Morgunblaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 35
DAGBÓK 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
LÍF MITT ER EKKI
FULLKOMIÐ...
ÞÚ SEFUR
ALLAN DAGINN!
...ÞÓ SVO AÐ SUMIR
HALDI ÞAÐ
MAMMA
SEGIR AÐ
ÞÚ EIGIR AÐ
TÆMA
RUSLIÐ
ÞITT!
EN
KARFAN ER
EKKI FULL
MAMMA
ER ÓSAMMÁLA
ÞAÐ ER
NÓG PLÁSS
EFTIR
ÞÚ ÁTT
SAMT AÐ
TÆMA
HANA
LJÓTA
RUGLIÐ
ÞÚ ERT
ALDEILIS
MEÐ
MUNNINN
FYRIR NEÐAN
NEFIÐ, EN
ÞAÐ MÁ
BREYTA ÞVÍ!
ER EITTHVAÐ SEM ÞÚ
VILT AÐ ÉG GERI ÁÐUR EN ÉG
FER Í VÍKING TIL ENGLANDS?
JÁ... ÉG
VIL AÐ
ÞÚ MÁLIR
HÚSIÐ
ÉG VERÐ AÐ MUNA AÐ
SPYRJA HANA EKKI
ÞESSARAR SPURNINGAR
NÆST ÞEGAR ÉG FER
ÞESSIR ÍKORNAR VIRÐAST
EKKI ÆTLA AÐ GEFAST UPP!
ÞAÐ HLÝTUR AÐ
VERA EINHVER LEIÐ TIL
ÞESS AÐ STOPPA ÞÁ OG ÉG
SKAL FINNA ÚT HVER HÚN
ER, HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR
ÉG MUN
STOPPA YKKUR, ILLU
ÍKORNAR, ÞÓ ÞAÐ VERÐI
ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÉG
GERI Á ÞESSARI JÖRÐ
ER
ÞETTA NÚ
EKKI
AÐEINS OF
LANGT
GENGIÐ?
EINS GOTT AÐ ÉG
DRÍFI MIG, ÞAÐ ER ALLT
AÐ HRYNJA
EN ÞEIR
ERU ENNÞÁ
AÐ SLÁST
ERTU TILBÚINN AÐ
GEFAST UPP?
KEMUR
EKKI TIL
GREINA!
ÞETTA ER
HREIN
GEÐVEIKI!
Áskorun – klárið
sjópottinn í
Laugardal
Okkur langar til að
skora á framkvæmda-
aðila við sjópottinn í
Laugardalslauginni
að halda áfram með
þetta þarfa verkefni.
Þarna er ekkert að
gerast viku eftir viku,
hvers vegna? Við
fáum engin svör þegar
spurt er hvenær búast
megi við að verkið
klárist. Um mitt sum-
ar var hafist handa og
lítið miðar – komið
fram í nóvember, einu sinni var sagt
að þá yrðu verklok.
Ekki er það frostið
sem tefur. Við sjó-
pottsunnendur skorum
á framkvæmdaaðila að
klára þetta verk við
fyrsta tækifæri. Hálfn-
að er verk þá hafið er.
Pottormarnir.
Símaskráin
Er nauðsynlegt að
prenta símaskrána á
hverju ári?
Eldri borgari.
Ást er…
… að sjá bara stjörnur
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, bingó kl.
13.30. Þriggja kvölda námsk. í framsögn
14., 21. og 28. nóv. Kennari: Sigurður
Skúlason leikari. Skráning í síma: 4112702.
Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Bingó
kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Kertanámskeið kl. 9,
bingó kl. 13, handavinna.
Dalbraut 18-20 | Stóladans kl. 10.30,
söngstund kl. 14.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8.
Lestur úr dagblöðum kl. 10 á 2. hæð.
Listamaður mánaðarins.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Gleði-
gjafarnir í Gullsmára kl. 14. Félagsfundur
FEBK í Gullsmára 12. nóv. kl. 14. Styrmir
Gunnarsson fv. ritstjóri ræðir um hags-
munamál aldraðra. Veitingar í boði FEBK.
Skvettuball-diskó á sama stað kl. 20.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Opinn
félagsfundur með Guðbjarti Hannessyni,
velferðarráðherra og Jónu Valgerði Krist-
jánsdóttur, formanni Landssambands
eldri borgara, í Stangarhyl 4 fös. 18. nóv.
kl. 15.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Leik-
félagið Snúður og Snælda æfing kl. 9.
Dansleikur sunnudag kl. 20, Klassík leikur
fyrir dansi.
Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.15,
málm- og silfursmíði kl. 9.30/13, jóga kl.
10.50, félagsvist kl. 20.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður
kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10. Leikfimi kl.
10.30, Gleðigjafarnir kl. 14.
Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn-
arnesi | Kaffispjall í krók kl. 10.30. Jóga kl.
11. Spilað í krók kl. 13.30. Syngjum saman
kl. 14.
Félagsstarf Gerðubergi | Bókband og fl.
kl. 9, prjónakaffi kl. 10. Stafganga/létt
ganga kl. 10.30. Frá hád. er spilasalur op-
inn. Kóræfing kl. 12.30.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9.
Hraunsel | Útskurður kl. 10. Leikfimi
Bjarkarhúsi kl. 11.30, brids kl. 13, næsti
dansleikur verður 18. nóv.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9/10. Vinnu-
stofa kl. 9 án leiðbeinanda. Bingó kl. 13.30,
kaffisala í hléi. Böðun fyrir hádegi, hár-
snyrting, fótaaðgerðir.
Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl.
8.50, thaichi kl. 9. Listasmiðjan kl. 13;
myndlist. Gáfumannakaffi kl. 15. Hæð-
argarðsbíó kl. 16. Rútuferð í Forlagið/
Sjóminjasafn kl. 13.
Íþróttafélagið Glóð | Opið hús í línudansi
í Kópavogsskóla kl. 14.40, zumba-
byrjendur kl. 16.
Norðurbrún 1 | Myndlist/úrskurður kl. 9.
Bingó kl. 14.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.30, leirmótun og handav. kl. 9, morg-
unstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10.15, bingó
kl. 13.30.
Þórðarsveigur 3 | Bingó kl. 13.30.
Í Kiljunni var flutt vísa sem Jó-hannes úr Kötlum samdi á
kaffistofu í kjallara Bókabúðar
Máls og menningar um Ester, sem
var starfsmaður verslunarinnar:
Yndisleg er Ester,
einkum þegar hún sest er,
fallegt á henni flest er
en framhliðin þó best er.
Vísur eru kjörnar fyrir fésbók-
ina, kjarni málsins í knöppum
texta, og því engin furða að þar
kunna hagyrðingar og vísnavinir
vel við sig. Ein síðan er helguð
skáldbóndanum Hákoni Að-
alsteinssyni. Þar skrifar Ingibjörg
Hallgrímsdóttir: „Þessa vísu orti
Hákon í tilefni þess að ég missti af
flugvél til Íslands frá Lundúnum.
Seinna orti hann fleiri vísur af
sama tilefni en ég man þær ekki og
er ekki viss um að eiga þær.
Lagði út á loftbrúna,
leið sér valdi torsnúna,
lenti í solli Lundúna,
líklega er hún týnd núna.
Þegar ég keypti Oddrúnu skrif-
aði hann eftirfarandi vísu á saur-
blað bókarinnar.
Gleðistundir gefast margar,
gaman verður þær að finna
þegar andi Ingibjargar
auðgast vegna ljóða minna.
Jón Ingvar Jónsson skrifar einn-
ig á síðuna: „Ég fór fyrir nokkrum
árum með hópi fólks undir leið-
sögn Hákonar að Kárahnjúkum.
Hákon fór með nýlega vísu fyrir
mig, sagðist hafa séð gular vinnu-
vélar (caterpillar) utan í Fremri-
Kárahnjúki og hafa ort:
(Fölna grös á breiðum) bala,
(blöðin fella) víðirunnar
þar sem leika lausum hala
lýs á höfði fjallkonunnar.
Það sem er innan sviga er ég
ekki viss um að rétt sé með farið.
Gott væri að fá leiðréttingu frá
þeim sem eiga þessa vísu skráða
eða eru vissir um að muna hana.
Ég heimsótti Hákon einu eða
tveimur árum síðar að Húsum og
2006 ortum við saman á Vopna-
skaki. Ég var spurður um Hákon
og þóttist ekkert kannast við hann:
Að spyrja mig er þarflaust þref,
það er vart til neins,
nefndan aldrei heyrt ég hef
Hákon Aðalsteins.
Hákon svaraði þessu, en ekki
man ég vísuna. Það er enginn skaði
því þetta var síðar sent út á RÚV.“
Páll Eyjólfsson skrifar á sömu
síðu: „Þórdís á Melum fékk lánað
tóbak hjá Síu á Húsum og fékk sent
með Bjarna pósti. Þessi vísa fylgdi
líkkistunöglunum:
Kæri póstur
Þetta bréf verður Þórdís að fá.
Það verður fljótt að Melum að ná
því líf hennar liggur að veði.
Þá getur hún nautninni svalað um sinn
sjúgandi eitrið í líkamann inn
og haldið sér heilli á geði.“
Og Páll bætir við: „20. mars 2005
kaupir Hákon tóbak fyrir Þórdísi á
Melum og hún sækir það í Brekku-
gerðishús og móttökurnar voru
þessar:
Ekki er lítill ökuhraðinn,
annað betra margur kaus,
mædd og fúl er mætt á staðinn
Melabrussan tóbakslaus.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af Kötlum og Hákoni