Morgunblaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2011
✝ SigurbjörgSteindórsdóttir
fæddist á Akureyri
18. september
1950. Hún lést á
heimili sínu,
Tungusíðu 2 Ak-
ureyri, 4. október
2011. Faðir hennar
var Steindór Stein-
dórsson járnsmiður
frá Akureyri, f.
14.4. 1921, d. 30.1.
1977, móðir hennar Guðbjörg
Sigurgeirsdóttir húsmóðir, f.
7.2. 1924, d. 28.12. 2002. Systk-
ini Sigurbjargar eru: Halldóra,
starfsmaður FSA, f. 1.4. 1946,
maki Björn Jónsson, málari,
Steindór, járnsmiður, f. 6.3.
1953, maki Hlédís Hálfdán-
ardóttir, Sigurgeir, fram-
kvæmdastjóri, f. 25.10. 1954,
maki Rósa Sigurlaug Gests-
dóttir.
Hinn 28. desember 1968 gift-
ist Sigurbjörg Bernharði Stein-
grímssyni, listamanni og at-
ingur, f. 9.12 1972, maki Sig-
urður Kristján Blomsterberg,
rafeindarvirki. Börn þeirra eru:
Guðrún Karítas, f. 23.11. 1998,
Agnes Erla, f. 7.2. 2001, Sveinn
Bernharð, f. 9.4. 2005 og Katrín
Arndís, f. 4.10. 1992, stjúpdóttir.
4) Steingrímur Magnús, nemi, f.
22.5. 1982.
Sigurbjörg lauk gagnfræða-
prófi frá Gagnfræðiskóla Ak-
ureyrar 1967. Hún vann ýmis
störf um ævina, starfaði á leik-
skóla, á Sólborg á Akureyri og
við afgreiðslu- og umönn-
unarstörf. Hún rak gistiheimili,
listagallerý, vídeoleigu og veit-
ingastað um árabil með eig-
inmanni sínum. Hún var búsett í
Reykjavík á árunum 1969 til
1977 þegar hún fluttist aftur til
Akureyrar. Sigurbjörg var mik-
il áhugamanneskja um trúmál
og sótti ýmis námskeið á vegum
kirkjunnar þ. á m. nokkur Alfa-
námskeið. Sigurbjörg var alla
tíð mikil fjölskyldumanneskja
og sýndi fólkinu sínu ávallt
áhuga og kærleik. Hún var ein-
stök móðir, amma, tengda-
mamma og vinkona.
Útför Sigurbjargar verður
gerð frá Glerárkirkju í dag, 11.
nóvember 2011, og hefst athöfn-
in kl. 11.
vinnurekanda, f.
24.2. 1948, d. 29.3.
2005. Sigurbjörg
og Bernharð eign-
uðust fjögur börn.
Þau eru: 1) Berg-
hildur Erla, fjöl-
miðlafræðingur og
ráðgjafi, f. 1.2.
1968, maki Edvard
Börkur Edv-
ardsson, fram-
kvæmdastjóri, syn-
ir þeirra eru: Sigurbjörn
Bernharð, f. 2.4. 1994 og Edvard
Dagur, f. 12.10. 1998. 2) Bern-
harð Stefán sjávarútvegsfræð-
ingur, f. 14.8. 1969, synir hans
eru Alexander Freyr, f. 2.12.
1999, Viktor Logi, f. 12.12. 2001,
Sigursteinn Breki, f. 29.9. 2008.
Móðir Alexanders og Viktors er
Sólbjörg Sólversdóttir, hjúkr-
unarfræðingur, móðir Sig-
ursteins Breka er Halla Þor-
steinsdóttir,
hjúkrunarfræðinemi. 3) Björg
Maríanna, geðhjúkrunarfræð-
Elsku hjartans, fallega
mamma, nú er komið að kveðju-
stund. Mig setur hljóða en á sama
tíma langar mig að skrifa heila
bók um þig með öllum dýrmætu
minningunum, það bíður betri
tíma. Ég er full af þakklæti á þess-
um tímamótum sem fyllir svolítið
upp í allt tómarúmið sem þú skilur
eftir þig. Þú varst aðeins 17 ára
þegar þú áttir mig og síðan komu
börnin eitt af öðru næstu árin,
urðu að lokum fjögur og frá fyrsta
degi varstu fullkomin móðir. Þú
vildir það besta fyrir okkur, þú
studdir okkur alltaf og varst til
staðar þegar eitthvað bjátaði á.
Þú varst vinur okkar og ráðgjafi
og það var ómetanlegt. Þú varst
svo skemmtileg og hæfileikarík,
með fallega söngrödd og óendan-
lega smekkleg. Þú varst lista-
kokkur og gast gert mat úr engu.
Og þegar þú fylltist orku gastu
flutt fjöll. Þú varst svo stolt af
okkur börnunum þínum, ömmu-
börnum og tengdabörnum og
gafst okkur svo margt. Þú varst
listakona á svo margan máta og
barst það með þér hvar sem þú
komst. Ég hef aldrei átt eins inni-
haldsrík og heimspekileg samtöl
við nokkra manneskju og þig þar
sem þú leiddir mig áfram með
kærleikann að leiðarljósi. Þú
dvaldir löngum stundum hjá mér
og Berki og börnunum og svo
mikil hlýja fylgdi þér að hitastigið
hækkaði í húsinu, meira segja
þegar þú laumaðir þér inn í her-
bergi til að leggja þig sem þér
þótti nú ekki slæmt. Þegar þú
varst búin að fara einn hring um
húsið mitt var eins og hr. Proppé
hefði litið inn, nema það var bara
aðeins fínna. Þú áttir stóra og
mikla trú sem þú ræktaðir öllum
stundum og varst sannfærð um að
lífið væri ekki endanlegt. Þau voru
ófá Biblíukornin sem við drógum
saman til að fá skilaboð að ofan.
Við fjölskyldan fórum til Spánar í
sumar og það var svo heitt að við
gátum okkur lítið hreyft þannig að
við sátum heilu og hálfu dagana og
spjölluðum saman um heima og
geima. Við vorum nú ekkert voða-
lega ánægð með allan þennan hita
en óskaplega er ég þakklát fyrir
hann í dag því hann gerði það að
verkum að við gátum spjallað og
eytt tímanum saman í stað þess að
æða út um allar trissur. Þú
stakkst þér af mikilli list í sund-
laugina til að kæla þig og í eitt
skipti var krafturinn svo mikill að
bikiníið þitt varð eftir í lauginni við
mikla kátínu viðstaddra og þú
hlóst manna hæst. Þú gafst lífinu
svo margt og það voru svo margir
sem elskuðu þig. Þú skildir aldrei
við þig móðurástina og varst sómi
allra mæðra. Þú skilur eftir þig
stórt skarð en þú kenndir okkur
börnunum þínum að styðja hvert
annað með vináttuna að vopni og
það mun hjálpa okkur að fylla upp
í þetta stóra skarð.
Nú ertu komin til elsku pabba
sem var eini maðurinn í þínu lífi.
Guð blessi þig og geymi, elsku
mamma, og þína dýrmætu minn-
ingu, skilaðu ástarkveðju til
pabba.
Þín mjúka móðurhönd
mig áfram lífið leiddi.
Nú farin ertu á aðra strönd.
Ég ávallt mig á þig reiddi.
Nú hvílir þú hjá góðum Guð’
sem gafst svo mikið sjálf.
Nú laus þú ert við heimsins puð
en ég um tíma er hálf.
(BEB.)
Þín dóttir og sálufélagi,
Berghildur Erla
Bernharðsdóttir.
Elsku hjartans fallega mamma
mín. Mikið fékk ég stórt verkefni
upp í hendurnar núna og það lang-
erfiðasta hingað til. Nú sit ég hér í
miklu tómarúmi og er svo andlaus
eitthvað. Það er svo óendanlega
margt sem mig langar til að segja
og það er svo margs að minnast,
elsku mamma. Ég var svo heppin í
uppvextinum að eiga svona
mömmu. Mömmu sem var alltaf til
staðar og tók þátt í lífi mínu og
okkar allra á allan hátt. Þú varst
svo mikil trúnaðarvinkona mín og
ég gat sagt þér öll leyndarmálin
mín og þú gekkst í gegnum allt
með mér. Allir mínir sigrar voru
þínir og þú hafðir alltaf tíma fyrir
mig og ég gat alltaf treyst á þig.
Þú varst sterkasta kona sem ég
hef á ævi minni kynnst og stóra
hetjan í lífi mínu. Þú hafðir fengið
mörg verkefni í lífinu og ófá erfið
en alltaf stóðstu upp eins og sann-
kölluð hetja. Þú varst svo margt
að listinn er ótæmandi en lítið brot
er að þú varst hjartahlý, skemmti-
leg, litrík, fyndin, fjörug, hug-
myndarík, umburðarlynd, gjaf-
mild, hjálpsöm, blíð og elskuleg.
Nærvera þín var svo sterk og
hún er svo sterk í hjarta mínu. Þú
varst elskuð af svo mörgum vegna
þess að þú varst með hjarta úr
gulli. Þú varst nú líka mikið fyrir
gull og glys og hafðir einstaklega
gaman af því að punta þig og setja
á þig gullið þitt, skrautið, glimm-
er, tiger-munstrið og glamúrinn.
Þú varst glæsilegust af öllum þeg-
ar þú varst í þínu fínasta pússi.
Það eru þungur harmur í
Tungusíðu núna. Heimili þínu sem
var svo einstakt og fallegt á allan
hátt. Það voru þung spor að koma
þangað í þessum tilgangi, elsku
hjartans mamma, og minningin
um þig á stéttinni að taka á móti
okkur með opinn faðminn og ný-
bakaða skúffuköku svo sterk. Þú
bakaðir nefnilega bestu skúffu-
köku í heimi og reyndar allan mat.
Mömmumaturinn þinn var engu
líkur. Við erum búnar að eiga svo
dásamlegar samverustundir upp á
síðkastið sem eru mér svo dýr-
mætar minningar núna.
Það var svo skemmtilegt á
Spáni í sumar þar sem við vorum
öll saman. Þrátt fyrir nánast
óbærilegan hita þá skemmtum við
okkur svo vel. Í september sl.
héldum við veislu í tilefni af 61 árs
afmæli þínu, þá reyndi ég að feta í
fótspor þín þó að enginn kæmist
með tærnar þar sem þú hafðir
hælana hvað varðar myndarskap
og einstakt auga fyrir smekkleg-
heitum. Ófá samtöl okkar síðustu
vikur hafa m.a. snúist um jólin. Þú
varst svo oft hjá okkur á jólunum
og þú elskaðir jólin því þá vorum
við öll saman, þannig vildir þú
hafa líf þitt og þú lifðir fyrir sam-
verustundir okkar. Þú varst svo
einstök amma og barnabörnin þín
dýrkuðu þig, dáðu og elskuðu. Þú
kallaðir þau nöfnum sem enginn
annar notaði og það var svo mikil
umhyggja, húmor og gleði í þess-
um nöfnum.
Elsku hjartans mamma mín, nú
höfum við drukkið síðasta kaffi-
bollann saman. Ég þakka þér fyrir
allt og allt og get aldrei þakkað
nægilega fyrir mig. Þú ert mitt
leiðarljós. Þú kyssir pabba kossa
frá okkur öllum og hann mun um-
vefja þig þegar þú kemur nú til
hans. Guð geymi þig.
Þín dóttir
Björg Maríanna
Bernharðsdóttir.
Það er erfitt að ímynda sér lífið
án þín, mamma mín. Þú hefur allt-
af verið mér stoð og stytta í öllu
mínu lífi. Alltaf var hægt að leita
bestu ráða hjá þér. Þú varst alltaf
óspör á hrósið og hvattir mann
áfram. Nú ertu farin á annan stað
án þess að maður hafi nokkuð um
það að segja. Það er sárt og sökn-
uðurinn mikill.
Ég get þó glatt mig við að þú
sért komin á betri stað. Það er
eina huggunin sem maður finnur í
sorginni að missa þig. Minning-
arnar um þig munu þó ylja manni
um ókomna tíð. Allt sem við spjöll-
uðum, brölluðum og spáðum í
verður ljóslifandi í minningunni.
Trú þín á Guð var líka bjargföst og
þú miðlaðir henni af hlýju til mín
og annarra.
Leitt þótti mér að heilsa þín var
ekki sem best. Það var þó gaman
að ræða við þig um hin ýmsu
heilsutengdu mál. Þú leitaðir líka
stundum til mín með heilsuráð
sem mér þótti mjög vænt um og
saman komumst við að merkileg-
um vísindauppgötvunum. Þó verð
ég að viðurkenna að þau ráð voru
ekki alltaf efst á forgangslistanum
þínum. Við áttum frábærar stund-
ir saman og slógum oft á létta
strengi. Oft hlógum við saman
þrátt fyrir að hlutirnir væru ekki
eins og við óskuðum. Nærvera þín
var alltaf yndisleg, hvort sem það
var í rökræðum, við matarborðið
eða bara vitandi af þér hrjótandi í
næsta herbergi. En skemmtileg-
ast var að hlæja með þér og heim-
sækja þig til Akureyrar. Alltaf
stóðstu úti á plani þegar bíllinn
renndi í hlað og tókst okkur í fang-
ið. Svo tók við veisla sem þú töfr-
aðir fram með þinni frábæru mat-
seld og umhyggjusemi. Vertu
velkomin til mín um jólin eins og
við plönuðum og ég passa upp á að
matseðillinn verði samkvæmt þín-
um óskum.
Ég veit að synir mínir og
ömmubörn syrgja þig líka djúpt
og sakna þín mikið, enda varstu
frábær amma. Sú fallega minning
er ekki síðri en minningin um þig
sem móður.
Nú kveð ég þig, mamma mín,
og þakka þér fyrir allt sem þú hef-
ur gefið mér. Lífið er þar stærsta
gjöfin en samveran með þér sú
besta. Ég vona að þú finnir fljótt
þinn stað á himnum og pabbi verði
með þér. Ég geymi fallega minn-
ingu um þig um ókomin ár, elsku
mamma mín. Takk fyrir sam-
fylgdina.
Þinn sonur
Bernharð Stefán.
Elsku móðir mín, nú erum við
að skilja í þessum heimi. Þú hefur
alltaf stutt við bakið á mér þegar
ég hef þurft á því að halda. Að þú
hafir horfið frá mér svo skyndi-
lega er óbærilega sorglegt. Þú
varst mér alltaf mikill gleðigjafi og
þó þú hafir verið að glíma við veik-
indi, sem ég oft og tíðum skildi
ekki, voru samverustundir okkar
mér alltaf mikils virði. Ég veit að
lífið var ekki alltaf dans á rósum
hjá þér en þér var einni lagið að
hlæja, dansa, syngja og njóta lífs-
ins. Svo fannst mér gott að búa hjá
þér, þú varst nú einkar lagin í eld-
húsinu. Þú samgladdist með mér
þegar mér gekk vel og fannst til
með mér þegar eitthvað fór úr-
skeiðis. Þú varst besta mamma
sem ég gat hugsað mér og ég vildi
að samverustundirnar okkar
hefðu verið fleiri. Ég veit að allir
sem voru þér samferða í gegnum
lífið eiga eftir að sakna þín mikið
því þú varst svo mikill gleðigjafi.
Það var svo gott að koma með vini
mína heim því þú tókst alltaf svo
vel á móti okkur. Þú varst mér
mikill sálufélagi eftir að ég flutti
aftur til Akureyrar og ég met vin-
skap okkar óendalega mikils. Þú
varst mér alltaf innan handar ef
mig vantaði eitthvað og vildir allt-
af allt fyrir mig gera. Þú varst sú
sem vaktir eftir mér þegar ég fór
niðrí bæ þegar ég var ungur og ég
þakka þér fyrir það. Ég vona að
veikindum þínum sé nú lokið og að
þér líði vel. Mig langar þakka þér
fyrir allt það liðna, þetta var mér
dýrmætur tími og ég vona að þú
finnir frið þarna hinum megin. Ég
sakna þín.
Þinn sonur
Steingrímur Magnús
Bernharðsson.
Elsku Sibba mín, nú er komið
að leiðarlokum, við áttum margar
góðar stundir saman. Þú varst ein
af merkilegri manneskjum sem ég
hef kynnst í gegnum tíðina. Þegar
ég kom til þín í Tungusíðu tókst þú
ávallt á móti mér með hlýhug og
kossi á kinn og beið ætíð girnileg
skúffukaka eftir mér. Þrátt fyrir
að þú mættir oft og tíðum mótlæti
í lífinu þá léstu það ekki hafa mikil
áhrif á þig, þú hafðir þann eigin-
leika að geta horft á þetta allt
saman með léttum hug og húmor
eða gerðir grín að þessu öllu sam-
an. Þú varst einstaklega ráðagóð
og var ávallt gott að leita til þín,
voru ráð þín ætíð góð og gæfurík.
Einnig varstu einstaklega gjaf-
mild kona og vildir allt fyrir alla
gera, barnabörnin þín dýrkuðu
þig og þú taldir það ekki eftir þér
að klæða þig upp og setja upp leik-
rit með þeim, og varð það öllum til
mikillar skemmtunar. Söknuður
þeirra verður mjög mikill við frá-
fall þitt svona allt of snemma. Við
sátum oft löngum stundum og
ræddum um heima og geima, aldr-
ei var húmorinn og hláturinn langt
undan og sögunar þínar voru æv-
intýralegar. Mikill snyrtipinni
varstu, heimili þitt var alltaf ein-
staklega snyrtilegt og þegar kom
að stórum veislum varstu ómiss-
andi, því þú vannst á við 10 manns
og hlífðir þér aldrei. Alls staðar
þar sem þú varst var hreint og fal-
legt. Ég veit að nú ertu komin á
góðan stað og bíður Benni eftir
þér með bros á vör og koss á kinn.
Þín verður mjög sárt saknað í
framtíðinni. Takk fyrir allar góðu
stundirnar og samfylgdina í þessu
lífi.
Þinn vinur og tengdasonur,
Sigurður B.
Elskulega tengdamóðir mín og
vinur, mig setti hljóðan þegar mér
var tilkynnt þar sem ég var stadd-
ur erlendis að þú værir farin. Mér
fannst þessi frétt svo óraunveru-
leg og ég er ekki ennþá búinn að
átta mig á því að ég fæ ekki að sjá
þig aftur, spjalla við þig, taka á
móti þér eða heimsækja þig norð-
ur til Akureyrar og segja þér frá
strákunum mínum sem þú varst
svo óendanlega stolt af. Nú eru
minningarnar um þig það sem ég
á eftir og verða víst að duga. Þú
varst svo hjartahlý, raunagóð,
æðrulaus, elskaðir börnin þín,
barnabörn og tengdasyni og lifðir
fyrir okkur. Ég veit og skil að lífið
er ekki alltaf sanngjarnt og sjálf-
sagt sjaldan eins grimmt og við þá
sem vilja engum illt og sækjast
ekki eftir veraldlegum frama. Við
áttum okkar góðu stundir saman,
höfðum bæði gaman af mat og átt-
um ófáar stundirnar saman í eld-
húsinu þar sem við töfruðum fram
hátíðarmáltíðir. Þú þreyttist ekki
á að segja frá því við matarborðið
hvað tengdasonur þinn gæti eldað
góðan mat, en að ganga frá eftir
sig væri nú allt annað mál. Og það
eru nú ekki allar tengdamæður
sem hefðu leyft tengdasyninum að
breyta jólahefðunum á heimili
sínu fyrstu jólin okkar saman, en
það gerðir þú fyrir mig þegar þú
leyfðir mér að elda rjúpu. Við rest-
ina af fjölskyldunni sagðir þú, að
það væru engin jól hjá Berki nema
að hann fengi rjúpurnar sínar. Ég
vildi óska þess að við hefðum feng-
ið meiri tíma og að við hefðum get-
að átt saman fleiri gæðastundir
því þú hafðir svo góða nærveru og
það var svo gaman að sjá hversu
stolt þú varst af börnunum þínum
og barnabörnum. Þú varst góð
móðir, amma og tengdamóðir, það
var gott að leita til þín, þú varst
tilbúin til að hlusta og þú varst
ekki með tilbúið svar á reiðum
höndum. Þú sagðir stundum við
mig þegar eitthvað bjátaði á að
hlutirnir myndu finna sína leið og
oft væri betra að sleppa takinu því
við réðum ekki alltaf för. Trúin var
stór partur af þínu lífi og margar
heimspekilegar samræður urðu á
milli okkar um þau mál en aldrei
reyndir þú að þröngva þínum
skoðunum uppá aðra heldur virtir
þú skoðanir annarra. Þú skilur
eftir þig stórt skarð og þín verður
sárt saknað, elsku Sibba mín, en
ég veit að þú ert nú loksins komin
til hans Benna þíns, þið hafið náð
saman að nýju. Ég veit að þú munt
vaka yfir okkur og vernda. Guð
geymi þig, elsku Sibba mín.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Þinn tengdasonur
E. Börkur Edvardsson.
Elsku amma, ég vildi að við
hefðum getað eytt meiri tíma sam-
an. Þegar ég hugsa til þín þá
hugsa ég um allar góðu stundirnar
sem við áttum saman. Eins og t.d.
Spánarferðin, hún var æðisleg, þú
vast svo hress og skemmtileg eins
og alltaf og náttúrlega lang-brún-
ust af okkur öllum. Það var svo
gaman að vera með þér því með
þér var alltaf svo mikil hlýja í
kringum þig og það var alltaf gam-
an að vera með þér og ef manni
leið eitthvað illa þá gat maður allt-
af leitað til þín. Þú ert alveg ynd-
isleg manneskja og góð og falleg
og bara allt það jákvæða og þín
verður mjög sárt saknað. Bara ef
ég gæti fengið að kveðja þig þá
myndi kveðjan standa yfir í marga
daga því það er svo erfitt að
kveðja þig og okkur þótti svo vænt
um þig. Ég vildi bara að við þyrft-
um aldrei að kveðja þig, elsku
amma, það er svo erfitt að segja
bara nokkur orð um allt sem við
gerðum saman, og svo munum við
svo vel eftir því þegar þú horfðir á
einhverja vonda mynd og svo í lok-
in á myndinni þá komstu að því að
myndin var byggð á sönnum at-
burði og því varstu svo hrædd að
þú þorðir varla að fara heim og
vera ein heima. Hjá þér var alltaf
svo góður matur og alltaf þegar
maður kom til Akureyrar þá var
alltaf til besta skúffukaka í heimi.
Og svo man ég svo vel eftir því
þegar þú varst sextug, þá héldum
við surprise-afmælisveislu og það
var góður dagur og allir skemmtu
sér konunglega. Og svo í ár þegar
þú varðst 61 þá héldum við veislu
hérna heima hjá okkur, það var
líka mjög skemmtileg veisla. Það
var alltaf hreint hjá þér og þegar
þú komst í heimsókn þá tókstu
alltaf allt í gegn. Ég veit ekki
hvernig ég á að enda þetta, en
hvíldu í friði, elsku amma, við elsk-
um þig.
Þín barnabörn að eilífu,
Guðrún Karítas, Agnes Erla
og Sveinn Bernharð.
Við vitum með vissu hvað er og
var en framtíðin er alltaf óljós. Því
var það áfall þegar ég fékk sím-
hringingu á föstudagskvöld og
mér var tjáð að Sigurbjörg systir
mín væri látin. Einhvern veginn
gerir maður aldrei ráð fyrir að
heyra slíkar sorgarfréttir þrátt
fyrir að reynslan eigi að vera búin
að kenna manni að það megi búast
við öllu. Eftir á að hyggja vitum
Sigurbjörg
Steindórsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein",
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar