Morgunblaðið - 27.12.2011, Side 2

Morgunblaðið - 27.12.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is The last days of the Arctic, hin óskaplega fal- lega mynd Magnúsar Viðars Sigurðssonar um Ragnar Axelsson (RAX), ljósmyndara á Morgunblaðinu, var sýnd á RÚV á jóladags- kvöld. Tveimur dögum fyrr, á Þorláksmessu, hafði hún verið sýnd á sjónvarpsstöðinni Arte sem nýtur mikilla vinsælda í Þýskalandi, Frakklandi og Sviss og hefur tölvubréfunum rignt yfir Ragnar frá Evrópulöndum síðan. „Það er nautn að horfa á norðrið í gegnum linsuna þína, aðdáun mín á þér er einlæg,“ segir aðdáandi hans frá Þýskalandi. Ragnar segir viðbrögðin snerta sig og sérstaklega hin góðu viðbrögð sem urðu við sýningunni hér á Íslandi. „Ég er hrærður yfir þessu og ef maður gæti sungið og dansað eins og Mugison myndi ég halda tónleika fyrir ís- lensku þjóðina til að þakka fyrir mig,“ segir Ragnar. „Reyndar horfði ég ekki á hana sjálf- Hugsanlega hreyfir þetta líka við bókinni en annars er ég ekkert mikið inni í þessu. Mynd- in ferðast víða, sýningin og bókin, en þetta er meira í höndunum á öðrum. Ég er alveg ró- legur yfir þessu. Ég er bara eins og Andrés önd úti í horni,“ segir Ragnar og hlær. Þegar Morgunblaðið heyrir í Magnúsi Viðari Sigurðssyni, leikstjóra myndarinnar, segist hann vera afskaplega ánægður. „Þetta er stór og virt sjónvarpsstöð, Arte, og þeir hafa sýnt myndina á besta tíma,“ segir Magn- ús Viðar. „Maður hlakkar til að heyra áhorf- endatölur sem verða væntanlega ljósar á næstu dögum. Við gerð myndarinnar vorum við í sam- starfi við Arte, BBC og bandaríska fyrirtækið ITVS – PBS. Nú er búið að sýna hana í Bret- landi og Þýskalandi og á næsta ári verður hún sýnd í Bandaríkjunum. Það er mikill sigur fyrir okkur að hún verður sýnd þar. Síðan verður hún sýnd í Skandinavíu, – Finnlandi, Noregi og Svíþjóð – og í Hollandi.“ Aðspurður hvaða áhrif þessi mikla dreif- ing á heimildarmyndinni muni hafa fyrir hann segir hann að það sé búið að biðja mikið um ljósmyndasýninguna sem hann er með um sama efni. „Sú sýning verður opnuð í London í febrúar og fer síðan til Mílanó. ur, mér finnst svo ömurlegt að hlusta á sjálf- an mig. En það er gott að heyra viðbrögðin.“ Myndin fékk afbragðsdóma hér á Íslandi þegar hún var sýnd í bíóhúsum en hún fékk meðal annars fjórar stjörnur í dómi hér í Morgunblaðinu. Milljónir Evrópubúa sáu RAX  Sjónvarpsstöðin Arte sýndi myndina um RAX og norðrið á Þorláksmessu  Íslendingar hafa tekið myndinni mjög vel og hún ferðast núna út um allan heim  Verður sýnd í Bandaríkjunum Heillandi Norðrið er efniviður RAX í ljósmyndum hans en Saga film gerði góða heimild- armynd um hann sem verður meðal annars sýnd í Bandaríkjunum á næsta ári. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er búin að vera ágætis jóla- verslun,“ segir Sigurjón Örn Þórs- son, framkvæmdastjóri Kringlunn- ar, en kaupmenn eru nú margir hverjir byrjaðir að huga að útsöl- um. Fyrstu útsölur Kringlunnar hefjast mánudaginn 2. janúar og í tilefni þess verða verslanir opnar lengur en ella eða til klukkan 21. „Kaupmönnum er heimilt að hafa útsölur frá 2. janúar til 5. febrúar. Þeir geta svo sem haldið útsölur hvenær sem er innan þess tímaramma. Byrjað á sama tíma eða seinna og endað fyrr eða á sama tíma og útsölum lýkur,“ seg- ir Sigurjón Örn og bætir við að vetrarútsölur Kringlunnar hafi hingað til alltaf verið mjög vel sóttar og vonast hann til þess að slíkt verði jafnframt raunin í ár. „Það er ekki að búast við neinu öðru núna, miðað við að jólaversl- unin var með svipuðu móti og í fyrra.“ Guðrún Margrét Örnólfsdóttir er markaðsstjóri Smáralindar. „Þetta er alveg mánuðurinn og við endum alltaf á götumarkaði í lok mánaðar,“ segir Guðrún Margrét aðspurð hvernig útsölum Smára- lindar verður háttað í ár en þær hefjast einnig 2. janúar líkt og í Kringlunni. Guðrún Margrét segir jólasöl- una í ár hafa farið mjög vel fram og kaupmenn Smáralindar séu al- mennt sáttir við afraksturinn. „Salan fór aðeins fyrr af stað en undanfarin ár, þetta var svolítið afslappaðra. En það var mikil um- ferð þessa síðustu daga, bara eins og gengur og gerist þegar líða fer að jólum,“ segir Guðrún Margrét og bætir við að mjög margt fólk hafi sótt Smáralindina bæði í nóv- ember- og desembermánuði. „Það var mjög mikið að gera og hélst út allt tímabilið.“ Kaupmenn undirbúa komandi útsölur Morgunblaðið/Kristinn Afsláttur Nú þremur dögum eftir aðfangadag líður senn að útsölum.  Óðum styttist í útsölur verslana og útlit fyrir að þær verði með hefðbundnu sniði líkt og undanfarin ár  Talsmenn stærstu verslunarmiðstöðvanna tveggja segja kaupmenn nokkuð sátta við jólasöluna Ártúnsbrekkan er vinsæl hjá fjölskyldufólki í jafnmiklum snjó og verið hefur á höfuðborg- arsvæðinu undanfarið. Þótt það komi fyrir að menn fari sér að voða við skíða- og snjó- brettaiðkun heldur það ekki aftur af ungum of- urhugum og þessi lét sig ekki muna um glæfra- legt stökk sem fær kalt vatn til að renna á milli skinns og hörunds á manni. En hann lenti án þess að meiða sig alvarlega, sem er fyrir mestu. Morgunblaðið/Golli Skíða- og snjóbrettahetjur í Ártúnsbrekku Jólasnjórinn kom sér vel fyrir skíðaáhugafólk Tveir voru fluttir á slysa- deild Landspít- alans eftir árekstur á Vesturlands- vegi í gær- kvöldi. Líðan fólksins var eft- ir atvikum seint í gærkvöldi, það er ekki í lífs- hættu en þarf einhverja frekari meðferð, að sögn læknis á slysa- deild. Áreksturinn var afar harður og sex bílar lentu að einhverju leyti í honum. Tveir bílar rákust fyrst saman og aðvífandi bílar ýmist lentu á þeim eða sveigðu frá og höfnuðu utan vegar. Vesturlandsvegi var lokað við Álftanes í báðar áttir og mynd- uðust langar bílaraðir. Að sögn ökumanns þar var hann fastur í nærri klukkutíma í röðinni, sem var orðin um kílómetri að lengd. Tveir flutt- ir á slysa- deild LSH  Sex bíla árekstur varð í gærkvöldi „Ég er ekki með neinar beinar tölur um sölu en það sem við sjáum er umferð fólks um hús- ið, sem yfirleitt helst í hendur við sölu hjá kaupmönnum,“ seg- ir Guðrún Margrét Örnólfs- dóttir, markaðsstjóri Smára- lindar, aðspurð hvort greina megi aukningu í sölu fyrir jólin í ár samanborið við jólin í fyrra. Að sögn hennar lagði mikill fjöldi fólks leið sína í Smáralind fyrir þessi jól, líkt og undanfarin ár. Fjöldi fólks JÓLASALAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.