- eða Eyjafjallajökli. Símtalið fór um sendi á Skógasandi og sam- kvæmt því var maðurinn sunn- anmegin í öðrum hvorum jöklinum. Eftir það náðist ekki samband við hann. Björgunarsveitir frá Vík, Hellu og Hvolsvelli hófu leit um klukkan 23.00 í fyrrakvöld. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar var einnig kölluð til leitar. Síð- an voru kallaðar út björgunarsveitir frá Álftaveri í austri og vestur á Suð- urnes. Leitin beindist að suðurhluta Fimmvörðuháls og inn á jöklana beggja vegna. Undir morgun var vel á annað hundrað manns komið til leitar. Enn fleiri bættust í hópinn og voru leitarmenn upp undir 400 tals- ins um kvöldmat í gær, að sögn Adolfs Árnasonar, lögreglumanns í leitarstjórn á Hvolsvelli. Björg- unarsveitarmennirnir komu víða að af landinu, af Suðurlandi, Vest- urlandi og af Norðurlandi allt austur í Eyjafjörð. Engar upplýsingar lágu fyrir um hinn týnda, nema nafn hans og þjóð- erni. Því var ekki vitað um búnað hans eða reynslu af fjallaferðum. Lögreglan á Hvolsvelli lýsti eftir einhverjum sem hefði mögulega ekið ferðamanninum að Skógum. Adolf lögreglumaður sagði það hafa verið gert til þess að afla upplýsinga um hvernig maðurinn hefði verið búinn. Nánari eftirgrennslan leiddi í ljós að maðurinn hafði farið austur á bíla- leigubíl og fannst bíllinn við rætur Sólheimajökuls um klukkan 16.15 í gær. Þungi leitarinnar var þá þegar færður af Fimmvörðuhálsi og ná- grenni yfir á Sólheimajökul. Erfiðar aðstæður til leitar Leitarmönnum var ekið upp á Fimmvörðuháls og síðan gengu þeir um svæðið. Farið var á snjóbíl á jökla. Vettvangsstjórn var sett upp í Baldvinsskála og einnig var slegið upp stóru tjaldi þar sem leitarmenn gátu leitað skjóls og hlýju. Þá var svæðisstjórn björgunarsveitanna á Hellu og landsstjórn björg- unarsveita í Samhæfingarmiðstöð- inni í Skógarhlíð. Veður gerði leitarmönnum erfitt fyrir í gær. Rok, rigning og þoka var á Fimmvörðuhálsi. Þyrlur Land- helgisgæslunnar skiptust á um að vera á svæðinu en lélegt skyggni takmarkaði þyrluleit. Veðrið skánaði þegar leið á daginn. Um 400 manns við leitina  Ungur sænskur ferðamaður týndur frá því snemma á miðvikudagskvöld  Gat engar upplýsingar veitt um hvar hann var staddur nema að hann væri á ís Leit á Sólheimajökli Skógar Þórsmörk Mýrdalsjökull Eyjafjallajökull Só lh ei m aj ök ul l Svæðið sem leitin beinist að Fimmvörðu- háls Miðvikudagur 9.11.2011 18.00-19.00Villtur ferða- maður sem telur sig vera á ís ofan við Skóga reynir að hringja í 112 eftir aðstoð en nær ekki sambandi. 22.21Neyðarlínan fær aðstoðarbeiðni fráungum Svía, búsettum í Bretlandi. Hann hafði gengið6-8 tíma fráSkógum og var staddur á jökli. 23.00Björgunarsveitir úr nágrenninu kallaðar til leitar. Fimmtudagur 10.11.2011 00.00-08.00 Leitarmenn víða að koma til leitar, fjallabjörgunarfólk, göngu- menn,hundateymi og tæki. Vettvangsstjórn sett upp í Baldvinsskála á Fimm- vörðuhálsi,svæðisstjórn á Hellu og landsstjórn björg- unarsveita í Samhæfing- armiðstöðinni eru við störf. Óþreyttir leitarmenn leystu af ímorgunsárið þá sem leitað höfðu alla nóttina. 00.30 Þyrla Landhelgis- gæslunnar kemur á svæðið. Erfið skilyrði til leitar. 10.00Um220 leitarmenn voru við leit á svæðinu upp frá Skógum,á Fimm- vörðuhálsi og svæðinu frá austanverðumEyjafjallajökli og austur áMýrdalsjökul og Sólheimajökul. 15.00 Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum semkannast við að hafa ekið erlendum ferðamanni að Skógum, eða að Eyjafjalla- eðaMýrdalsjökli á miðvikudag. 16.15Bíll ferðamannsins finnst við sporðSólheima- jökuls. Þungi leitarinnar færður á Sólheimajökul, sem krefst vanra fjallabjörgunar- manna. 17.00 Leitarmenn og vettvangsstjórn færð af Fimmvörðuhálsi og á Sólheimajökul. 22.00Sólheimajökull er fínkembdur í leit að sænska ferðamanninum.Ráðgert er að halda leit áframalla nóttina ef þörf krefur. Óþreyttir leitarmenn komnir til leitar og heldur var að rofa til á svæðinu. Bíllinn finnst við rætur Sólheimajökuls Grunnkort: Landmælingar Íslands Ljósmynd/Kristinn Ólafsson Skjól og hvíld Leitarfólk gat hlýjað sér og nærst í tjaldi á Fimmvörðuhálsi. Íslenska sveitin tapaði gegn ól- ympíumeisturum Úkraínu með ein- um vinningi gegn þremur í áttundu og næstsíðustu umferð Evrópu- móts landsliða í skák sem fram fer í Grikklandi þessa dagana. Gerðu þeir Helgi Ólafsson og Hjörvar Steinn Grétarsson jafntefli í sínum skákum. Hjörvar tefldi við stórmeistarann Pavel Eljanov. Sömdu þeir um jafntefli að boði Hjörvars eftir að hann hafði fyrr hafnað jafnteflisboði Eljanovs. Hef- ur Hjörvar nú náð í einn og hálfan vinning í skákum gegn tveimur of- urstórmeisturum á mótinu en hann sigraði Alexei Shirov sem teflir fyrir Spán í fyrstu umferð mótsins. Mætir íslenska sveitin Skotum í lokaumferðinni í dag. Vinni Hjörvar sína skák nær hann sínum fyrsta stórmeistaraáfanga en slíkur áfangi á Evrópumóti jafngildir tveimur. Þá á Helgi góðan möguleika á að vinna verðlaun sem besti varamaður móts- ins, vinni hann sína skák. Hefur íslenska liðið nú sex stig í 30. sæti mótsins. Jafnir og efstir eru Armenar og Þjóðverjar með 13 stig en þeir síðarnefndu báru óvænt sig- urorð af Aserum í gær. Mætast þjóð- irnar tvær á morgun og gæti Armen- um dugað 2-2 jafntefli til að verða Evrópumeistarar. Tap gegn Úkraínu- mönnum Síðasta umferð EM í skák í dag Skák Frá við- ureigninni í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hittir í dag David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og leiðtoga breska íhalds- flokksins, á fundi í Lundúnum. Efni fundarins er horfur í efnahagsmál- um Evrópu og ástand alþjóðlegra fjármálamarkaða. Að sögn forstöðumanns sam- skiptasviðs Sjálfstæðisflokksins er Bjarni í Lundúnum til að sækja ráð- stefnu leiðtoga íhaldsflokka. Að mati Bjarna er nauðsynlegt að ræða efna- hags- og fjármál Evrópu við for- sætisráðherra Bretlands, ekki síst í ljósi óvissu mála hjá Evrópusam- bandinu. Bjarni og Cameron á fundi í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.