Morgunblaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2011 Danssýning listahátíðar unga fólksins, Unglistar, var haldin í fyrrakvöld, 9. nóvember, í Austurbæ. Yfirskrift sýn- ingarinnar var Allskonar dans og sýndu margir hæfileikaríkir, ungir dansarar listir sínar en auk þess komu fram heiðursgestir úr Íslenska dans- flokknum, Klassíska listdansskólanum, Kramhúsinu, Danslistaskóla JSB, Dansflokki DanceCenter Reykjavík, Dansskóla Birnu Björns, Ballett- skóla Guðbjargar Björgvins, Listdans- skóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Spíral dansflokknum, Listdansskóla Hafnarfjarðar, Swaggerific og Street styles. Heimsókn Nemendur Listdansskóla Íslands sýndu brot úr verkinu Heimsóknartími sem Unnur Elísabet Gunnarsdóttir samdi með hópnum og verður frumsýnt 16.nóv. í Hafnarfjarðaleikhúsinu. Fallegt Úr verki Klassíska listdansskólans, A Summer’s Tale. Fimi Dansari úr Dance Center Reykjavík. Sumar Klassíski Listdansskólinn sýndi A Summer’s Tale sem River Carmalt samdi með nemum. Pukur Dansnemar úr Danslistaskóla JSB sýndu með tilþrifum verkið Pukur eftir Irmu Gunnarsdóttur. Morgunblaðið/Kristinn Allskonar dans stiginn á Unglist Geturðu lýst þér í fimm orðum? Útlimalangur, mjósleginn, hæglátur, annars hugar en samt hress. Ætlarðu að koma að sjá Hreinsun í Þjóðleikhús- inu? (spyr síðasti aðalsmaður, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona). Að sjálfsögðu! Hver er uppáhaldsleikarinn þinn? Mjög misjafnt, núna er það Dóri Gylfa … Hvaða Hollywood-leikari finnst þér leiðinlegastur? Núna er það Mel Gibson. Hver er þessi Gyllti dreki? Gyllti Drekinn er kínverskur-tælenskur- víetnamskur veitingastaður í borg í Evrópu. Þar gerast hlutirnir … samt ekki, þeir gerast í raun og veru á Nýja sviðinu í Borgarleikhús- inu. Þýsk leikritun. Er það eitthvað? Já, ég myndi segja það. Svona Jón Gnarr meets Tchekhov. Geturðu lýst dansstíl þínum á djamminu? Eins og engispretta á amfetamínsterum. Ertu ljón? Nei, nema samkvæmisljón kannski. Ég held ég sé meiri dreki. Logagylltur dreki. Hver er tilgangur lífsins? Ég veit það ekkert. Skák eða félagsvist? Skák. Ertu besserwisser? Yfirleitt ekki, ég á það samt til. Mexíkóskt eða indverskt? Nei, kínverskt, tælenskt og víetnamskt. Á að vernda íslenska tungu? Það verður að leyfa henni að þróast. Hún verndar sig sjálf, held ég. Ef þú ættir að velja annað hvort, hvort kysir þú ,,artí“ kvikmyndir eða meginstraums? Ég get ekki valið, á mjög erfitt með að lifa án annars hvors. Þetta verður að vera í jafnvægi, annars er leiðinlegt. Áttu þér leyndan draum um að verða rokkstjarna? Nei. Hvað færðu ekki staðist? Harðfisk með smjöri. Áttu þér leyndan hæfileika og ef svo er þá hvern? Ég er meistari í að slappa af. Ef þér hefði staðið til boða að syngja við brúðkaup Vilhjálms og Katrínar, hvaða lög hefðir þú sungið? God save the Queen með Sex Pistols og svo Must be an Angel með Eurythmics. Hvað fær þig til að skella upp úr? Dóri Gylfa. Hvers viltu spyrja næsta aðalsmann? Ef þú ættir eina ósk, hver væri hún? Engispretta á amfetamínsterum Aðalsmaður vikunnar, leikarinn Jörundur Ragnarsson, leikur í verkinu Gyllti drekinn sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í kvöld Útlimalangur Jörundur Ragnarsson í hlut- verki sínu í leikritinu Gyllti drekinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.