Morgunblaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 6
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
„Bókaútgáfan er mjög blómleg í ár
og umfang hennar eykst frá því í
fyrra,“ segir Kristján B. Jónasson,
formaður Félags íslenskra bókaút-
gefenda, um bókavertíðina í ár.
Nú er verið að dreifa Bókatíðind-
um og er ráðgert að öll heimili lands-
ins hafi fengið sent eintak fyrir 15.
nóvember. Þykir koma þess jafnan
marka upphaf jólabókaflóðsins.
„Fjöldi titla í Bókatíðindum í ár er
sá mesti á eftir árinu 2007 sem var
metár. Útgáfan datt niður eftir hrun,
sérstaklega árið 2009, en fjöldi útgef-
inna titla er aftur á uppleið. Þetta fer
langleiðina að ná þessum árum fyrir
hrun, það er til dæmis meiri útgáfa
núna en árið 2006,“ segir Kristján.
Í Bókatíðindum nú eru 693 kynn-
ingar, á bak við þær eru 757 bækur.
Eru það tíu fleiri en í fyrra en fjöru-
tíu færri en árið 2007. Ekki eru allir
útkomnir titlar í Bókatíðindum.
Samkvæmt tölum Landsbókasafns
Íslands koma út 1500-1800 bókatitlar
á ári hverju á Íslandi.
Léttara lestrarval
Ný íslensk skáldverk eru fimmtíu
og fimm í Bókatíðindum nú. Sextíu
ný skáldverk eru þýdd. Endurútgáf-
ur eru ekki taldar í þeim flokkum, en
þær eru 38 í flokki íslenskra bóka og
28 í flokki þýddra. Í flokki ævisagna
og endurminninga koma út 35 bæk-
ur, er það svipaður fjöldi og hefur
verið undanfarin ár.
Bókaútgáfan virðist vera að glæð-
ast aftur eftir hrun og lestrarval Ís-
lendinga virðist vera að léttast. Sam-
kvæmt sölutölum úr bókaverslunum
Eymundsson er söluhæsta bókin það
sem af er þessu ári Gamlinginn sem
skreið út um gluggann en á sama
tíma í fyrra var það Rannsóknar-
skýrsla Alþingis. Önnur söluhæsta
bókin það sem af er árinu er Ég man
þig eftir Yrsu Sigurðardóttur en á
sama tíma í fyrra var það Eyjafjalla-
jökull.
Bókaútgáfan er blómleg í ár
Fjöldi titla í Bókatíðindum í ár er sá
mesti á eftir árinu 2007 sem var metár
Morgunblaðið/G.Rúnar
Bókakaup Það er alltaf nóg að gera í bókabúðum fyrir jólin. Allt lítur út
fyrir að bókavertíðin verði góð í ár, fjöldi titla kemur út fyrir jólin nú.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2011
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð-
inu ræða nú hugmyndir um að
stofna sameiginlegt fasteignafélag
sem reki allt félagslegt húsnæði í
borginni. Áherslur sveitarfélaganna
í þessum málaflokki eru misjafnar,
en í forsendum sem lagðar hafa ver-
ið fyrir slíku félagi er gert ráð fyrir
að Reykjavík leggi fram sinn eign-
arhlut í Félagsbústöðum óbreyttan,
Hafnarfjörður fái greiddar 312
milljónir og hin sveitarfélögin þurfi
að greiða til félagsins um 1.200
milljónir.
Mjög misjafnt er hversu margar
félagslegar íbúðir sveitarfélögin
eiga. Félagsbústaðir, sem eru í eigu
Reykjavíkurborgar, eiga 2.154
íbúðir sem gera 16 íbúðir á hverja
1.000 íbúa. Hlutfallið er hins vegar
ein íbúð á hverja 1.000 íbúa í Garða-
bæ. Reglur um úthlutun eru líka
mismunandi milli sveitarfélaga og
sum sveitarfélög greiða sérstakar
húsaleigubætur, en önnur gera það
ekki heldur niðurgreiða leigu beint.
Starfshópur á vegum Sambands
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu hefur skilað skýrslu til sveitar-
félaganna þar sem lagt er til að þau
taki upp nánara samstarf um fé-
lagslegt húsnæði á höfuðborgar-
svæðinu. Hópurinn leggur fram
nokkrar tillögur, en tillagan sem
gengur lengst gengur út á að fast-
eignir sveitarfélaganna verða settar
inn í hlutafélag sem fengið hefur
vinnuheitið „Höfuðborgaríbúðir“.
Sveitarfélögin fái eignarhlut í sam-
ræmi við eigið fé í þeim íbúðum sem
ganga inn í félagið. Gert er ráð fyrir
að tekjuviðmið verði samræmd og
miðað verði við 2,9 milljónir í árs-
tekjur, sem er það sem Reykjavík-
urborg miðar við í dag.
Hugsanlegt að stofna tvö félög
Starfshópurinn leggur til að
sveitarfélög sem ekki eru með sér-
stakar húsaleigubætur taki þær
upp og reglur um þær verði sam-
ræmdar og aðgreindar frá reglum
um félagslegt leiguhúsnæði þar sem
þess er þörf. Allur stuðningur fær-
ist úr formi niðurgreiddrar leigu í
sérstakar húsaleigubætur.
Starfshópurinn telur einnig koma
til greina að ganga skemur í sam-
starfinu og stofna tvö félög, þ.e. að
Seltjarnarnes og Mosfellsbær
gangi inn í Félagsbústaði hf. og
Kópavogur, Garðabær, Hafnar-
fjörður og Álftanes stofni sérstakt
félag. Eins komi til greina að láta
nægja að samræma milli sveitarfé-
laga reglur um úthlutun félagslegs
húsnæðis. Búsetuskilyrði á höfuð-
borgarsvæðinu verði samræmd í 18
mánuði en þau eru 6-36 mánuðir í
dag.
Sveitarfélögin eru núna að ræða
þessar hugmyndir. Velferðarráð
Reykjavíkurborgar er fylgjandi því
að auka samstarf á þessu sviði en
telur að það verði að gerast í nokkr-
um áföngum. Rétt sé að bíða eftir
úttekt sem verið er að vinna á Fé-
lagsbústöðum áður en frekari skref
séu stigin. Tekið er sérstaklega
fram í bókun ráðsins að það geti
ekki fallist á tillögu starfshópsins
um að fækka félagslegum leiguíbúð-
um á næstu árum.
Stjórn Félagsbústaða er einnig
inni á því að rétt sé að vinna að
framtíðarskipan þessara mála í
áföngum. Félögin þurfi að byrja á
því að marka sér sameiginlega hús-
næðisstefnu og samræma matsregl-
ur varðandi inntöku á biðlista og um
greiðslu sérstakra húsaleigubóta.
Næsta skref væri að stofna tvö fé-
lög þar sem Hafnarfjörður, Kópa-
vogur, Garðabær og Álftanes væru
með sérfélag. Á síðari stigum væri
hægt að sameina félögin. Stjórnin
bendir á að stofnun eins félags
myndi þýða að sum sveitarfélögin
þyrftu að leggja verulega fjármuni
fram, en óvíst sé að þau séu tilbúin
til þess eða séu aflögu fær. Álftanes
þyrfti t.d. að leggja fram 119 millj-
ónir, Garðabær 443 milljónir, Kópa-
vogur 383 milljónir og Mosfellsbær
283 milljónir. Hafnfirðingar hafa
fjárhagslegan ávinning af því að
stofna eitt félag, en við það myndu
um 2,3 milljarða skuldir færast frá
bæjarsjóði yfir til hlutafélagsins.
Morgunblaðið/RAX
Húsnæðismál Mörg þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu njóta félagslegs stuðnings í húsnæðismálum. Reykjavíkurborg á 2.150 íbúðir.
Ræða stofnun eins félags
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ræða nú tillögur um að stofnað verði
eitt fasteignafélag sem reki allt félagslegt húsnæði í eigu sveitarfélaganna
„Samtök atvinnulífsins leggjast
gegn því að aðildarumsókn að Evr-
ópusambandinu verði dregin til baka
og aðildarviðræðum slitið. Samtökin
telja að leiða eigi viðræðurnar til
lykta. Samningurinn yrði síðan lagð-
ur fyrir þjóðina til samþykktar eða
synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu.“
Þannig hljómar ályktun stjórnar
Samtaka atvinnulífsins sem sam-
þykkt var á fundi í gær.
Segja má að ályktunin hafi verið
samþykkt naumlega en tíu stjórn-
armenn greiddu henni brautargengi,
sex voru á móti henni og tveir
stjórnarmanna sátu hjá.
Leiða á
viðræður
til lykta
SA álykta um aðild-
arviðræður við ESB
Reuters
Hæstiréttur hef-
ur sýknað Haga
af skaðabóta-
kröfu konu, sem
steig á döðlu í
verslun Hag-
kaupa, datt og
slasaðist. Hér-
aðsdómur
Reykjavíkur
hafði áður fallist á kröfu konunnar.
Óhappið varð árið 2005. Konan
steig á döðlu, sem var á gólfi við
ávaxtaborð, rann til og féll í gólfið.
Hún var óvinnufær í tíu daga á eft-
ir og sagðist enn búa að afleið-
ingum slyssins.
Hæstiréttur segir að leggja verði
til grundvallar, að daðlan hafi fallið
af ávaxtaborðinu svo sem ávallt
kunni að gerast við aðstæður sem
þessar. Fallast verði á það með
Högum, að ógjörningur sé fyrir
starfsmenn fyrirtækisins að koma í
veg fyrir að ávextir falli á gólf
verslunarinnar eða að fylgjast svo
nákvæmlega með að jafnan sé
strax unnt að bregðast við þegar
slíkt gerist.
Engar bætur
fyrir að stíga á
döðlu og detta
Reykjavíkurborg greiddi á síðasta
ári rúmlega milljarð króna í hús-
næðisstuðning við íbúa borg-
arinnar. Þessi stuðningur er
greiddur í formi húsaleigubóta,
sérstakra húsaleigubóta og sem
niðurgreiðsla á leigu Fé-
lagsbústaða. 6.564 nutu þessa
stuðnings í desember í fyrra.
Um 700 eru á biðlista eftir hús-
næði hjá Félagsbústöðum og hef-
ur þeim heldur fjölgað frá hruni.
Þetta eru þó færri en árið 2003
þegar yfir þúsund voru á biðlista.
Félagsbústaðir hafa ekki keypt
neinar íbúðir á síðustu tveimur
árum, en þeim sem fá húsa-
leigubætur hefur fjölgað mikið.
Þeir voru rúmlega 4000 í árs-
byrjun 2008 en eru nú tæplega
7000. Fulltrúi VG í borgarráði
gagnrýndi að Félagsbústaðir
hefðu ekki keypt fleiri íbúðir til
að mæta fjölgun á biðlista.
Um 700 eru á biðlista
BORGIN GREIÐIR MILLJARÐ Í HÚSNÆÐISSTUÐNING
757
bókatitlar eru kynntir fyrir lands-
mönnum í Bókatíðindum að þessu
sinni.
109
Íslenskar barnabækur eru í þeim
hópi. Auk þess eru 115 titlar á þýdd-
um barnabókum í Bókatíðindum.
‹ BÓKAÚTGÁFA ›
»