Morgunblaðið - 27.12.2011, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sigurður KáriKrist-jánsson hef-
ur setið á þingi
megnið af þessu
kjörtímabili eftir
að hafa fallið af
þingi í síðustu kosningum.
Hann datt út í þeim miklu um-
skiptum sem urðu í kosning-
unum 2009, tiltölulega
skömmu eftir bankahrunið og
á tímum mikillar ólgu í sam-
félaginu.
Sigurður Kári er einn af
þeim mönnum sem slæmt er að
missa af þingi því að hann hef-
ur lagt gott til mála, beitt sér
fyrir jákvæðum hlutum og ver-
ið fylginn sér. Allt of fáir slíkir
eru á þingi nú um stundir og
þess vegna er eftirsjá að hon-
um þegar hann stofnar nú,
ásamt nokkrum félögum sín-
um, nýja lögmannsstofu eins
og fram kom í viðtali við hann í
Sunnudagsmogganum um
helgina.
Hann er að vísu enn vara-
þingmaður, en eins og hann
lýsir því í viðtalinu beinist hug-
ur hans nú að lögmennskunni.
Um leið, og ekki síst vegna
þess að hann er að hverfa á
önnur mið, er forvitnilegt að
lesa lýsingar hans á þingstörf-
unum á þessu kjörtímabili eftir
að stjórn landsmálanna og
þingsins komst í nýjar hendur.
Sigurður Kári lýsir því
hvernig vinnubrögðunum hef-
ur hrakað á Al-
þingi og virðing
þeirra sem þar
sitja fyrir þinginu
og störfum þess
hefur minnkað.
Hann segir að
kastað sé til höndum varðandi
mikilvægar lagabreytingar,
sem þyrftu miklu meiri yf-
irlegu. „Ég hef horft upp á að
mikilvægum lagabálkum hefur
á síðustu misserum verið
breytt nánast án allrar um-
ræðu. Þetta þekktist ekki áð-
ur,“ segir Sigurður Kári.
Þetta er vissulega alvarlegt
mál og ábending sem stjórn
þingsins hlýtur að taka til at-
hugunar.
Ekki er þó síður alvarlegt að
lesa lýsingu Sigurðar Kára á
því hvernig mál sem hann flutti
hafi ekki náð fram að ganga
vegna þess að flutningsmað-
urinn hafi ekki verið núverandi
stjórnvöldum þóknanlegur. Í
þessu efni tekur hann dæmi af
frumvarpi sem hann lagði
ítrekað fram og „hefði tryggt
að öll dómsmál sem tengdust
hruninu, s.s. um gengistryggð
og verðtryggð lán, fengju flýti-
meðferð í gegnum dómskerfið.
Það hefði hraðað uppgjörinu
og eytt óvissu“.
Lýsingar á vinnubrögðum á
Alþingi um þessar mundir eru
ófagrar og víst er að þær batna
ekki ef þingmönnum á borð við
Sigurð Kára fer enn fækkandi.
Fróðlegt er að lesa
lýsingar Sigurðar
Kára Kristjánssonar
á þingstörfunum}
Vinnubrögð á Alþingi
Nýjasta heftiÞjóðmála er
efnisríkt, og fullt
tilefni væri til að
vekja athygli á
fjölmörgum grein-
um sem þar birt-
ast. Á því eru ekki tök. Látið
skal nægja að nefna greinar
Björns Bjarnasonar og Gunn-
ars Rögnvaldssonar, þar sem
þær varpa nýju ljósi á tvo
þætti, sem eru ofarlega á blaði
hjá þeim sem enn berjast fyrir
því að koma Íslendingum inn í
ESB.
Björn bendir á að sambandið
stendur á krossgötum, leitar
að nýju lögmæti og innan þess
og utan ræða lykilmenn op-
inskátt um að óhjákvæmilegt
sé að breyta sambandinu hið
fyrsta í átt til sambandsríkis,
sem fari með meginvald við
fjármála- og efnahagsstjórn
ríkjana sem eiga undir evruna
og eigi lokaorðið um þann
meginþátt, sem er þó úrslita-
atriði um hvort ríki telst sjálf-
stætt eða ekki.
Reyndustu menn blása á það
sem hvert annað bull að veik
staða ESB hafi eitthvað með
„samningsstöðu“
Íslands að gera.
Þeir benda á að Ís-
land sé, a.m.k. í
orði kveðnu, að
sækjast eftir aðild
að ESB og sú um-
sókn breyti engu um tilveru
sambandsins í þeim erf-
iðleikum sem það er heltekið
af, á hvorn veginn sem hún
veltist.
Gunnar Rögnvaldsson skrif-
ar um „Áhlaupið á íslensku
krónuna“. Grein Gunnars ber
með sér, eins og önnur skrif
hans, að hann hefur traustari
grunn en flestir til að fjalla um
tengsl ESB við önnur ríki og
um þau lögmál sem leiða af að-
ild einstakra ríkja að fjölþjóða
myntsamstarfi. Væri æskilegt
að svokallaðir Evrópufræð-
ingar kæmust með tærnar
þangað sem Gunnar hefur hæl-
ana í slíkri umfjöllun. Honum
er lagið að gera flókin mál ein-
föld en forsenda þess er að
þekkja þau út í hörgul. Og
áhlaupið sem lýst er í þessari
eftirtektarverðu grein er ekki
úr þeim áttum sem áhlaups á
gjaldmiðil er oftast að vænta.
Þjóðmál hafa yfir-
burðastöðu sem
tímarit um stjórn-
mál og menningu}
Ný sjónarhorn
S
tundum er sagt að tölur ljúgi ekki
en leikur einn sé að láta tölur ljúga.
Með því að velja sér viðmið og for-
sendur megi alltaf komast að þeirri
niðurstöðu sem hentar málstað
hverju sinni. Svona mælskubrögð hafa tíðkast
á öllum tímum og eru kannski ekki verri en
hver önnur. Fólk lítur veruleikann hvað af sín-
um kögunarhól og víst er misjafnt hverju
„mennirnir leita að / og misjafn tilgangurinn
sem fyrir þeim vakir“ eins Tómas Guðmunds-
son segir í ljóði sínu, Hótel jörð.
Fyrr í desember hverfðist þjóðfélags-
umræðan um þau ummæli Jóhönnu Sigurð-
ardóttur forsætisráðherra að flutningar fólks
af landi brott í dag væru ekki meiri en gengi
og gerðist. Jóhanna hefur sjálfsagt skýringar
á hreinu en samantekt vopnabróður hennar úr Þjóðvaka,
Ágústs Einarssonar prófessors við Háskólann á Bifröst,
setur hlutina í annað samhengi. Í tölum sem Ágúst sendi
fjölmiðlum kemur fram að á fjögurra tímabili, það er
2008-2011, hafi 2% af íbúum landsins með íslenskt rík-
isfang flutt af landi brott umfram aðflutta eða samtals
um 6.300 manns. Þetta sé langmesti fjöldi Íslendinga
sem hafi flutt af landi brott á hverju fjögurra ára tímabili
Íslandssögunnar síðustu öldina. Skýrara verður þetta
varla.
Tvöfeldni og eigingirni einkennir viðhorf til landflutn-
inga Íslendinga. Í yfirstandandi kreppu – sem líkja má
við heimskautaleiðangur heillar þjóðar – er auðvitað er
hræðileg blóðtaka þegar handan um höf, í leit
að betri og lífvænlegri afkomu, fara þúsundir
fólks, í flestum tilvikum ungt og harðduglegt,
sem með tilleggi sínu ætti að skapa öllum öðr-
um meira í þjóðarkökuna. Ekkert er þó eðli-
legra en freistað sé gæfunnar annars staðar
þegar harðnar á dalnum á heimaslóð. Allir
þurfa að tryggja sér og sínum lífvænlega af-
komu.
Einkum og helst hafa iðnaðarmenn farið
utan síðustu ár, hinir sömu og höfðu yfrið nóg
að gera í góðærinu svokallaða. Og raunar var
kúfurinn þá svo rosalegur á þeim tíma að svo
byggja mætti sem mest voru hingað fengnir
erlendir verkamenn í þúsundatali, til dæmis
frá Póllandi, Lettlandi, Litháen, Ítalíu og víð-
ar og þótti það ekkert sérstakt vandamál. Þá
hefur á undanförnum árum flykkst hingað í þúsundavís
fólk frá Austurlöndum fjær og víðar sem allt hefur aukið
menningarlega fjölbreytni á Íslandi.
Og úr því allir telja fínt mál að hingað flykkist fólk frá
fjarlægum löndum er marklaust að telja áhyggjuefni að
Íslendingar hasli sér völl við núverandi aðstæður í út-
löndum. Sjávarföll í samspili við himintungl sveiflast
milli flóðs og fjöru og efnahagskreppur koma alltaf með
reglulegu millibili. Þegar góðæri fjarar út rær fólk á ný
mið en þegar fellur að snúa einhverjir til baka aftur,
reynslu ríkari og sem víðsýnna fólk. Máltækið segir líka
að fátt sé svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.
sbs@mbl.is
Sigurður Bogi
Sævarsson
Fólksflutningar á flóði og fjöru
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
D
ekkjabruninn á athafna-
svæði endurvinnslufyr-
irtækisins Hringrásar
við Klettagarða í sum-
ar dregur dilk á eftir
sér því heilbrigðisnefnd Reykjavík-
urborgar, Hringrás og Slökkvilið höf-
uðborgarsvæðisins takast enn á um
takmarkanir á starfsemi á svæðinu
en enn er í gildi samþykkt nefnd-
arinnar um að magn gúmmís á svæð-
inu fari ekki yfir þrjú hundruð rúm-
metra á hverjum tíma.
Tilkynnt var um eldinn rétt fyrir
klukkan þrjú aðfaranótt þriðjudags-
ins 12. júlí sl. og voru þegar gerðar
áætlanir um hugsanlega rýmingu
íbúða í nágrenninu en ekki kom til
þess vegna hagstæðra aðstæðna.
Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæð-
isins sagði að magnið af efni sem log-
aði í hefði verið yfirþyrmandi og lagði
SHS til að heildarmagn af óunnum og
tættum hjólbörðum og öðru gúmmíi
færi ekki yfir 300 rúmmetra á hverj-
um tíma, að stöflunarhæð óunninna
og tættra hjólbarða og annars
gúmmís færi ekki yfir þrjá metra auk
þess sem öll vinnsla og geymsla hjól-
barða og annars gúmmís færi fram í
þeirri þró sem til þess er ætluð.
Auk þess var lagt til að gerð yrði
áhættugreining á starfseminni og að
takmörkun á starfseminni yrði ekki
aflétt fyrr en henni væri lokið.
Dregur úr hagkvæmni
Samkvæmt starfsleyfi er leyfilegt
að hafa allt að þúsund rúmmetra af
efni á svæðinu. Í bréfi sem fram-
kvæmdastjóri Hringrásar sendi heil-
brigðisnefnd segir að takmörkun á
því magni dragi mjög úr hagkvæmni
vinnslunnar. Einnig að það sé óraun-
hæft markmið miðað við vinnslu og
innflæði að takmarka starfsleyfi við
aðeins þrjú hundruð rúmmetra. „Það
sem við viljum fara fram á er að
stjórnsýslan gæti meðalhófs við af-
greiðslu málsins og tryggi að rekstr-
argrundvellinum sé ekki kippt undan
endurvinnslu dekkjanna,“ segir í
bréfinu og er lagt til að svæðinu verði
frekar skipt í þrjú þrjú hundruð rúm-
metra hólf.
Auk þess benti framkvæmdastjór-
inn á og ítrekaði í öðru bréfi að brun-
inn hefði orðið af völdum íkveikju.
Í svarbréfi heilbrigðisnefndar sem
lagt var fram til kynningar á síðasta
fundi nefndarinnar kemur fram að í
reglubundnu heilbrigðiseftirliti sem
fram fór í síðasta mánuði hafi komið í
ljós að birgðir af gúmmíi hafi verið
með minnsta móti, vinnsla gúmmís
virkað vel og ástand svæðisins betra
en verið hefði varðandi umgengni og
birgðasöfnun. Í ljósi þess óskar
nefndin eftir svörum um það hvort og
í hvaða tilvikum nauðsynlegt er að
hafa meiri birgðir á svæðinu.
Einnig er komið inn á þá fullyrð-
ingu forsvarsmanna fyrirtækisins að
um íkveikju hafi verið að ræða. Segir
að nefndin hafi sjálf óskað eftir því
við lögreglustjóra með bréfi sendu í
ágúst sl., að hann upplýsti um orsakir
brunans. Þrátt fyrir ítrekanir hafi
svar ekki borist. Fer nefndin því fram
á að fá afrit af staðfestingu lög-
reglustjóra til fyrirtækisins.
„Þetta atriði skiptir máli varðandi
kröfur til fyrirtækisins því ljóst er að
ef um er að ræða íkveikju af manna-
völdum eins og fyrirtækið fullyrðir að
hafi verið, er þörf á frekari úrbótum í
öryggismálum á svæðinu.“
Heilbrigðisnefndin segir þá að
meðalhófs hafi verið gætt en gera
þurfi áhættumat, fá skýringar á or-
sökum brunans og ákvarða í kjölfarið
hámarksmagn gúmmís. „[Það er]
staðreynd að fyrirtækið er staðsett í
næsta nágrenni við íbúðarbyggð með
starfsemi sína og núgildandi starfs-
leyfi leyfir meira magn gúmmís en
SHS treystir sér til að slökkva í við
óbreyttar aðstæður.“
Enn er takmörkun í
gildi hjá Hringrás
Morgunblaðið/Júlíus
Eldsvoði Allt tiltækt slökkvilið var sent á staðinn en mikill eldur var í
dekkjum á athafnasvæði Hringrásar. Um þrjá tíma tók að hemja eldinn.
Meðal þess sem Hringrás hef-
ur látið gera eftir brunann í
júlí er að meta svæðið út frá
brunahættu og slökkvigetu. Þá
eru dekk aðeins geymd í lok-
uðum gámum sem ekki er
hægt að opna. Gámarnir eru
tuttugu talsins en í umræddu
mati segir að ásættanlegt sé
að geyma allt að áttatíu gáma
á svæðinu út frá brunavarn-
arsjónarmiðum.
Fyrirtækið segir að með
þeim aðgerðum og úrbótum
sem unnið sé að verði dregið
úr áhættu og afleiðingum sem
gætu orðið af völdum íkveikju.
Dekk geymd
í gámum
MARGÞÆTTAR AÐGERÐIR
Slökkt í Erfitt er orðið að kveikja í.