Morgunblaðið - 27.12.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.12.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011 Seðlabanki evrunnar ákvað óvæntfyrir jól að lána bönkum óhemju fé á útsöluprís, svo þeir gætu lánað ríkissjóðum evrulanda í vandræðum þá, en það er bankanum sjálf- um bannað. Ekki er þó ólíklegt að bankarnir nýti þetta „fundna fé“ ekki eftir upp- skriftinni.    En að auki er þessi gjörð, eins ogVef-þjóðviljinn bendir á, „al- veg dæmalaus hringavitleysa því hún hefur aldrei farið fram með svo samstilltu átaki í fjölda ríkja sam- tímis.    Hins vegar er þetta gamalt hús-ráð ríkisstjórna, allt frá því þær tóku sér einkaleyfi á útgáfu gjaldmiðla. Prentvélarnar eru sett- ar í gang og valdir aðilar, yfirleitt fjármálafyrirtæki, fá volg seðla- búntin til að „koma í veg fyrir sam- drátt“ og deila til valinna aðila. Smám saman leiðir aukið framboð auðvitað til lægra virðis og seðlarnir falla í verði með því sem nefnt er verðbólga.    Og hér er komið að brilljansinumí þessu öllu saman fyrir stjórn- málamennina, ekki síst þá stjórn- lyndu. Frá bæjardyrum hins al- menna neytanda séð eru það vörurnar sem hækka í verði hjá gráðuga kaupmanninum en ekki ónýta mynt stjórnvaldanna sem fell- ur í verði. Er ekki ASÍ með verð- lagseftirlitið í sölubúðum frekar en seðlabankanum?    Á sama hátt álykta menn að„græðgisvæðing“ á markaði leiði af sér verðbólur og kreppur eftir að ríkisseðlabankar hafa rugl- að alla fjárfestingu á markaði með því að dæla út fjármagni á alltof lág- um vöxtum.“ Húsráðið hringa- vitleysa STAKSTEINAR Veður víða um heim 26.12., kl. 18.00 Reykjavík -2 hagl Bolungarvík -5 snjókoma Akureyri -5 léttskýjað Kirkjubæjarkl. -4 snjókoma Vestmannaeyjar -1 léttskýjað Nuuk -3 upplýsingar bárust ek Þórshöfn 4 skýjað Ósló 5 skýjað Kaupmannahöfn 8 alskýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 3 heiðskírt Lúxemborg 7 þoka Brussel 10 skýjað Dublin 11 skýjað Glasgow 12 alskýjað London 12 alskýjað París 7 heiðskírt Amsterdam 12 skýjað Hamborg 11 skýjað Berlín 10 skýjað Vín 7 alskýjað Moskva 2 slydda Algarve 17 heiðskírt Madríd 11 heiðskírt Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 10 heiðskírt Aþena 7 léttskýjað Winnipeg 0 skýjað Montreal -5 léttskýjað New York 6 heiðskírt Chicago 0 léttskýjað Orlando 20 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:23 15:35 ÍSAFJÖRÐUR 12:09 14:59 SIGLUFJÖRÐUR 11:54 14:40 DJÚPIVOGUR 11:02 14:55 Ágúst Einarsson, við- skiptafræðingur og fyrrv. forstjóri, lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni aðfangadags, 63 ára að aldri. Ágúst fæddist í Reykjavík, sonur Einars Gunnars Guðmunds- sonar aðalgjaldkera og k.h., Margrétar Sigríðar Ágústsdóttur. Ágúst lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1969 og viðskiptafræði- prófi frá Háskóla Íslands 1973. Hann var fulltrúi framkvæmdastjóra LÍÚ um árabil, var forstjóri Lýsis hf í Reykjavík og jafnframt fram- kvæmdastjóri dótturfélaga þess, Lýsis og Mjöls hf og Hydrols hf, og síðar forstjóri Stálsmiðjunnar hf í Reykjavík. Ágúst sat í fjölda nefnda um hin ýmsu málefni sjávarútvegsins sem fulltrúi LÍÚ og kom m.a. að samn- ingaviðræðum vegna fiskveiðideil- unnar 1974. Hann var um skeið vara- formaður Félags viðskiptafræðinga, sat í verðlagsráði sjávarútvegsins í rúman áratug, í stjórn Aflatrygging- arsjóðs sjávarútvegs- ins og stjórn Sam- ábyrgðar Íslands á fiskiskipum. Hann sat í sambandsstjórn Vinnu- veitendasambands Ís- lands, Félags íslenskra iðnrekenda, Samtaka iðnaðarins, í stjórn Verslunarráðs Íslands og í stjórn Lands- nefndar Alþjóða versl- unarráðsins. Ágúst var stjórn- arformaður Björgunar hf um árabil, stjórn- arformaður Faxamjöls hf, Tækniþró- unar hf og Stálverktaks hf og sat í stjórnum ýmissa annarra fyrirtækja, s.s. Olís hf, Lifrarbræðslu ÁB ehf í Grindavík, Tólf tóna, Nordic Photos og Eskimo Model. Eftirlifandi eiginkona Ágústs er Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir, sagnfræðingur og framhaldsskóla- kennari. Synir Ágústs eru Jóhannes Ágústsson, kaupmaður í Tólf tónum, og Hreinn Ágústsson, kerfisfræð- ingur hjá Nordic Photos, en fóst- urdóttir Ágústs er Andrea Brabin, framkvæmdastjóri Eskimo Model. Andlát Ágúst Einarsson Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Heimskautsgerðið á Raufarhöfn hefur vakið nokkra athygli en hug- myndasmiðurinn, Erlingur Thor- oddsen, segir það laða að sér hundruð ferðamanna í hverri viku yfir sumartímann. „Hugmyndin að Heimskautsgerðinu er að búa til ferðamannasegul fyrir Norðurþing. Einblínt hefur verið á Ásbyrgi og hvalasafnið á Húsavík en Mel- rakkasléttan hefur verið vanrækt og ég vil vinna það upp og koma sléttunni á kortið,“ segir Erlingur. „Mig langaði að gera eitthvað til að vekja athygli á þessu svæði og það varð ofan á að leika sér með ljós og skugga og reyna að nota miðnæt- ursólina sem aðdráttarafl.“ Gerðið er hinsvegar ekki tilbúið og liggur vinna við það niðri þar sem fé skortir. Að sögn Erlings vantar 80-100 milljónir til að klára gerðið en þegar hafa verið lagðar um 50 milljónir í það. „Þetta er í raun ódýr framkvæmd miðað við möguleikana sem gerðið gefur af sér. Það á að skapa 15-20 manns at- vinnu þegar fram í sækir, t.a.m. við framleiðslu á minjagripum auk af- leiddra starfa í veitingasölu, gist- ingu o.fl.,“ segir hann. Það var árið 1998 sem Erlingur hóf að velta fyrir sér hvernig hægt væri að bæta ferðaþjónustuna í Norðurþingi. „Ég hugsaði sem svo að ég vildi vekja athygli á miðnæt- ursólinni, innramma hana einhvern veginn, en Raufarhöfn liggur næst heimskautsbaug allra þéttbýlis- staða á landinu og því er dagurinn hvað lengstur þar á sumrin og stystur á veturna,“ segir Erlingur. Hann fór í samstarf með Hauki Halldórssyni listamanni og unnu þeir að hönnun gerðisins í tæp sex ár áður en afraksturinn var kynnt- ur opinberlega. Vildi innramma miðnætursólina  Heimskautsgerðið á Raufarhöfn í frosti Heimskautsgerði Eins og sjá má verður gerðið afar tilkomumikið. Heimskautsgerðið verður 50 metr- ar að þvermáli, girt hlöðnum vegg, með fjórum hliðum, sex til sjö metra háum, sem opnast hvert á móti sinni höfuðátt. Nú þegar er búið að reisa þrjú hlið. Út frá hlið- unum eru 17 sólport þar sem sólris og sólsetur eru mörkuð. 68 steinar mynda hring og táknar hver þeirra einn dverg úr Snorra-Eddu og Völuspá. Að auki verða ofan á hlið- unum steinar sem tákna dvergana Norðra, Suðra, Vestra og Austra. Í miðju hringsins er 8-10 metra há súla, sem hvílir á fjórum stöplum. Þá verða þar hádegissteinn, pól- stjörnusteinn, geislasteinn og sól- úr. Grjótið er fengið úr námu sem tilheyrir Raufarhafnarhreppi og er rúman kílómetra frá gerðinu. Hlið, sólport og steinar GRJÓT FENGIÐ ÚR NÁMU Í GRENNDINNI Ekki hefur verið mikið um hálku- slys á höfuðborgarsvæðinu þótt hálkan hafi verið mikil yfir hátíð- arnar. Mikil lægð fór yfir rétt fyrir hádegi á aðfangadag. „Þegar svona lægðir fara yfir fylgir þeim hlýtt loft,“ segir Teitur Arason veður- fræðingur. „Á höfuðborgarsvæðinu var á aðfangadagsmorgun suðaust- anátt og rigning, það var í hlýja loftinu með lægðinni og þá kom svo- kallað svikalogn. Þegar lægðin var farin yfir kom slydduél og bleytti vel í götunum en síðan dróst inn kaldara loft úr vestri sem myndaði þessa miklu hálku sem var seinni- partinn á aðfangadaginn. Þetta er búin að vera útsynnings- veðrátta síðan þá eins og er oft á eftir lægðum. Það er mjög vara- samt þegar það verður svona flug- hált og snjóar síðan yfir það.“ Þegar rætt var við lækni á slysa- og bráðamóttöku Landspítalans sagði hann samt hafa verið lítið um hálkuslys enda fólk minna á ferli á götunum yfir hátíðarnar. Einnig hefði lítið verið um ofbeldi. Það sama var ekki upp á ten- ingnum á lyfjadeild slysa- og bráða- móttökunnar. Þar var mikið að gera og heimsóttu hjarta- og lungnasjúk- lingar móttökuna oft yfir hátíðarnar og virðist vírus vera að ganga á höf- uðborgarsvæðinu. borkur@mbl.is Þrátt fyrir mikla hálku hefur lítið verið um slys

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.