Morgunblaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 25
við þó að dauðinn er ófrávíkjanleg- ur fylgifiskur lífsins. Það er því á þessari stundu sem á hugann leita minningar. Rifjast þá upp atburð- ur þegar ég var fyrir nokkrum ár- um staddur úti í Noregi. Þar horfði ég á mann stíga út úr lang- ferðabíl. Reyndar var ég þar á ferðalagi með hópi fólks og í hópn- um voru öldruð hjón og karlinn verulega hrumur en þrátt fyrir það að hann gæti með naumindum staðið í fæturna þá var hann kom- inn út úr bílnum á undan konunni sinni og var þess albúinn að taka við henni ef svo illa færi að hún hrasaði í tröppunum. Þrátt fyrir að hann hefði nánast enga burði til þess. Þannig horfi ég nú til baka og minnist systur minnar sem allt- af var tilbúin að leggja fram að- stoð sína í hverju sem var þó svo að styrkur hennar væri ekki alltaf upp á sitt besta. Hún vildi vel, tók þátt, gaf sig í verkin og var til staðar á gleðistundum og einnig ef við vorum hjálparþurfi. Auðvitað var lífshlaup hennar fjölbreytt og innihaldsríkt þar sem hún og maður hennar Bern- harð Steingrímsson urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast fjögur börn sem veittu henni mikla gleði. Ekki má gleyma barnabörnunum sem hún talaði um með miklu stolti og naut þess að segja frá þeim og hinum fjölbreyttu afrek- um og sigrum sem þau voru að vinna í lífinu. Að leiðarlokum kveðjum við Sigurbjörgu og megi hún í friði fara á önnur tilverustig um leið og við vottum aðstandendum, börn- um, tengdabörnum og barnabörn- um okkar dýpstu samúð. Sigurgeir Steindórsson og Rósa Sigurlaug Gestsdóttir. Það var eins og tíminn stæði í stað þegar ég frétti af andláti Sibbu vinkonu minnar sem bar svo skjótt að og enginn átti von á, aðeins deginum áður höfðum við talast við í síma og hún var hress og kát að vanda og umræðuefnið var eins og svo oft áður börnin og barnabörnin okkar. Við Sibba kynntumst þegar börnin okkar rugluðu saman reyt- um sínum og saman eigum við þrjú yndisleg barnabörn sem nú gráta sárt ömmu sína eins og allir aðrir sem kynntust þessari ynd- islegu og fallegu konu sem gaf svo mikið af sér og var ætíð öðrum stuðningur og hjálpleg. Það er að- eins rúmur mánuður síðan við fögnuðum afmæli Sibbu og fórum saman á frumsýningu Berghildar dóttur hennar á myndinni um stjórnlagaþing og áttum þar góðar stundir saman. En enginn veit hvað morgundagurinn hefur að geyma og ég er þakklát fyrir öll árin sem ég fékk að njóta vinskap- ar hennar. Ég er rík að fallegum og góðum minningum. Elsku Sibba mín, ég bið þér Guðs blessunar. Ég veit þú ert komin til þeirra sem á undan eru gengnir. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Elsku Bebbý, Lói, Maríanna og Steini, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og Guð gefi ykkur styrk. Arndís. Sólskinsdagar á Akureyri 1987. Fjölskylda mín að flytja suður og mikið um að vera. Sibba og Benni mætt á svæðið til að bjóða okkur að búa hjá sér síðustu daga okkar á Akureyri og þetta fannst þeim alveg sjálfsagt, miklir höfðingjar í sér, og við þáðum þetta með þökk- um og áttum góða daga með þeim. Allt var leikur einn, það var svo notalegt og ekki síður skemmti- legt að vera nálægt þeim. Benni var að gróðursetja trén sín í kring- um nýja húsið þeirra og útbúa tjörn í garðinum með gúmmíönd- um og öllu tilheyrandi, gott ef lax- eldi var ekki komið inn í myndina þegar bjartsýnin varð hvað mest. Sibba, þessi mikla matmóðir, stóð yfir pottum og pönnum og besti heimilismatur sem hægt var að hugsa sér var borinn fram með mikilli gleði. Milli þess sem gisti- heimilið var rekið í kjallaranum með tilheyrandi þvotti og gesta- gangi sé ég Sibbu fyrir mér glaða í sólskininu að hengja upp þvott, ánægð með sitt og sína, þrátt fyrir að lífið yrði stundum skrautlegt inni á milli. Við fjölskyldurnar kynntumst í gegnum börnin okkar og var mik- ill samgangur og gott símasam- band. Sibba var mjög stolt af börnunum sínum fjórum enda góð og glæsileg öll saman og var sam- band þeirra mikið og gott enda Sibba mikil móðir sem kunni að hlusta, hvetja, miðla og sjá það góða í lífinu. Nú, lífið hélt áfram hjá okkur, bæði í gleði og sorg. Þegar Þor- steinn minn veiktist og séð var í hvað stefndi var Sibba óvænt mætt til mín og stóð við hlið mér þegar hann lést, umvefjandi mig og mína fjölskyldu þar til allt var um garð gengið. Fyrir það verð ég ævarandi þakklát, en svona var Sibba, vinur í raun sem gleði. Ég veit að það eiga margir um sárt að binda, hún var mikill vinur vina sinna og sendi ég samúðar- kveðjur til þeirra allra. Systkinum hennar og fjölskyldum þeirra sendi ég líka mínar bestu samúð- arkveðjur. Bebbi, Lói, Maríanna, Steini og fjölskyldur, missir ykkar er mestur, þið voruð heppin með mömmu og ömmu ykkar, svo ég tali nú ekki um hvað hún var rík að eiga ykkur öll. Þið farið í gegnum þetta á seiglunni eins og mamma ykkar gerði með sitt. Sjáum hana í sólinni, glaða í húmornum sem hún hafði fyrir sjálfri sér og lífinu, þannig ætla ég að muna hana. Guð geymi ykkur, hjartans kveðjur, Bergljót. Fallin er frá frábær kona sem okkur systrum þótti mjög vænt um. Það var alltaf gaman að koma til Sibbu sem var mikill húmoristi og mannvinur. Gott var að eiga við hana spjall yfir góðum kaffibolla sem var svo stundum hvolft og spáð í og í leiðinni fengnar góðar ráðleggingar. Sibba var glæsileg kona og mikill fagurkeri. Margt gott er hægt að segja um hana Sibbu sem hafði góða nærveru og var mjög hjálpsöm. Elsku Sibba okkar, nú ertu komin upp í himnaríki, svífandi um á bleiku skýi í tigerkjól með Benna þinn við hlið þér. Þín verður sárt saknað og biðj- um við góðan Guð að styrkja elsku Bebby okkar, Maríönnu, Lóa og Steina og alla ömmulingana þína sem eiga um sárt að binda. Sigurjóna Frímann og Jóhanna Frímann. Ekki vorið, ekki blómin, ekki þau hin gullnu ský og ekki sjálfur sólarljóminn sorgarskýi dreifir því er glaðan dag sem grímu svarta grúfir yfir hryggum mér síðan hálf mín sál og hjarta sjónum mínum horfin er. (PÓ) Mikið sakna ég elsku Sigur- bjargar minnar, faðmur hennar til mín var jafnstór og öll Vaðlaheiðin og þess vegna kallaði ég hana „Vaðlaheiði“. Hún reyndist mér og mínu fólki vel frá fyrstu stundu, var traust og heiðarleg og varð strax ein af okkur. Hún var frænk- an sem kom í öll matarboð og graut til mömmu og pabba á laug- ardögum, jafnvel sem „Sveina“ jólasveinn í afmælisboð. Já, hún var vinsæl af öllum í fjölskyldunni og elskaði að borða góðan mat með okkur og við með henni. Stundum söng hún fyrir okkur eða sagði skemmtilegar sögur. Hún var gleðigjafi með stórt hjarta. Vinkona mín, frú Sigurbjörg, hvíl í friði. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Laufey Margrét Pálsdóttir. Elsku Sibba. Það var erfitt að fá fregnir af skyndilegu andláti þín og vera langt í burtu. Við tengdumst fjöl- skylduböndum fyrir þrjátíu og fimm árum. Í fyrstu voru kynni okkar ekki mikil en með árunum urðu þau meiri og milli okkar myndaðist djúp vinátta sem ein- kenndist af kærleika. Í huga minn koma mörg minningabrot. Þar ber hæst veisluna á jóladag hjá tengdaforeldrum okkar, Guðrún að spila á orgelið og þú að stjórna söng. Þú hafðir ákaflega fallega söngrödd. Við Bergur ferðuðumst með ykkur Benna bæði heima og erlendis og nú er gott að ylja sér við þær minningar um ykkur hjónin. Þú varst ávallt mjög snyrtileg og ber heimilið þitt þess merki, það var allt í röð og reglu. Og ekki varstu lengi að galdra fram veislumat – þar varst þú á heimavelli. Þér var mjög annt um afkom- endur þína og varst ákaflega stolt af barnabörnunum þínum, sem þú kallaðir oft hinum furðulegustu nöfnum. Þú varst mjög trúuð. Oft rædd- um við um lífið, tilgang þess og hvað tæki við að lokinni þessari jarðvist. Þar vorum við sammála. Það var notalegt að sitja hjá þér með prjónana og oft sagðir þú: „Æi viltu ekki bara borða með mér?“ Ég sé þig fyrir mér í hug- anum í sebrafötunum þínum, svo- lítið úfna um hárið og heyri dill- andi hlátur þinn. Ég kveð þig með sömu orðum sem þú kvaddir mig með fyrir stuttu. Vertu blessuð elskan og góða ferð. Elsku Bebbý, Lói, Maríanna og Steini, minning um góða móður mun gefa ykkur styrk. Mínar innilegustu samúð- arkveðjur til ykkar. Þóra Ragnheiður. Í minningunni um Sigurbjörgu frænku mína var veðrið alltaf gott, sólskin og sumar. Hún var dökk á brún og brá, kotroskin og naut þess að vera fín. Hún ólst upp í Strandgötunni með smiðjur á aðra hönd en Pollinn á hina. Á heimilinu bjuggu þrír ættliðir og mikið athafnalíf, fólk að koma og fara. Hún bjó yfir mikilli athafna- semi og rak leikhús í smiðjuport- inu á sumrin. Þegar barnapíurnar á Eyrinni streymdu með kerrur og smáfólk, vissi maður hvers kyns var, leikárið í portinu var hafið. Karlarnir á verkstæðinu voru ótrúlega umburðarlyndir, kannski höfðu þeir gaman af. Mig minnir svo að seinna á unglings- árum hafi hún stigið á svið hjá Leikfélaginu. Árin liðu og allt í einu var hún komin með ungan mann upp á arminn og farin að spássera með hann upp og niður götu. Þetta var hann Benni og urðu þau óaðskiljanleg, gengu í hjónaband og eignuðust börnin fjögur. Við tók baráttan um brauðið og unnið að því að mennta sig meira og koma sér upp hús- næði. Heimilið varð hennar vett- vangur, listrænt og fallegt. Hún var myndarleg húsmóðir, vel verki farin, glaðlynd, hjálpsöm og aðstoðaði marga sem þess þörfn- uðust. Hún greip í að vinna utan heimilis og voru það aðallega umönnunarstörf. Vanheilsa hrjáði hana í seinni tíð en andlát hennar var ótímabært. Ég mun minnast hennar vegna skemmtilegra uppátækja og snjallra úrræða þegar þeirra var þörf. Mann sinn missti hún árið 2005 eftir löng veikindi. Börnum hennar, systk- inum og fjölskyldum þeirra votta ég samúð mína og megi minningin um góða konu lifa. Guðný Stefánsdóttir. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2011 ✝ AðalsteinnGunnarsson fæddist á Ísafirði 12. nóvember 1930. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 1. nóvember 2011. Foreldrar hans voru Gunnar Krist- insson, vélstjóri og vélgæslumaður í Sólbyrgi á Ísafirði, f. 8. ágúst 1891, d. 25. febr. 1977, og kona hans Elísabet Andr- ésdóttir, húsfreyja, f. 31. maí 1888, d. 29. maí 1965. Aðalsteinn 2008. Aðalsteinn á tvö barnabörn; Sunnu Þorsteinsdóttur og Kol- brúnu Ragnheiði Kristjánsdóttur. Aðalsteinn ólst upp á Ísafirði og gekk þar í grunnskóla þess tíma. Eftir gagnfræðapróf lá leiðin suð- ur á Mela í Loftskeytaskólann það- an sem hann útskrifaðist sem loft- skeytamaður árið 1948. Starfaði hann síðan sem loftskeytamaður á togurum frá 1949-1964, lengst af á aflaskipunum Neptúnusi og Júpi- ter. Frá 1964 og til starfsloka starfaði hann í Fjarskiptastöðinni í Gufunesi um leið og sumrin voru gjarnan notuð til að fara afleys- ingatúra á skipum Sambandsins og Eimskipafélagsins. Lengst af bjó Aðalsteinn að Grænukinn 1 í Hafnarfirði. Aðalsteinn verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 11. nóvember 2011, og hefst athöfnin kl. 15. átti fjögur systkini; Kristínu, Maríu, Andrés og Kristin. Af þeim er Kristinn nú einn á lífi. Eiginkona Að- alsteins um tæplega sex áratuga skeið var Kolbrún Þór- isdóttir, f. 15. júní 1929, d. 20. sept- ember 2011. Börn þeirra eru Þórey El- ísabet, f. 16. desember 1959, d. 10. apríl 1960, Þorsteinn Gunnar, f. 20. maí 1961 og Þórdís Tinna, f. 10. desember 1968, d. 21. janúar Við lifum og við deyjum. Eng- inn fær víst flúið þau örlög. Ein- hver sagði einhvern tímann að þrátt fyrir allt og allt, þá kæmi dauðinn alltaf á óvart. Mikið til í því. Pabbi var búinn að vera veik- burða lengi. Mæðinn og þreklítill. Samt alltaf jákvæður og duglegur. En leiðarlokin höfðu lengi verið í sjónmáli. Það voru allir sammála um það. Líka hann. En svo fór mamma. Óvænt. Á undan honum. Það kom honum í opna skjöldu. Hann hafði nú alltaf haldið að hann færi á undan mömmu. Ég skynjaði sterkt að baráttuþrekið hafði beðið hnekki. Mikinn hnekki. Lífslöngunin dvín- aði. Skugga bar á. Og síðan fór sem fór. Fallið var mikið, höggið var þungt. Missirinn var mikill, söknuðurinn var sár. Elsku pabbi minn var bæði brotinn og beygður. Þau mamma höfðu deilt saman lífi í tæpa sex áratugi. Gleði og sorg- um. Vonum og væntingum. Öllu. Ég hef óbilandi trú á bæninni. Máltækið segir að trúin flytji fjöll. Í þeirri merkingu að ekkert bæn- arefni sé of smátt eða of stórt til að á mann verði hlustað og brugðist við. Það finnst mér stórkostlegt. Í þeirri trú bið ég algóðan Guð um að blessa fjölskyldu mína á himnum. Mömmu, pabba og Diddu systur. Fjölskylduna mína sem ég á svo mikið að þakka. Öll- um stundum. Alltaf. Ég bið algóð- an Guð um að blessa, leiða og styrkja Kolbrúnu Ragnheiði og Sunnu. Öllum stundum. Alltaf. Og ég bið fyrir Hrund minni og strák- unum. Öllum stundum. Alltaf. Elsku pabbi minn. Ég sakna þín. Ég sakna mömmu. Ég sakna Diddu. Og ég er þess fullviss að einn góðan veðurdag þá samein- umst við öll á ný. Fersk og flott. En ég ætla samt að fá að hafa sama háttinn á og stundum á ung- lingsárunum: Reiknaðu ekki með mér fyrr en seint og um síðir. Mín- ar innilegustu þakkir fyrir sam- veruna og allt það sem þið hafið gert fyrir mig og verið fyrir mig. Ég votta ástvinum og ættingj- um mína innilegustu samúð. Guð blessi ykkur öll. Þorsteinn Gunnar. Elsku Alli og Kolla. Mig langar að minnast þessara fallegu hjóna í örfáum orðum. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er kærleikur. Léttlyndið hennar ömmu Kollu og festan hans afa Alla. Þau máttu ekkert aumt sjá. Þau voru samrýmd hjón og mér fannst þau alltaf svo ástfangin og því finnst mér við hæfi að minnast þeirra saman. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þeim fyrir um 12 árum er þau bjuggu í Græ- nukinninni. Alltaf var tekið vel á móti mér og drengjunum mínum. Endalaus hjartahlýja. Amma Kolla alltaf eitthvað að bardúsa og allir skyldu fara saddir og sáttir heim og helst með nesti. Afi Alli í essinu sínu að spjalla og segja sög- ur frá þeim árum sem hann sigldi um heimsins höf. Gimsteinarnir þeirra, Sunna og Kolbrún Ragnheiður, sem nutu þess að vera hjá þeim. Þvílíkar gæðastundir. Síðustu árin á Hrafnistu voru þeim góð, amma Kolla blómstraði í listinni og afi Alli horfði stoltur á sína spúsu. Elsku Alli og Kolla. Minningin um ykkur kærleiksríku hjón lifir og það er huggun harmi gegn að vita af ykkur saman aftur með Diddu ykkar. Hvílið í friði og takk fyrir allt og allt. Ykkar tengdadóttir Hrund. Það er svo óraunverulegt að þurfa að sjá á eftir þér. Líka svona stuttu eftir að amma Kolla fór. Ég mun alltaf minnast þín með gleði í huga. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka. Hversu indælt það var að koma til þín og ömmu í Grænuk- innina og ég man að þú hafðir allt- af frá einhverju skemmtilegu að segja. Þér þótti alltaf svo gaman að segja frá og varst svo duglegur að segja mér sögur frá ævintýr- unum sem þú lentir í, í vinnu þinni sem loftskeytamaður. Ég veit líka hvað þér þótti alltaf vænt um stelpurnar þínar tvær, mig og Kolbrúnu Ragnheiði. Ég man líka alltaf hvað þú ljómaðir þegar ég kom í heimsókn til ykkar á Hrafn- istu. Elsku bestu afi. Þú og amma Kolla skiljið eftir stórt tómarúm í lífi mínu og ég mun alltaf sakna ykkar. Það er svo erfitt að sjá á eftir þeim sem manni þykir vænt um. Ég mun alltaf geyma þig í hjarta mínu, elsku afi. Þín Sunna. Elsku afi og amma. Ég er svo heppin að hafa átt ykkur að og fengið að vera mikið með ykkur. Þegar ég var yngri bjuggum við mamma hjá ykkur og síðar bjuggum við í þarnæsta húsi. Amma, ég man þegar þú sóttir mig í skólann og við settumst oft við álfastein og spjölluðum saman. Eftir að þið fluttuð á elliheimilið var ég líka oft hjá ykkur og gisti stundum um helgar. Amma, þú föndraðir mikið með mér og prjónaðir. Afi, þú sagðir mér margar sögur af sjónum, sagðir mér brandara og spilaðir við mig. Hjá ykkur fékk ég alltaf góðan mat. Í sumar hélt amma sýningu á myndum sem hún málaði. Mér fannst svo gaman að sjá hvað hún var glöð yfir sýningunni. Þrátt fyrir að amma og afi hafi verið veik voru þau alltaf glöð. Mér finnst ég hafa lært svo mikið af þeim. Takk fyrir samveruna og allar góðu stundirnar. Ég elska ykkur alltaf. Ykkar Kolbrún Ragnheiður. Látinn er góður vinur, skóla- bróðir og vinnufélagi til margra ára, Aðalsteinn Gunnarsson. Hann var fæddur og uppalinn á Ísafirði, hugsaði oft og hlýtt til æskustöðvanna, var sannur Vest- firðingur. Aðalsteinn var fríður maður, hár og myndarlegur og mikið prúðmenni, harðduglegur, heiðar- legur, samviskusamur og einstak- lega greiðvikinn. Hann var mjög fær loftskeytamaður, bæði í fjar- skiptum og tækni. Tæknikunnátta hans nýttist vel þegar hann var á togurunum. Ef bilaði ratsjá, dýpt- armælir eða annar tækjabúnaður þá þurfti ekki dýra landsiglingu til viðgerða því flest gat Alli lagfært. Alli starfaði í 15 ár hjá útgerð Tryggva Ófeigssonar, lengst á togaranum Neptúnusi með Bjarna Ingimarssyni skipstjóra. Útgerðin og skipstjórinn kunnu vel að meta hæfileika og dugnað Alla, enda vann hann oft jafnframt loft- skeytamannsstarfinu ýmsa aðra vinnu um borð, m.a. í lest við sölt- un á fiski. Starf hans á Fjarskiptastöðinni í Gufunesi við strandstöðvaþjón- ustuna var líka mikils metið, og var honum þar oft falið að annast ýmis sérverkefni sem kröfðust sérstakrar árvekni og vandvirkni. Hann var ávallt reiðubúinn til aukastarfa þegar á þurfti að halda, enda bar hann mjög fyrir brjósti öryggi sjófarenda og betri mögu- leika þeirra til fjarskipta. Eitt af mörgum verkefnum Alla, sem hann lagði mikla rækt við, var að finna sæmilega hreinar tíðnir til útsendinga Ríkisútvarpsins á fréttum á stuttbylgju til sjófar- enda og Íslendinga erlendis. Þetta gat verið dálítið snúið, því bæði var að leyfileg tíðnisvið voru takmörk- uð og þó að hrein tíðni fyndist var viðbúið að hún yrði gripin til notk- unar af öðrum stöðvum, jafnvel áð- ur en við gætum hafið útsendingar á henni. Oft þurfti því að endur- taka tíðnileit. Þetta reyndi á þol- inmæðina, en hún var einn af kost- um Alla, sem var annt um að sjómenn og Íslendingar erlendis, austan hafs og vestan, gætu hlust- að truflanalítið á fréttir að heiman. Alli starfaði í Gufunesi í 36 ár. Hann sinnti störfum sínum fag- mannlega og af miklu öryggi. Hann var þægilegur í umgengni og sagði aldrei styggðarorð um nokkurn mann. Hann lét yfirleitt ekki mikið fyrir sér fara, en hann var góður sögumaður og kunni ógrynni af stuttum og löngum gamansögum, yfirleitt úr daglega lífinu, sem hann skemmti félögum sínum með við viðeigandi tæki- færi. Hann hafði mikinn áhuga á þjóðmálunum og fylgdist jafn- framt vel með erlendum stjórn- málum. Skoðanir hans mótuðust af ósk um meira réttlæti. Alli átti við veikindi að stríða nokkur undanfarin ár og var að mestu bundinn við hjólastól, en hann naut lengst af aðstoðar sinn- ar yndislegu eiginkonu, Kolbrúnar Þórisdóttur, sem lést 20. septem- ber síðastliðinn, en milli þeirra var mikill kærleikur. Bæði nutu þau góðrar umhyggju sonar síns, Þor- steins, og dóttur sinnar, Þórdísar, á meðan hennar naut við, en hún lést árið 2008. Við Rósa þökkum Aðalsteini og Kolbrúnu vinsemd og dýrmæta vináttu, og vottum Þorsteini og fjölskyldu og öðrum aðstandend- um innilega samúð. Stefán Arndal. Aðalsteinn Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.