Morgunblaðið - 27.12.2011, Page 12
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Formaður stjórnar Lands-
sambands hestamannafélaga segir
að í ákvörðun stjórnar um að
halda landsmót hestamanna 2014
á Hellu felist engin stefnumörkun
til framtíðar um að halda tvö mót
á Suðurlandi á móti einu á Norð-
urlandi. Stjórnin sé ekki bundin af
neinum reglum um röð móts-
svæða. Hörð gagnrýni hefur
beinst að stjórninni vegna ákvörð-
unar um næstu landsmót. Eyfirð-
ingar hyggjast láta á það reyna
fyrir dómstólum íþróttahreyfing-
arinnar hvort ákvörðun um lands-
mót 2016 standist.
Stjórn Landssambands hesta-
mannafélaga (LH) er ekki öfunds-
verð af því hlutverki að ákveða
hvar halda skuli landsmót hesta-
manna. Að þessu sinni þurfti að
velja tvö mótssvæði úr fjórum um-
sóknum sem allar höfðu sitthvað
til síns ágætis. Eins og við mátti
búast urðu fulltrúar þeirra sem
ekki fengu mót óánægðir en einn-
ig forsvarsmenn annars svæðisins
sem fékk vegna þess að þeir vildu
hitt mótið. Sumir hlutaðeigandi
hafa gerst nokkuð stórorðir í
gagnrýni sinni.
Meðal gagnrýnisradda sem fram
hafa komið opinberlega er að með
ákvörðun um að halda mótið á
Hellu nú, beint í kjölfar Reykja-
víkur, sé verið að brjóta þá reglu
að halda landsmótin til skiptis
sunnanlands og norðan. Einnig að
mótshaldari í Skagafirði hafi ekki
sótt um mótið 2016 og því uppfylli
ákvörðun LH um að ráðstafa því
þangað ekki kröfur Íþrótta-
sambands Íslands.
Ekki að breyta neinu
Landsmót hestamanna hafa síð-
ustu áratugi verið haldin til skiptis
á Norðurlandi og Suðurlandi, yf-
irleitt á Vindheimamelum í Skaga-
firði og Gaddstaðaflötum á Hellu.
Þó var Melgerðismelum og
Reykjavík skotið inn í röðina 1998
og 2000.
Síðast var landsmót haldið á
Vindheimamelum og næsta mót
hefði samkvæmt því átt að halda á
Hellu á næsta ári. Stjórn LH
ákvað að halda það í Reykjavík og
fékk ákúrur fyrir. Skagfirðingar
vildu halda áfram eins og ekkert
hefði ískorist og lögðu mikla
áherslu á að fá mótið 2014 en það
vildu einnig nágrannar þeirra í
Eyjafirði og Sunnlendingar sem
buðu að venju fram mótssvæðið á
Hellu.
Gaddstaðaflatir urðu fyrir val-
inu og fyrir því voru færð fjár-
hagsleg rök. Reynslan hefur sýnt
að þangað koma flestir gestir og
því mest von á tekjum fyrir lands-
mótsfélagið og mótssvæðið en
bæði þessi fyrirtæki skulda mikið
og þurfa á tekjum að halda.
Meiri óvissa var um staðarval
fyrir mótið 2016. Fyrir lá fyrir
ákvörðunarfundinn að ef mótið
yrði á Hellu 2014 þá yrði það fyrir
norðan tveimur árum seinna.
Vindheimamelar urðu hlutskarpari
og þar virðast fjárhagsleg rök
hafa ráðið. Aðstaðan er fyrir hendi
og von á fleiri gestum en á Mel-
gerðismelum.
Sú ákvörðun stjórnar LH að
halda mótið á Hellu 2014 felur það
í sér að norður-suður hefðinni er
slitið í raun. Haraldur Þór-
arinsson, formaður LH, tekur að-
spurður fram að ákvörðunin sé
ekki stefnumarkandi um framtíð-
ina, þannig að framvegis verði tvö
mót fyrir sunnan á móti einu fyrir
norðan, eins og hugmyndir hafa
áður komið fram um. „Við erum
Deilur um staðarval halda áfram
Röð landsmóta hestamanna ekki verið ákveðin til framtíðar Hörð gagnrýni beinist að
stjórn Landssambands hestamannafélaga vegna staðarvals næstu móta Fer fyrir dómstól ÍSÍ
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Hópreið Við setningu landsmóts gleymast gamlar væringar um staðarval og fulltrúar hestamannafélaganna ríða með íslenska fánann og fána síns félags.
ekki að breyta neinu, vinnum að-
eins eftir lögum og reglum LH
sem fela stjórninni þetta hlutverk.
Ef ætlunin væri að takmarka vald
stjórnarinnar með slíkum reglum
yrði að gera það á landsþingi,“
segir Haraldur. Hann bendir einn-
ig á að það hafi gerst nokkrum
sinnum í sögu landsmóta að mót
hafi verið haldin tvisvar í röð í
sama landshluta.
Illa samrýmanleg markmið
Engar reglur er að finna í sam-
þykktum LH um hvar landsmót
skuli halda. Þar er einungis kveðið
á um að við staðarval skuli stjórn
LH hafa til hliðsjónar „fjárhags-
lega hagkvæmni svo og yfirsýn á
félagslegt réttlæti“. Óvíst er að
þessi atriði séu samrýmanleg.
Væntanlega er hagkvæmast fjár-
hagslega að halda mótin á sem
fæstum stöðum til að nýta fjár-
festinguna og þá þar sem von er á
mestu tekjunum. Á hinn bóginn
virðist félagslegt réttlæti vísa til
þess að halda mótin sem víðast
þótt það hugtak megi túlka á ýms-
an hátt.
Í landsmótsreglum er hins veg-
ar kveðið á um að mótsstað skuli
ákveða að minnsta kosti fimm ár-
um fyrir mót. Eftir því var ekki
farið við ákvörðun nú og það kann
að hafa takmarkað möguleika
nýrra staða.
Forsvarsmenn hestamanna-
félagsins Funa í Eyjafirði hafa
vísað til félagslegs réttlætis í rök-
stuðningi fyrir sínu mótssvæði,
telja að jafnræði skuli viðhaft
þannig að sem flestum skuli gefast
kostur á að halda mótin og njóta
þeirrar innspýtingar til uppbygg-
ingar aðstöðu sem þeim fylgi.
Togstreitan um landsmótin er
ekki síst á milli mótssvæða innan
landshlutanna. Þannig voru þrír
staðir fyrir norðan í umræðunni
fyrir þessa ákvörðun, Akureyri til
viðbótar við Vindheimamela og
Melgerðismela. Svo fór að Ak-
ureyringar drógu umsókn sína til
baka og lýstu yfir stuðningi við
Melgerðismela þótt hestamanna-
félagið Funi ætlaði að standa eitt
að mótshaldinu með stuðningi
Eyjafjarðarsveitar.
Með því að mæta tvístraðir til
leiks eru Norðlendingar dálítið að
færa ákvörðunarvaldið og ábyrgð-
ina af staðarvali annað. Ef þeir
kæmu sér saman um umsóknir
væri erfiðara að ganga fram hjá
þeim.
Sóttu ekki um
Gullhylur sem rekur móts-
svæðið á Vindheimamelum sótti
ekki um mótið 2016 þar sem félag-
ið vildi virða gömlu regluna um að
halda mótin til skiptis norðanlands
og sunnan og lagði höfuðáherslu á
að fá mótið 2014. Töldu þeir tor-
velt að sækja um 2016 í þeirri
stöðu. Þegar stjórnarmenn LH
spurðu forsvarsmenn Gullhyls að
því hvort umsóknin tæki til 2016,
ef þeir fengju ekki 2014, tóku þeir
af vafa um þetta atriði. Sögðu að
ef reglunni yrði breytt myndi
þeirra umsókn ná til 2016. Þetta
hafa stjórnir hestamannafélaganna
í Skagafirði og Gullhyls nú stað-
fest með yfirlýsingu um að þær
séu tilbúnir að ganga til samninga
við stjórn LH um landsmótið eftir
fjögur ár.
Stjórn hestamannafélagsins
Funa í Eyjafirði gagnrýnir harð-
lega úthlutun á grundvelli um-
sóknar sem ekki fullnægi kröfum
að þessu leyti. Telur stjórnin að
taka þurfi ákvörðunina upp og
hefur lýst því yfir að hún muni
senda málið til meðferðar Íþrótta-
sambands Íslands. Búist var við
að kæran yrði send um eða strax
eftir jólahátíðina.
Formaður LH hefur ráðfært sig
við lögfróða menn um þetta atriði
og telur að ákvörðunin muni
standast þótt hún yrði kærð til
dómstóls ÍSÍ.
Á þetta mun væntanlega reyna.
Rétt er að hafa í huga að eftir
er að semja við mótssvæðin. Ef
ekki nást samningar er úr fleiri
umsóknum að velja. Fyrst verður
samið um mótið 2014. Ef ekki tak-
ast samningar við Rangárbakka
um að halda mótið á Hellu, með
þeim fjárhagslegu skilyrðum sem
stjórn LH hyggst setja, liggja fyr-
ir umsóknir Eyfirðinga og Skag-
firðinga. Með sama eru fleiri í
spilinu ef Vindheimamelar ganga
úr skaftinu. Melgerðismelar yrðu
væntanlega nærtækasti kosturinn
en umsóknir liggja einnig fyrir frá
Reykjavík og Hellu.
1950 Þingvellir
1954 Þveráreyrar
1958 Skógarhólar
1962 Skógarhólar
1966 Hólar
1970 Skógarhólar
1974 Vindheimamelar
1978 Skógarhólar
1982 Vindheimamelar
1986 Hella
1990 Vindheimamelar
1994 Hella
1998 Melgerðismelar
2000 Reykjavík
2002 Vindheimamelar
2004 Hella
2006 Vindheimamelar
2008 Hella
2011 Vindheimamelar
2012 Reykjavík
2014 Hella
2016 Vindheimamelar
Landsmót
hestamanna
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011
„Það er gleðilegt að geta haldið
áfram að nýta þessar miklu fjár-
festingar sem lagt hefur verið
í,“ segir Ingvar P. Guðbjörnsson,
formaður stjórnar Rangárbakka
ehf. sem rekur mótssvæðið á
Gaddstaðaflötum um ákvörðun
stjórnar LH.
Fram hefur komið að stjórn
LH vonast til að ákvörðunin
hjálpi félaginu að leysa fjárhags-
mál sín til framtíðar. Sett verða
skilyrði um að hestamanna-
félögin haldi mótssvæðinu og
það geti rekið sig til framtíðar.
Rangárbakkar skulda um 50
milljónir kr., að sögn Ingvars, og
dótturfélagið Rangárhöllin sem
rekur reiðhöllina, annað eins.
Skuldirnar eru vegna fram-
kvæmda á svæðinu vegna
tveggja síðustu landsmóta og
byggingar reiðhallarinnar. Segir
Ingvar að félögin séu í viðræðum
við viðskiptabanka sinn um
skuldaskil. Segir hann enga
launung á því að bankinn telji
þörf á meiri tekjum af svæðinu í
framtíðinni til þess að það geti
staðið undir afborgunum. „Við
þurfum helst einn eða tvo stór-
viðburði á hverju ári. Í ár björg-
uðum við okkur með Bestu
útihátíðinni og vonumst til að
önnur eins hátíð verði næsta
sumar. Landsmótið er einnig
mikilvægt,“ segir Ingvar.
Hann vekur athygli á því að
búið sé að leggja í miklar fjár-
festingar á svæðinu, meðal ann-
ars að kröfu LH. Því sé það sið-
ferðileg skylda að nýta það
áfram.
Átta hestamannafélög á Suð-
urlandi og sjö sveitarfélög eru
hluthafar í Rangárhöllinni.
Þurfa stórviðburð hvert ár til
að standa undir afborgunum
BANKINN TELUR ÞÖRF Á MEIRI TEKJUM AF SVÆÐINU