Morgunblaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2011 Unglist Danssýning listahátíðar unga fólksins var í Austurbæ í fyrrakvöld. Þar sýndu ungir dansarar listir sínar og þessi unga stúlka útfærð atriði sem eru langt því frá að vera á allra færi. Kristinn Þær fréttir hafa nú verið kunngjörðar frá Kleppsspítalanum að velferðarheimilinu að Sogni verði lokað og sjúklingarnir fluttir á Klepp í Reykjavík. Eitt mesta afrek sem einn ráðherra hefur unnið í mannúðar- og heilbrigðismálum á okkar tíma vann al- þýðuflokksmaðurinn Sighvatur Björgvinsson þegar hann tókst á við að byggja upp Sogn og flytja heim fársjúka einstaklinga sem vistaðir voru í Svíþjóð og víðar er- lendis árum saman. Að vísu hafði framsóknarmaðurinn Guðmundur Bjarnason forveri hans markað stefnuna og undirbúið málið ásamt Ólafi Ólafssyni, fyrrv. landlækni. Íslendingar kannast við sögur um fólk sem var flutt í járnum á Brimarhólm í Kaupmannahöfn forðum daga. Öllum ber saman um að það er ljótur blettur á Íslands- sögunni. Um hitt er minna talað að í okkar tíð voru fársjúkir ein- staklingar nánast sekkjaðir eða fluttir í járnum til Svíþjóðar og Noregs, einstaklingar sem voru ósakhæfir, haldnir alvarlegum geð- sjúkdómum, fluttir í ókunnugt land mállausir og helsjúkir fjarri fjölskyldu og vinum. Svartur blett- ur í sögu okkar, um það ríkir þöggun. Geðveikina má lækna en heimsk- una ekki? Geðsjúkdómar munu ávallt fylgja mannkyn- inu, þeir snúast ekki um greind. Geð- sjúkdómur er veiki, það vita menn í dag. Hvað sagði ekki Jónas Jónsson frá Hriflu sem til stóð að dæma geðveikan og vista á Kleppi af pólitískum andstæðingum og geðlæknum. Strákur hrópaði fram í ræðu Jón- asar á átakafundi: ,,Þegiðu Jónas, þú ert geðveikur,“ Jónas gerði hlé á ræðu sinni og það mátti heyra saumnál detta í troðfullum sal. Síð- an sagði hann: ,,Já það er þetta með geðveikina, geðveikin er sjúk- dómur, hana má lækna, en heimsk- una, heimskuna læknar enginn.“ Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra, það er stórt nafn velferð- arráðherra. Hugsaðu þig vel um áð- ur en þú lætur embættismenn í þínu nafni raska því velferðarstarfi sem hefur verið unnið af frábæru fólki á Réttargeðdeildinni á Sogni í um tuttugu ár. Að vísu með geð- læknum og heilbrigðisfólki frá Kleppi. Allt sem embættismenn þínir ákveða er gert í þínu nafni og á þína ábyrgð. Fari illa í framhald- inu verður það þú sem verður dæmdur, ekki þeir. Þú ert í stöðu kjarkmannsins Sighvats, þú skalt hugsa djúpt áður en þú kokgleypir grautinn frá verkamönnum þínum á Kleppi, þú ræður málinu. Sighvatur var kjarkmaður Sighvatur þorði að takast á við óvinsældir og ótta og einhverja hörðustu pólitísku orðræðu sem ég man eftir meðan ég starfaði í stjórnmálum. Hann kvað uppúr með það að það bæri að lækna þessa sjúklinga hér heima. Tómas Helgason og hans menn á Klepps- spítalanum töldu starfsemina ekki eiga heima á Kleppi, hún væri bet- ur komin annars staðar. Ég trúi því nú og árangurinn vitnar um að Tómas og sérfræðingar þess tíma hafi haft rök að mæla þegar þeir töldu Klepp ekki hentugan dval- arstað fyrir þessa sjúklinga. Sogn reyndist betri staðsetning til hjálp- ar sjúklingunum, segja tölurnar um lækningu. Umhverfið á Sogni gefur kost á betri og frjálsari meðferð í tengslum við íslenska náttúru en orðið hefði innan steinveggjanna á Kleppi. Sú meðferð að geta veitt sjúklingunum andrými við gróð- urstörf, umhirðu hesta og dýra og gönguferðir um náttúruna, ávallt undir fullri gæslu. Það hefur gefið þeim mikið og má ekki vanmeta sem úrræði og lækninga-mátt. Jafnframt mikil festa í starfs- mannahaldi sem er talin þessu fólki mikilvæg. Öruggt og rólegt um- hverfi. Það er fáranleg umræða sem kemur nú frá Kleppi að Sogn sé fjarri mannabyggðum og illa stað- sett. Þessir sérfræðingar eru komn- ir í pólitískt þref og útúrsnúninga. 44 sjúklingar læknast af 50 Inn á Sogn hafa verið lagðir um fimmtíu sjúklingar, sumir mjög al- varlega veikir. Um fjörutíu og fjór- ir hafa verið útskrifaðir. Og ekki einn einasti þeirra útskrifuðu hefur á ný komist í kast við lögin. Hvaða önnur vistun afbrotafólks getur státað af slíkum árangri? Á kannski að fara með Kleppsspítalann austur í Ölfus? Og byggja Hólmsheið- artugthúsið í Flóanum, þar er meira andrúm og öðruvísi mögu- leikar á meðferð en inni í borg? Gáðu nú að þér, Guðbjartur Hannesson, er vit í að raska þess- ari stofnun miðað við árangurinn? Samtals fjörutíu og fjórir ein- staklingar eru aftur gengnir út í sólskinið, það gerðist ekki af sjálfu sér, því var ekki spáð á sínum tíma. Hvað sparar það ríkinu mikla pen- inga? Væri helmingur þeirra enn inni, hvað myndi það kosta heil- brigðiskerfið? Sérstök nefnd á veg- um Evrópuráðsins (CPT) heimsæk- ir Ísland reglulega til að gera úttekt á aðbúnaði refsifanga og gera athugasemdir ef þurfa þykir. Sogn nýtur þess um fram flestar slíkar stofanir í Evrópu að vera með fullt hús stiga, sem sé góð meðferðarstofnun. Varaðu þig, ráðherra Ég ætla ekki hér að ræða nein byggða- eða atvinnumál í þessu sambandi, þetta allt snýst um heilbrigðis- og mannúðarmál. Sigr- arnir í þágu sjúklinga og fjöl- skyldna þeirra á Sogni tala því máli að það ber að skoða þetta allt með gleraugum skynseminnar og taka árangurinn út af hlutlausum að- ilum. Kannski fá álit CPT eða ein- hverra sérfræðinga í Evrópu. Ég treysti alþingismönnum þjóðarinnar til að stoppa þetta mál meðan út- tekt fer fram. Reyndar hefði ég kosið þín vegna og árangursins vegna að þú, Guðbjartur, hefðir gert það sjálfur, málið er á þinni könnu. Samfylkingarmenn, við ykk- ur vil ég segja þetta: Þið eigið Sig- hvat Björgvinsson, hann vann afrek og sýndi manndóm í átökum við fordómana og heimskuna. Við Guð- bjart Hannesson segi ég þetta: Varaðu þig, Guðbjartur. ,,Það er víða Kleppur.“ Eftir Guðna Ágústsson » Sogn reyndist betri staðsetning til hjálp- ar sjúklingunum, segja tölurnar um lækningu. Umhverfið á Sogni gef- ur kost á betri og frjáls- ari meðferð í tengslum við íslenska náttúru en orðið hefði innan stein- veggjanna á Kleppi. Guðni Ágústsson Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra. ,,Það er víða Kleppur,“ Guðbjartur Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.