Morgunblaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 27
var stoltur af börnum sínum og
barnabörnum, sem voru honum
afar kær.
Lindi var mjög barngóður og
börn hændust að honum. Hann
var hógvær og lét ekki fara
mikið fyrir sér, en á góðum
stundum var hann gleðigjafi og
gat verið hrókur alls fagnaðar.
Við söknum Linda, sem var
traustur og góður bróðir, minn-
ingarnar um hann eru okkur
dýrmætar.
Við sendum Allý, sem var
honum stoð og stytta í veik-
indum hans, Birni, Laufeyju og
fjölskyldu hennar innilegar
samúðarkveðjur.
Megi okkar kæri bróðir hvíla
í friði.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Erla, Garðar og Björn.
Nú hafa þeir bræðurnir Jón
og Erlendur, eða Lindi eins og
hann var ávallt kallaður, kvatt
með þriggja ára millibili.
Ég lít aftur til ársins 1957 er
ég var kynnt fyrir fjölskyldunni,
sem þá bjó á Kolbeinsstöðum á
Seltjarnarnesi. Jón minn elstur
og Lindi yngstur – 10 ár á milli
þeirra. Þar sem ég var yngst af
átta systkinum var mér mikil
upplifun að kynnast hópnum,
fannst þau eins og yngri systk-
ini sem þau síðan reyndust mér.
Þetta var glaðvær, tónelsk og
samheldin fjölskylda. Hildur
passaði vel upp á hópinn sinn og
afi Björn alltaf jafnprúður,
traustur og hógvær. Árin liðu
og börnin uxu úr grasi og fluttu
út í lífið. Það er eftirminnilegt
þegar bræðurnir Lindi og Garð-
ar komu á Patreksfjörð að
heimsækja okkur um páska. Í
þá daga var ekki einfalt mál að
ferðast að vetrarlagi. Seinna
kom Lindi með Allý sína oft við
í Borgarnesi á ferðum sínum,
svo glæsileg voru þau hjón að
eftir var tekið.
Njálsgata 12a var um árabil
miðstöð og félagsheimili fjöl-
skyldunnar, þar sem fólkið úr
sveitinni rak inn nefið í kaup-
staðarferðum og jafnan glatt á
hjalla. Tvö yngstu systkinin,
Erla og Lindi, sem settust að í
Reykjavík komu þar oftast
allra, og hafa fylgst að gegnum
tíðina, hvort með sína fjöl-
skyldu. Þegar systkinin komu
saman var mikið sungið og spil-
að, bræðurnir með nikkurnar
sínar og Erla gítarinn. Ógleym-
anlegar stundir. Lindi ræktaði
vel tengslin við ræturnar austur
í Laugardal. Þar var sumarhús-
ið, frændgarðurinn og fallega
sveitin. Hann var sannur
Hjálmsstaðamaður; harðdugleg-
ur, listfengur og skemmtilegur.
Foreldrar Linda bjuggu síðustu
æviárin í næsta nágrenni við tvö
yngstu börnin og fjölskyldur
þeirra í Hjallaselinu, og nutu
allir góðs af. Sjálf er ég þakklát
fyrir þann tíma sem ég hef átt
hér í nágrenni við Linda og
hans fólk.
Um leið og ég votta Allý,
börnunum og barnabörnum
samúð mína kveð ég minn kæra
mág með versi sem ég lærði af
Hildi móður hans og hún fór
með fyrir sín börn og barna-
börn:
Kvölda fer, kveik í mér
kærleik von og trú.
Vel að iðja, vaka og biðja,
veit þú mér.
Fram til þess, frjáls og hress
fæ ég þig að sjá
og börnin öll í himnahöll.
Hallelúja.
Ída Sigurðardóttir.
Nú er kveðjustund, elskuleg-
ur mágur minn er farinn. Alls
konar minningar fara á stjá,
gamlar og nýjar. Ein er rúm-
lega fjörutíu ára. Nú þurfti að
deila stóru systur með kærasta.
Hann kynnti sig fyrir systur
minni sem götusópari og við
okkur yngri systkinin sagðist
hann vera klósettkafari. Þrátt
fyrir þessa kynningu vann hann
öll vígi og minningin breytist í
skemmtilegasta gestinn í hús-
inu, sem reyndist svo vera
prentari eins og pabbi okkar og
hafði nýlega hafið störf í prent-
smiðjunni hans án þess að nokk-
ur þekkti tengingar þeirra
skötuhjúanna. Svo kemur upp
að ég hef oft hugsað um hvort
fólk óskaði þess ekki að geta
pantað ákveðna eiginleika hjá
tengdasystkinum. Ég þurfti
þess ekki, minn var „óska“ og
minningarnar eftir því; rólyndi
heimilismaðurinn og glettni
pabbinn, nægjusami og nýtni
Lindi, sem var alveg örugglega
svo umhverfisvænn að það
þyrfti ekki margar jarðkringlur
ef allir lifðu eins og hann, hjálp-
sami Lindi á ögurstundum,
huggarinn þegar við misstum
pabba okkar ungan, skemmti-
legi og uppátektarsami afi Lindi
í sumarbústaðnum á gamla upp-
gerða traktornum með hliðar-
sæti fyrir ömmu Allý. Svona
streyma þær áfram enn, allt
góðar minningar.
Seinni tíma minningar, eftir
að ég er sjálf orðin eiginkona og
mamma, þar er Lindi sá sem
allt er borið undir þegar við
Emil vorum að ákveða kaup,
hvort heldur var á bíl eða bor
og öllu þar á milli. Ekkert var
ákveðið nema að teknu tilliti til
álits Linda og hefur það reynst
happadrjúgt. Minning dætra
okkar, Moniku og Unu er einnig
um afaímyndina sem Lindi var
þeim, Lindi sem taldi fingurna,
sex á hvorri hendi, og spilaði á
nikkuna, lék jólasveininn ár eft-
ir ár og var enn að þegar barna-
börnin okkar voru komin í
heiminn. Við erum öll þakklát
fyrir að hafa verið svo lánsöm
að vera hluti af hans lífi. Hans
minning mun lifa hjá okkur öll-
um.
Sigríður Erla, Emil,
Monika og Una.
Fyrir rúmum 30 árum kynnt-
umst við Linda og Allý. Þá
fengum við Jón úthlutaða lóð í
Seljahverfinu og við hliðina á
okkur byggði Erlendur hús fyr-
ir Allý sína og börnin þeirra tvö,
þau Laufeyju og Björn. Ég man
vel þegar ég hitti þau fyrst. Við
komum heim til þeirra í Blöndu-
bakkann með smá kvíða en það
reyndist óþarfi. Tekið var á
móti okkur með hlýju og inni-
leika og þannig var viðmót
Linda alla tíð. Hann reyndist
hörkuduglegur smiður, útsjón-
arsamur, vandvirkur og alltaf
tilbúinn að aðstoða ef leitað var
til hans.
Á þessum árum kynntumst
við vel og tókst mikil og góð
vinátta á milli okkar allra sem
byggðum rununa í Hjallaseli.
Farið var í jeppaferðir, veiði-
ferðir, útilegur og skíðaferðir í
Bláfjöll og Skálafell. Á gamlárs-
kvöldum hittust fjölskyldurnar
og krakkarnir léku leikrit og þá
var spilað og sungið. Þetta var
góður tími. Lindi var einstakt
ljúfmenni, elskaður af börnun-
um og okkur konunum. Hann
var gæddur tónlistargáfum og
gat spilað á hvaða hljóðfæri sem
var og seinna eignaðist hann
harmonikku og varð auðvitað
frábær harmonikkuspilari. Það
var alltaf gaman þegar Erla
systir Linda tók gítarinn sinn
og þau systkinin hófu sönginn.
Það voru vissulega forréttindi
að búa í nágrenni við þau systk-
inin.
Lindi var fallegur maður, svo
hlýr og glettinn og stundum
nokkuð stríðinn. Þá var honum
skemmt þegar hann gat gabbað
okkur sem trúðum hverju orði
sem hann sagði. Hann var sann-
ur alþýðumaður, vinnusamur og
óeigingjarn og vann sína vinnu
af alúð og næmi alveg fram á
síðasta dag. Aldrei var kvartað.
Nú er hann farinn, allt of fljótt
og við stöndum hnípin eftir.
Elsku Allý, börn, barnabörn,
systkini, fjölskylda og vinir,
missir okkar allra er mikill, en
minningin um góðan og ljúfan
mann lifir.
Samúðarkveðjur frá okkur
fjölskyldunni sem byggðum
Hjallasel 22,
Soffía Ákadóttir.
„Runan“ er raðhúsalengja í
Hjallaseli, sem hlaut þetta nafn
vegna þess að hún var ekki bara
raðhús, heldur samfélag. Sam-
félag fólks sem á sama tíma
byggði þar og ól upp börn sem
léku sér þar saman. Fullorðna
fólkið kynntist og bast vináttu-
böndum. Það eru lífsgæði að
eiga góða nágranna og ekki
sjálfgefið. Þessi hópur, börn og
fullorðnir, gerði svo margt
skemmtilegt saman. Við fórum í
jeppaferðir á fjöll, í útilegur og
gönguferðir. Við hjálpuðumst að
og tókum þátt þegar mikið stóð
til hjá fjölskyldunum, í afmæl-
um, fermingum og útskriftum.
Þannig kynntumst við stórfjöl-
skyldunum, öfum og ömmum,
systkinum og vinum hvert ann-
ars.
Hann Erlendur Björnsson,
Lindi eins og hann var kallaður,
gaf þessu samfélagi okkar svo
mikið með hjálpsemi sinni og
greiðvikni, jákvæðni og hvatn-
ingu, alltaf hlýlegur og elsku-
legur þannig að allir löðuðust að
honum. Ekki má gleyma tónlist-
inni, hann spilaði á harmóníku
(eitt af góðu hljóðunum í hús-
inu) og Erla systir hans spilaði
á gítar og við hin sungum og
sungum. Stundum sömdum við
texta þegar tilefni gafst. Þetta
eru góðar minningar sem hann
Lindi átti svo stóran þátt í að
skapa, fjársjóður sem við hin
búum að.
Hljóðin í „Rununni“ hafa
breyst með tímanum, frá ham-
arshöggum og barnaleikjum,
jeppahljóðum og unglingatón-
list. Síðan komu barnabörnin
hlaupandi, hoppandi og hróp-
andi: Afi, amma. Rólegheit út í
garði, spjall og kaffibollar. Við
vöknuðum á morgnana, kaffivél
fer í gang og við förum út í bíl á
leið í vinnu og veifum til Linda
sem á sama tíma er á leið í sína
vinnu.
Einn daginn er allt breytt,
þessi þægilegi taktur hins
venjulega dags truflast og
Lindi, okkar góði nágranni, er
horfinn frá okkur. Við söknum
hans. Við fjölskyldan í Hjallaseli
18 sendum elsku Allý, Birni,
Laufeyju og fjölskyldu hennar
og skyldmennum öllum innileg-
ar samúðarkveðjur um leið og
við þökkum fyrir að hafa átt svo
góða samleið með honum Linda.
Hannes og Kristín.
Í dag kveðjum við kæran
vin, hann Linda okkar, sem
fallinn er frá svo langt um ald-
ur fram.
Ótímabært fráfall hans skil-
ur eftir sig stórt skarð í okkar
litla hjónaklúbbi sem starfað
hefur sl. 10 ár. Höfum við Jón,
Kristjana, Bárður, Munda, Þór-
ir, Fríða og Eggert átt margar
yndislegar stundir með þeim
hjónum Allý og Linda og verð-
ur hans sárt saknað.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku Allý, við biðjum Guð
að vaka yfir þér og fjölskyldu
þinni og veita ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum. Minning-
in um góðan mann lifir.
Elsku Lindi, takk fyrir allar
okkar góðu samverustundir.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Fyrir hönd hjónaklúbbsins,
Þóra Björgvinsdóttir.
Allt hefur sinn tíma og hver
tími hefur sinn tilgang, hver
einasti maður hefur sinn til-
gang. Hver maður hefur fram
að færa einstæða gjöf eða sér-
stakar gáfur til að gefa öðrum.
Fæstir búa yfir óbifanlegri
þrautseigju, en þeim sem þann
eiginleik hafa mistekst sjaldan
ætlunarverk sitt. Því þögult
vald þrautseigjunnar vex í takt
við tímann.
Það var árið 1980 sem við
hjónin hittum þau Allý og
Linda í Miðdal, landi prentara-
félagsins, í fyrsta sinn. Frá
þessum tíma sem liðinn er og
til dagsins í dag er okkur efst í
huga þakklæti. Lindi var ekki
bara tilbúinn að hjálpa ef hann
var beðinn um aðstoð, hann var
stundum á undan og benti á
eitt og annað og rétti fram
hjálparhönd.
Allt kemur og fer. Við
stöldrum hér við um stund og
hótel okkar er jörðin. Þessi til-
vera okkar er jafn hverful og
veðrið. Æviskeið mannsins
rennur hjá og fylgjumst við
ekki með er hætt við að sitt-
hvað glatist. Stundin er dýr-
mæt sem við dveljum hér, en
hún er aðeins lítill hluti af eilífð
okkar. Lífið er eilíft, en það
birtist okkur sem stundarfyr-
irbæri. En ef við njótum þess-
arar stundar saman í ást og
umhyggju þá nærumst við úr
gnægtabrunni lífsins. Hjálp-
semi, velvild, náungakærleikur.
Þessi þrjú orð eru kveðjuorð
okkar hjóna til Linda.
Minningin lifir um góðan vin,
sem er ekki lengur, en verður
ávallt til.
Elsku Allý. Þér, börnum þín-
um og öðrum aðstandendum
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ragnar og Guðlaug.
Með örfáum orðum viljum
við kveðja okkar góða vin Er-
lend eða Linda, eins og hann
var alltaf kallaður. Minningarn-
ar streyma fram, hvort sem
það voru ferðir í Galtalæk,
Bahamas eða að hittast heima
eða í sumarbústöðum okkar,
alltaf var gott að vera með
Linda og eins og stelpurnar
okkar segja: Það eru svo góðar
minningar um hann Linda, öll
gullkornin hans, t.d. gerði hann
bíltúrana að ævintýri með því
að segja að hann gæti ýtt á
takka á bílnum þá gæti hann
flogið og þær trúðu því.
Elsku Allý, Laufey, Björn og
fjölskylda, okkar innilegustu
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Arna og Sveinbjörn
Kristjánsson.
Félagsskapur sumarhúsaeig-
enda í Miðdal, Laugardal, hef-
ur misst góðan og traustan
dreng. Erlendur Björnsson,
Lindi eins og hann var oftast
nefndur, var okkur og Miðdæl-
ingum mikill og góður vinur.
Lindi þekkti alla staðhætti í
Miðdal og nágrenni, Laugar-
dalurinn var hans uppáhalds-
staður strax frá unga aldri,
fyrst sem sveitadrengur á
Hjálmsstöðum og síðar sem
sumarhúsaeigandi í Miðdal.
Linda líkaði hvergi betur að
vera en í bústaðnum sínum
með Allý sinni og börnunum og
síðar barnabörnum. Þar var
endalaust pláss og hlýja fyrir
alla.
Þegar vandamál komu upp
hjá fólki í sumarhúsahverfinu
varðandi lausnir á ýmsum
vandamálum var fyrsta hugsun
hjá mörgum: Tölum við Linda.
Lindi var einstaklega greið-
vikinn, góður maður, útsjónar-
samur og hjálplegur. Það sem
hann var beðinn um að gera
var gert með bros á vör, með
mikilli natni og nákvæmni. Það
voru því ófáir sem leituðu til
hans um aðstoð. Það var nánast
sama hvert verkefnið var, bil-
aðar vélar, smíða, tengja vatns-
leiðslur eða bíllinn fór ekki í
gang, Lindi bjargaði málunum.
Ef á þurfti að halda fór hann í
skúrinn sinn, náði í það sem við
átti eða bjó það til á staðnum,
hann hafði endalaus úrræði og
lausnir.
Ekki skemmdi það fyrir að á
góðum stundum var Lindi
hrókur alls fagnaðar. Harmon-
ikkan var spennt framan á sig
og þanin langt fram eftir
kvöldi, svo undir tók í Dalnum.
Það er ekki í anda Linda að
halda lofræðu um hann. Hann
var ekki vanur að trana sér
fram, gerði það sem þurti að
gera með sínu lagi, var nægju-
samur og undi vel við sitt.
Veikindum sínum tók hann
með miklu æðruleysi. Hann
hélt áfram sínum daglegu störf-
um þar til yfir lauk. Linda
verður sárt saknað, en góðar
og ljúfar minningar um góðan
dreng verða geymdar um
ókomin ár.
Jón og Sigrún.
Kveðja frá Þröstum
Þriðjudaginn 1. nóvember
barst mér sú fregn að Erlendur
Björnsson vinur minn og söng-
félagi til margra ára væri lát-
inn. Í bland við sorg og söknuð
blossaði upp reiði yfir þessu
óréttlæti almættisins þar sem
maður á besta aldri er hrifinn
burt frá fjölskyldu og vinum,
maður sem bjó yfir einstökum
eiginleikum til að laða að sér
fólk með sínu glaðværa brosi
og hlýju.
Leiðir okkar Linda, eins og
hann var kallaður, lágu saman í
Karlakórnum Þröstum fyrir um
15 árum. Strax á fyrstu æfingu
naut ég tilsagnar Linda og
tókst með okkur náin vinátta.
Lindi var einstaklega tónviss
og öruggur söngmaður enda
tónlist honum í blóð borinn og
mörg voru þau skemmtikvöldin
hjá Þröstum þar sem Lindi hélt
uppi fjörinu með harmonikku-
leik.
Elsku Allý.
Við félagar í Þröstum vottum
þér og fjölskyldu þinni okkar
innilegustu samúð. Við söknum
þegar vinar í stað og vitum að
minning um góðan dreng og
söngfélaga mun ætíð verða með
okkur.
Kolviður Helgason,
formaður.
Í dag þegar ég kveð góðan
vinnufélaga og vin þá rifjast
upp margar góðar minningar
um liðna daga. Við byrjuðum
að vinna á sama tíma á papp-
írslagernum í Odda og vorum
við fljótir að ná vel saman.
Umræðuefnið var oftar en
ekki Laugardalurinn, sum-
arbústaðaferðirnar, gamlar
dráttarvélar og fólkið okkar í
sveitinni. Þið hjónin áttuð ykk-
ar sælureit í Miðdal og bar bú-
staðurinn ykkar merki um ein-
staka snyrtimennsku og
útsjónarsemi. Það voru ófáir
kaffitímarnir þar sem við
ræddum um pallasmíðar eða
breytinar á kotunum okkar og
alltaf sýndir þú mikinn áhuga
á því sem ég var að gera. Það
sást best þegar þú heimsóttir
mig í bústaðinn minn í sumar
og tókst myndir af fram-
kvæmdunum og sýndir mér
þær þegar ég heimsótti þig
fyrir skömmu.
Í vinnunni varst þú minn
kennari á pappír og leitaði ég
til þín, eins og svo margir, til
að fá ráð og tilsögn sem þú
veittir alltaf með hlýhug og
virðingu. Nú þegar komið er
að leiðarlokum vil ég þakka
fyrir samfylgdina og sendi
fjölskyldu þinni mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Hilmar Þorkelsson.
Látinn er fyrrum vinnu-
félagi minn, Erlendur Björns-
son, en við vorum vinnufélagar
í 35 ár. Samstarfið hófst með
því að fyrirtæki þau sem við
unnum hjá sameinuðust. Okk-
ar kynni urðu best þegar við
fórum saman í kynnisferðir til
útlanda á vegum fyrirtækisins
til þess að sækja sýningar eða
til þess að skoða ákveðnar vél-
ar. Hann var ekki mikið fyrir
það að tala framandi tungumál
á þessum ferðum okkar, en
vélamál lét honum vel að nota.
Þetta vélamál sem og hið hlýja
bros þar sem í ljós komu fal-
legar og jafnar tennur og að
einnig var jafnan stutt í dill-
andi hláturinn fleytti honum
áfram. Mér er það í fersku
mynni þegar hann stóð á
gangbretti einhverrar vélar-
innar í Düsseldorf með aðra
höndina undir höku þannig að
fingurnir mynduðu eins og
skál utanum hökuna síðan leit
hann brosandi út að eyrum á
þann sem ætlaði að sýna okk-
ur viðkomandi vél. Hann var
ekki alveg klár á því hvernig
hún virkaði og mikið rétt, þeir
töluðu sitt vélamál en allt
gekk upp, vélin var sett af
stað og hann var alveg með á
nótunum. Eftir það voru ekki
mörg orð höfð, bara já og nei
og svo kinkaði hann kolli en
brosið fór aldrei af andlitinu
og að skammri stundu liðinni
var hann tilbúinn að skoða
næstu vél.
Það bar oft við að Lindi
þurfti að grípa í hina eða
þessa vélina og var það alveg
sama hvaða vél það var, allar
létu vel að hans stjórn. Það
sem vakti athygli mína var
hve snyrtilegur hann var, það
sá ekki á honum þó svo að
hann væri að lagfæra eða
prenta á einhverri vélinni, allt-
af var hann tandurhreinn og
snyrtilegur, hann þurfti að
vísu að snyrta svolítið í kring-
um sig áður en hann gat farið
að prenta.
Lindi var ákaflega greiðvik-
inn og hjálpsamur og gott að
leita til hans með eitt og ann-
að sem var að velkjast fyrir
manni, hvort sem það var
aukahljóð í bílnum eða kaldir
ofnar, oftar en ekki hafði hann
lausn á málinu.
Við Helga vottum Aðalheiði,
börnum þeirra sem og öðrum
ættingjum þeirra okkar inni-
legustu samúð.
Helga Zoëga og
Guðmundur Kristjánsson.
HINSTA KVEÐJA
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Guð blessi minningu
Linda frænda.
Innilegar samúðarkveðj-
ur,
Hildur, Þórunn og
fjölskyldur.
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2011