Morgunblaðið - 27.12.2011, Side 11

Morgunblaðið - 27.12.2011, Side 11
Vilt þú létta á líkamanum Birkisafinn frá Weleda er vatnslosandi og virkar vel á eðlilega hreinsun líkamans. Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Blómaval, Lyfja og Apótekið Lyf og heilsa og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækningabúðin, Lifandi markaður, Lyfjaval, Heilsuver, Apótek vesturlands, Reykjavíkur apótek, Yggdrasill, Árbæjarapótek, Lyfjaborg, Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Garðabæjar, Apotek Akureyrar, Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land Velkomin að skoða www.weleda.is Lífrænt ræktaður, án aukaefna Losar bjúg Léttir á liðamótum Losar óæskileg efni úr líkamanum Góður fyrir húð, hár og neglur Blanda má safann með vatni Má einnig drekka óblandað DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011 Jólasveinar af öllum stærðum og gerðum sáust hlaupa á harðaspretti eftir götum þýsku borgarinnar Mich- endorf fyrr á dögunum. Þessir sveinkar voru þó hvorki á hlaupum til að kaupa gjafir né forðast Grýlu held- ur var hér kominn hópur hlaupara sem tóku þátt í þriðja Michendorfer Nikolaus-jólahlaupinu fyrr í mán- uðinum. Alls hlupu rúmlega 700 manns í hlaupinu sem haldið var á vegum hlaupaklúbbsins í Michendorf. Ekki er annað hægt að segja en hlaupararnir hafi verið jólalegir og glaðir í bragði. Alvörujólasveinar gætu kannski tekið þessa sér til fyr- irmyndar og komið sér í svolítið betra form áður en þeir halda í heimferðina upp á Esjuna. Jólasveinahlaup Reuters Sprettur Jólasveinarnir okkar gætu örugglega fengið góð hlauparáð hjá þessum f́ríða hlaupaflokki. Í góðu formi fyrir heimferð á Esjuna Fjör Þessi hlaupari hafði gaman að því að klæða sig upp sem jólasvein. Eftir jólin vilja margir taka sig á og koma sér af stað í líkamsræktinni. Margir ástunda hlaup sem lífsstíl og hafa lengi gert á meðan aðrir eru rétt að byrja. Hlaup verða sífellt vinsælli hér á landi og var til að mynda metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar. Víða eru starfræktir hlaupahópar en einnig er hægt að sækja hlaupanámskeið. Eitt slíkt er haldið á vegum vef- miðilisins hlaup.is. Á námskeiðinu er farið yfir helstu at- riði í tengslum við hlaupaþjálfun og flest þau atriði sem huga þarf að í tengslum við hlaup. Þeirra á meðal má nefna hvað þurfi að hafa í huga þegar byrjað er að hlaupa, hlaupastíl, mataræði og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn meiðslum svo fátt eitt sé nefnt. Slík námskeið hafa verið haldin frá árinu 2009 og eru ætluð fyrir hlaupara, byrjendur og lengra komna. Um- sjónarmaður vefsíðunnar hlaup.is, Torfi H. Leifsson, er leiðbeinandi á námskeiðinu. Hann hefur stundað hlaup í 25 ár og séð um hlaup.is frá 1996. Næsta námskeið hefst í janúar en nánari upplýsingar má nálgast á hlaup- .is. Hlaupanámskeið Morgunblaðið/Eggert Hlaupagleði Víða um land eru starfræktir skokkhópa. Helstu grunnatriðin í hlaupaþjálfun kennd hlaupið hálft eða heilt maraþon á hverju ári.“ Lúxus að geta mætt í hlaupahópinn góða Ingólfur segir að honum finnist það vera lífsgæði að geta hlaupið. „Ég get fullyrt að munurinn á vel heppnaðri helgi fyrir mig og síður heppnaðri, liggur í því hvort ég get hlaupið að minnsta kosti í tvo klukkutíma eða ekki. Þegar maður hefur átt erfiðan dag í vinnunni er mikill lúxus að geta mætt í hlaupa- hópinn sinn og farið 8-12 kílómetra,“ segir Ingólfur sem er í traustum hlaupahóp allan ársins hring. „Mér finnst frábært að eiga þennan hóp að og geta mætt á vissum tíma og hlaupið með þessu góða fólki. Það er alltaf einhver hlaupafélagi sem hleypur á svipuðum hraða og maður sjálfur. Það er mikil hvatning í þessu. Ég þykist góður ef ég hleyp fjórum sinnum í viku, tvisvar í viku er líka gott. Það koma tarnir þar sem ég hleyp mikið en vissulega dettur þetta stundum tímabundið niður, til dæmis ef maður fær slæmt kvef. Þá dirfist maður ekki að fara út að hlaupa fyrr en kvefið er horfið, en þá er hægt að hlaupa á bretti innandyra,“ segir Ingólfur sem vill ekki skrifa undir að hann sé svo háður hlaupunum að hann verði ómögulegur ef hann geti ekki hlaupið í einhverja daga. „En mig fer vissulega að langa út.“ Hlaupið í Færeyjum með kindur í hlíðunum Ingólfur lætur ekki duga að hlaupa hér heima, hann bregður sér stundum út fyrir landsteinana til að taka þátt í hlaupum. „Annað sum- arið sem maraþon var í Færeyjum tók ég þátt og þá rættist um leið gamall draumur um að komast þangað. Þetta var mjög flott hlaup út frá Þórshöfn, kindur í hlíðunum og alveg dásamlegt. Eitt sinn hljóp ég líka maraþon í Kína, það var gott tilefni til að fara þangað. Þegar maður er hlaupari gefur maður sér leyfi til að fara til hinna ýmsu staða af því að þar er maraþon.“ Á nýju ári stefnir Ingólfur á að hlaupa Laugaveginn, sem hann gerði líka síðasta sumar. „Og ég ætla að hlaupa að minnsta kosti eitt mara- þon, kannski tvö. Maður þarf að vera maraþonfær mánuði fyrr, til að komast alla leið. Ég miðaði hér í gamla daga alltaf við að vera undir fjórum tímum, en núna horfi ég til míns aldurshóps, því það hægist auðvitað á manni með aldrinum. Ég ætla að halda áfram að hlaupa svo liðamót og annað fari ekki að bila.“ Hlaupari Ingólfur segir það lífsgæði að geta hlaupið. mörk. Verða gögn afhent á sama tíma. Þátttökugjald fyrir forskráða er 1.500 krónur fyrir 16 ára og eldri (f. 1995 og fyrr) og 500 krónur fyrir 15 ára og yngri (f. 1996 og síðar). Skrái fólk sig á keppnisstað er gjaldið 2.000 krónur fyrir 16 ára og eldri og 500 krónur fyrir 15 ára og yngri. Morgunblaðið/Eggert Búningar Lína Langsokkur mætti sannarlega tvíefld í hlaupið í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.