Morgunblaðið - 27.12.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.12.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011 STÓRÚTSALA LAUGARDAGA 11 – 16 SHAGGY SHAGGY 140x200 cm verð áður 35.000,– verð nú 21.000,— stgr. 25-40% Afsláttur Bæjarlind 16, Sími 568 6999 Opið kl. 11-18 laugard. kl. 11-16 www.persia.is FR U M Lokað í dag þriðjudaginn 27. desember Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Við viljum óska viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og þökkum fyrir viðskiptin á liðnum árum. bærilegar klappir hafi mátt finna víða en á flestum stöðum hafi verið byggt yfir þær. „Þessar jökulsorfnu klappir eru alveg tíu þúsund ára gamlar, frá því að síðasti jökull hörfaði og rák- irnar í þeim eru mjög skýrar. Tími jarðfræðinnar er svo sýnilegur þarna og þetta er því falleg tenging við tím- ann.“ Ljóðrænt í einfaldleika sínum Listamennirnir þrír sem valdir voru til að þróa tillögur kynntu þær fyrir valnefnd sem samanstóð af inn- kaupanefndinni, þ.e. Margréti El- ísabeti Ólafsdóttur, Brynhildi Þor- geirsdóttur og Hafþóri Yngvasyni safnstjóra, auk Steinunnar Þórhalls- dóttur, formanni Íbúasamtaka 3. hverfis og Hilmars Sigurðssonar, for- manns hverfisráðs Hlíða. Samkvæmt upplýsingum frá Haf- þóri var valnefndin sammála um að allar þrjár tillögurnar væru vandaðar og að verkin myndu sóma sér vel í Litluhlíð. Tillaga Sólveigar hefði ver- ið valin vegna þess hversu vel hún brygðist við náttúrulegu umhverfi staðarins. „Með því að draga athygl- ina að verksummerkjum um ísald- arjökulinn sem lá yfir Reykjavík- ursvæðinu fyrir um 10.000 árum tengir verkið áhorfandann við um- hverfi sitt og jarðsögulegan tíma þess. Þetta er óvenjulegt umhverf- isverk sem sýnir alúð og virðingu fyr- ir náttúrunni. Það er ljóðrænt í ein- faldleika sínum – engu er bætt við og klöppunum er á engan hátt breytt – en um leið er það ögrandi því það tengist þeirri umhverfisumræðu sem nú er í þjóðfélaginu,“ segir í nið- urstöðu dómnefndar. „Falleg tenging við tímann“  Listaverk Sólveigar Aðalsteinsdóttur valið fyrir Litluhlíð í stað Vatnsberans  Gróðurþekja sem hylur að hluta til jökulsorfnar klappir verður fjarlægð Morgunblaðið/Golli Á snjóbrettum Erfiðlega gengur að finna klappirnar eftir fannfergið að undanförnu. Betur gengur að renna sér niður hlíðina á snjóbrettum. SVIÐSLJÓS Andri Karl andri@mbl.is Óvenjulegt umhverfislistaverk Sól- veigar Aðalsteinsdóttur mun prýða Litluhlíð í stað Vatnsberans sem fluttur var í miðborg Reykjavíkur fyrr á þessu ári. Hugmyndin er að fjarlægja gróðurþekju sem hylur að hluta til jökulsorfnar klappir efst á hæðinni og leyfa þeim að njóta sín. Stefnt er að því að ráðast í verkið snemma vors þannig að svæðið hafi jafnað sig fyrir næsta sumar. „Þetta er merkileg hæð sem maður fer eiginlega aldrei upp á, og ég hafði aldrei komið þangað áður,“ segir Sól- veig sem var einn átta listamanna sem Innkaupanefnd Listasafns Reykjavíkur valdi til viðtals í ágúst síðastliðnum. Ekki var óskað eftir til- lögum í viðtölunum en listamennirnir kynntu fyrri verk sín og ræddu al- mennt um hvernig þeir myndu bera sig að við að gera verk fyrir staðinn. Eftir viðtölin voru svo þrír listamenn valdir til að þróa tillögur. Tími jarðfræðinnar sýnilegur „Þegar ég fór að skoða svæðið sá ég að þar eru svo fallegar jökuls- orfnar klappir. Og þegar ég fór að rannsaka það nánar sá ég að efst á kolli hæðarinnar eru stór og mynd- arleg hvalbök, þ.e. stórar heilar klappir, og tillaga mín felst í því að moka ofan af háhæðinni,“ segir Sól- veig en um er að ræða 20 x 15 metra sporöskjulaga svæði. Sólveig segir að þegar bergkort af Reykjavík eru skoðuð sjáist að sam- Ekki þarf að bæta aðgengi að lista- verki Sólveigar en heitavatns- stokkur sem liggur um svæðið er alltaf heitur og snjólaus, og hentar því vel að fara upp á hæðina yfir vetrartímann. Sólveig segir Litluhlíð álíka háa og Öskjuhlíð en þar sé fjallasýnin fegurri. „Þegar maður stendur uppi á háhæðinni er svo falleg fjallasýn og maður sér fjallahring Reykjavíkur alveg órofinn. Ég held jafnvel að þetta sé eini staðurinn í Reykjavík þar sem maður sér fjallahringinn órofinn.“ Sólveig segist hafa leitað að öðrum slíkum stað og hafi end- að í turni Hall- grímskirkju, en þar þurfi að ganga hringinn, líkt og á útsýnispalli Perlunnar. „En þarna getur maður bara snúið sér á hæli og allur fjallahringurinn fylgir.“ Fjallahringurinn sést órofinn LITLAHLÍÐ ÁLÍKA HÁ ÖSKJUHLÍÐ Sólveig Aðalsteinsdóttir - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.