Morgunblaðið - 27.12.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.12.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011 STÓRRÝMINGARSALA VERSLUNIN HÆTTIR DOMTI.IS SMÁRATORGI STÓRRÝMINGARÚTSALA, VERSLUNIN HÆTTIR ALLT Á AÐ SELJAST 50-80% AFSLÁTTUR OPNAR 27. DESEMBER KL. 10 Morgunblaðið/Árni Sæberg Garpar Það er frískandi að hlaupa í fallegu vetrarveðri þótt kalt sé í veðri. Gamlárshlaup eru haldin víða um land á gamlársdag. Eftirfarandi hlaup er að finna á vefsíðunni hlaup.is en það er um að gera að leita sér upplýs- inga um hlaup í sínum heimabæ. Á Húsavík hefst hlaup klukkan 11 og er í boði bæði 5 og 10 km hlaup með tímatöku svo og 3 km hreyfingu án tímatöku. Á Akureyri stendur langhlauparadeild UFA fyrir gaml- árshlaupi sem hefst klukkan 11 og er hlaupinn 10 km hringur frá Bjargi. Þá er vetrarhlaup á Egilsstöðum þennan dag, gamlárshlaup Skagamanna, gamlárshlaup Króksara og gaml- árshlaup á Húsavík. Hér í borginni eru það gamlárshlaup ÍR og gaml- árshlaup skokkhóps Hauka. Nú er bara að nota vikuna til að undirbúa sig og hlaupa síðan af stað. Endilega … … hlaupið um allt land Þríþrautardeild sundfélags Hafn- arfjarðar kallast 3SH og er mjög virkt félag í þríþrautinni. En vefsíðu þessa er að finna á slóðinni 3sh.is. Hóp- urinn sem æfir innan deildarinnar leggur stund á sund, hjólreiðar og hlaup. Deildin var stofnuð formlega 16. september 2010 en á vefsíðunni segir meðal annars að stefnan hafi verið sett á að hámarka árangur, lífs- gæði og vellíðan félagsmanna. Þá muni 3SH bjóða félagsmönnum bestu mögulegu forsendur til að þróa hæfileika sína í þríþraut. Reglulegar kynningar eru haldnar á deildinni og má fylgjast með dag- setningum á slíku á vefsíðunni. Einn- ig má þar skoða æfingatöflu deild- arinnar og lesa sér til um þríþraut almennt og ýmsar fréttir úr þeim heimi. Athyglisverð síða fyrir þá sem vilja kynna sér þríþraut og prófa að taka þátt í henni. Vefsíðan www.3sh.is Járnkarl Hér er keppt í hálfum járnkarli í Hafnarfirði árið 2009. Þríþrautardeild Hafnarfjarðar Morgunblaðið/Jakob Fannar Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Morgunblaðið/RAX Léttur á fæti Ingólfur reynir að hlaupa fjórum sinnum í viku en sættir sig stundum við tvö skipti. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég tók fyrst þátt í Gaml-árshlaupi ÍR fyrir 25 ár-um og hef hlaupið það áhverju ári síðan, utan einu sinni, þegar ég mætti klukku- tíma of seint af því tímanum hafði verið breytt,“ segir Ingólfur Sveins- son, geðlæknir og hlaupari. „Þá var hlaupið frá Landakoti og vestur á Seltjarnarnes. Þetta er 10 kílómetra hlaup og það var lagt upp frá Alþingishúsinu en frá því óeirðir komust í tísku hefur það verið fært til og nú verður startið við Hörpuna.“ Ingólfur segir að í Gamlárs- hlaupinu sé önnur stemning en í öðr- um hlaupum. „Það er mjög létt yfir þessu og þátttakendur mæta í ýms- um búningum. Trausti Valdimars- son, sem er mikill og góður hlaupari, mætir til dæmis alltaf í mjög fínum jakka með pípuhatt. Aðrir eru í jóla- sveinabúningum og vinkonuhópar mæta í sérsaumuðum hópbúningum, í pilsum og allskonar óvenjulegum hlaupaklæðum. Veðrið er með mjög svo mismunandi móti á þessum árs- tíma sem og færðin, en ég segi fyrir mig að mér finnst mest gaman þegar veðrið er verst. Allir hlauparar þurfa að kunna á veður og búa sig eftir að- stæðum. Sumir hlaupa á nöglum ef það er mikil hálka, enda þarf að fara gætilega, fólk hefur vissulega dottið og meitt sig í þessu hlaupi.“ Eins og mæðiveik rolla Ingólfur hefur alla tíð haft mikla ánægju af því að hlaupa. Hann segist hafa þurft að hlaupa mikið sem krakki og fram eftir öllum árum þar sem hann ólst upp í sveitinni á Barðsnesi austur á fjörðum. „Ég smalaði kindum á löppinni og gerði hvað ég gat til að hafa við þeim. En ég hljóp mitt fyrsta maraþon árið 1985 sem var í annað sinn sem Reykjavíkurmaraþon var haldið. Nokkrum misserum áður hafði vinur minn sem bjó í Svíþjóð komið í heim- sókn til mín, en hann hafði verið að hlaupa heilmikið. Hann vildi endi- lega að við færum út að skokka, í frá- bæru umhverfinu við Elliðaárnar, þar sem ég bjó þá. Ég hélt það nú og við hlupum af stað. En ég varð alveg steinhissa á því að ég var orðinn móður eins og mæðiveik kind eftir fimm hundruð metra. Í kurteisi sinni hægði vinur minn á sér og við klár- uðum hringinn. En mér líkaði ekki að ég var alls ekki í eins góðu formi og ég hafði haldið. Ég fór því að hlaupa á morgnana áður en ég fór til vinnu. Sumarið eftir fór ég svo að þjálfa markvisst fyrir maraþonið með góðum félaga mínum og ég tók þátt í fyrrnefndu Reykjavíkur- maraþoni. Þá hljóp ég hálft maraþon og allar götur síðan hef ég ýmist Hljóp á eftir kindum í bernsku Hann er alinn upp í mikilli nálægð við náttúruna og honum finnst mest gaman þegar veðrið er verst í Gamlárshlaupi ÍR. Hann hefur tekið þátt í því á hverju ári undanfarinn aldarfjórðung. Hann hleypur líka hálft eða heilt maraþon á hverju ári og hefur gert sér ferð til Kína til að taka þátt í maraþoni þar. Gamlárshlaup ÍR verður með breyttu fyrirkomulagi í ár en til að tryggja öryggi hlauparanna var ákveðið að flytja hlaupaleiðina. Nýja hlaupaleiðin liggur um Sæbraut, Vatnagarða og Klettagarða. Verður nyrðri akbraut Sæbrautar lokað fyr- ir umferð meðan á hlaupinu stend- ur. Vegalengd hlaupsins er 10 km. Hlaupið verður nú þreytt í 36. sinn á gamlársdag en hefð hefur skapast fyrir því að hlauparar mæti í hinum ýmsu búningum og í ár verða veitt verðlaun fyrir bestu bún- ingana. Því er nú um að gera að leggja höfuðið í bleyti og finna sér sniðugan búning til að hlaupa í. Ef- laust þó best að hann sé ekki of fyrirferðarmikill. Í ár fer skráning fram í Hörpu og þar verður bæði rásmark og enda- mark. Með þessu hefur umgjörð og aðstaða hlaupsins verið aukin til muna. Þá verður í ár notast við flögur til að mæla tíma keppenda. Hlaupið verður ræst stundvíslega klukkan 12 á gamlársdag og er rás- markið á Sæbraut fyrir utan Hörpu. Þess skal getið að forskráning verður á vefsíðunni hlaup.is til mið- nættis hinn 30. desember og eru þátttakendur hvattir til að nýta sér það, en skráningargjald hækkar fyrir þá sem skrá sig á hlaupdag. Þeir sem skrá sig fyrir kl. 16:00 fimmtu- daginn 30. desember geta sótt gögnin sín í anddyri Frjáls- íþróttahallarinnar í Laugardal á milli klukkan 18 og 19:30 fimmtudaginn 30. des. Annars verður einnig hægt að skrá sig á gamlársdag í Hörpu frá kl. 10:00 þar til 15 mínútum fyr- ir hlaup og eru keppendur vinsam- legast beðnir að virða þau tíma- Gamlárshlaup ÍR Verðlaun verða veitt fyrir bestu búningana í hlaupinu í ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.