Morgunblaðið - 27.12.2011, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011
Almenn stjórnmála-
umræða á Íslandi hef-
ur undanfarin misseri
verið sérkennileg,
enda lifum við á áhuga-
verðum tíma í stjórn-
málum og efnahags-
málum. Konfúsíus
sagði að það væri bölv-
un að lifa á áhugaverð-
um tímum, svo sann-
arlega má tala um að í
einhverjum mæli er
hægt að kalla núver-
andi ástand bölvun.
Það hlýtur að vera bölvun yfir
landinu og myrkratímabil þegar það
tíðkast að kalla menn sem berjast
fyrir trú sína á einstaklingsfrelsið,
réttlætið og sjálfstæði þjóðarinnar
öfga- og harðlínumenn. Er það gert
vegna þess að slíkir menn hafna
þessum svokölluðu „nýjungum og
nútímavæðingu“, neita því að henda
gömlum rótgrónum gildum á haug-
ana og standa í lappirnar þegar þarf
að verja grunnstoðir þjóðfélagsins.
Nú til dags er allt gamalt slæmt og
hið „nýja“ Ísland á að rísa upp með
auknu „lýðræði“ og betri stjórn-
arháttum.
Einstaklingsfrelsið sem er arfleifð
Bill of Rights frá 1688, réttarríkið
sem á rætur að rekja til Rómar til
fórna og þjóðríkið sem bundið er við
vesturfalíska friðarsamninginn frá
1648 eru vissulega gömul og rótgróin
gildi. Þessi gömlu gildi, sem við
byggjum þjóðfélag
okkar Íslendinga á,
komu til vegna reynslu
mannkyns og stöð-
ugrar þróunar. Þróun-
ar sem fór hægt og í
takt við samtíma sinn.
Við verðum að muna að
þessi gildi urðu ekki
sjálfsögð fyrr en eftir
seinni heimsstyrjöld,
en nú er spurning
hvort þau verða sjálf-
sögð í framtíðinni. Í
dag er verið að tak-
marka einstaklings-
frelsið, sniðganga réttarkerfið og
draga úr sjálfsákvörðunarrétti þjóð-
arinnar í nafni efnahagslegs „rétt-
lætis“ og „aukins“ lýðræðis. Þetta
minnir óneitanlega á áróður sem
heyrðist í byrjun 20. aldar. En þetta
er alls ekki sá áróður, heldur eru
þetta sameiginleg einkenni málflutn-
ings róttæklinga og umrótsmanna,
sama hvaða stjórnmálastefnu þeir
aðhyllast.
Það sem vekur furðu mína sér-
staklega er hvernig menn sem boða
hið „nýja“ neita að læra af sameig-
inlegri kunnáttu og visku mannkyns-
ins sem er að finna í sögu þess. Það
var einmitt hin „nýja“ hagfræði og
„nýja“ efnahagsstefna sem stuðlaði
meðal annars að heimskreppunni, og
nú á að skapa hið „nýja“ Ísland. Fyr-
ir hrun hentu menn gömlu hags-
tjórnarstefnunni og reynslu fyrri
kynslóða á haugana og nú á að end-
urtaka mistökin undir formerkjum
þess að leiðrétta stöðuna sem upp er
komin. Þessi ofurtrú á yfirburðagetu
nútímamannsins og höfnun visku
fortíðarinnar er einmitt grundvall-
arvandamálið. Það er augljóst að
eina leiðin fyrir þessa þjóð út úr
þeirri bjöguðu efnahagsstöðu sem
upp er komin er að fara löngu, leið-
inlegu og erfiðu leiðina; þá leið sem
sagan kennir okkur að fara. Byggja
upp á forsendum uppgjörs skulda og
raunverulegrar verðmætasköpunar.
Öll von er ekki úti þótt vegurinn
áfram verður erfiður, með rísandi
sólu munu betri tímar koma. Það er
eins og enska skáldið Alfred Tenny-
son hafi talað beint til okkar þegar
hann ritaði ljóðið Ulysses:
„Þótt við séum ekki nú sá styrkur sem
áður hreyfði himin og jörð, þá erum við
það sem við erum – sameinuð hugrökk
hjörtu gerð veikburða af tíma og örlög-
um, en með sterkan vilja til að vinna,
að leita, að finna, og aldrei gefast upp.“
Hugrökk hjörtu
Eftir Gunnlaug
Snæ Ólafsson » Það var einmitt hin
„nýja“ hagfræði og
„nýja“ efnahagsstefna
sem stuðlaði meðal ann-
ars að heimskreppunni,
og nú á að skapa hið
„nýja“ Ísland.
Gunnlaugur Snær
Ólafsson
Höfundur er formaður Félags
íhaldsmanna.
Stjórnmálahreyf-
ingin Hægri grænir,
flokkur fólksins er
endurreisnarflokkur
sem vill opið þjóðfélag
og beint lýðræði.
Gamla íslenska fjór-
flokks- og embættis-
mannakerfið er úrelt
og það sýndi sig best í
aðdraganda íslenska
efnahagshrunsins.
Vandamálið var og er
samtrygging og samkrull stjórn-
málamanna og embættismanna fjór-
flokksins með verkalýðshreyfing-
unni, lífeyrissjóðunum og
bönkunum. Þetta er það sem heldur
landinu föstu í heljargreipum verð-
tryggingarinnar sem er áskrift-
arávöxtun fjármagnseigenda í gegn-
um handstýrða verðbólgu sem
orsakast af háum neyslusköttum,
peningastefnu Seðlabankans og
3,5% raunávöxtunarkröfu lífeyr-
issjóða.
Ástandið í efnahagsmálum er nú
það alvarlegt að það býður ekki upp
á þau forréttindi að fresta aðgerð-
um. Án nokkurs vafa verða menn að
geta komið sér saman um hlutina og
hugsa um framtíð Íslands og þá ætti
það ekki að vera mikið mál að hefja
uppbyggingu efnahagslífsins, út-
rýma verðtryggingu, fátækt og at-
vinnuleysi. Leysa vandamál heim-
ilanna og koma atvinnulífinu í gang
með tilheyrandi aukningu kaup-
máttar og bættum lífskjörum.
Hitt vandamálið er að stjórn-
málamenn efna ekki sín fyrirheit og
það verður að skipta út fólki sem
hefur ekki staðið sig. Við höfum ekk-
ert að gera með það að borga fólki
laun sem ræður ekki við verkefnin.
Við viljum nýtt alþingi með fólki sem
ber kærleika til lands og þjóðar og
skilur engan útundan. Þetta er lítið
land með eitt tungumál og við eigum
öll sömu hagsmuna að gæta og eig-
um að skila landinu til afkomenda
okkar í betra standi en við tókum við
því. Þeir sem vilja vinna í þessum
anda munu ná kjöri í næstu kosn-
ingum. En ef það er ekki vilji hjá
meirihluta þjóðarinnar fyrir þessum
breytingum, verða hér áfram sér-
hagsmunahópar sem flokkurinn vill
ekki vera þátttakandi í og áfram
sama fólkið og hagsmunaklíkurnar.
Þá verða sömu vandamál um
ókomna tíð þar til ný kynslóð kemur
og gerir uppreisn gegn þessu sjálf-
skaparvíti.
Margt í stefnu flokksins er sótt í
hag- og atvinnusögu landsins og
annað í smiðju meistaranna. Flokk-
urinn er raunsæis- og endurreisn-
arflokkur og leggur áherslu á sjálf-
bærni og að njóta náttúrunnar án
þess að ganga á möguleika komandi
kynslóða til hins sama. Framtíð Ís-
lands er samofin framleiðslu á mat,
orku og blómlegum ferðaiðnaði. Ís-
land er fjársjóður framtíðarinnar og
við viljum landið sem stærsta þjóð-
garð Evrópu, friðland dýralífs og
náttúru. Raunsæisstefna flokksins
vill stefnumarkandi lausnir í þeim
málum þar sem erfitt er að vernda
almannaeign. Þessi raunsæisstefna
er stundum kölluð blágræn hug-
myndafræði, „Blue Green“ eða
„Conservative Green“ en stefnan að-
hyllist umhverfisvæn haggildi.
Flokkurinn vill byggja upp „grænt
hagkerfi“ á Íslandi. Raunverulega
geta bæði íhaldssamir náttúruvernd-
arsinnar og frjálslyndir
félagshyggjumenn sem
aðhyllast frjálst mark-
aðshagkerfi aðhyllst
stefnu flokksins um al-
hliða náttúruvernd. Ís-
lendingar hafa ávallt
verið í fararbroddi fyrir
náttúruvernd og sýnt
það í verki. Náttúran
fer ekki í flokkadrætti,
en náttúran býr yfir
verðmætum og flest
vinnanleg nátt-
úruverðmæti skil-
greinir flokkurinn sem endurnýj-
anleg vistgæði sem hafa mælanlega
og áþreifanlega verðmætaaukningu
með áframvinnslu. Í þessu samhengi
er nýting náttúrulegra verðmæta
undirstaða hagkerfisins. Sjálfbærni
lands og sjávar er nauðsynlegt til
þess að halda landinu í byggð.
Flokkurinn vill trúa því að íslenskt
velferðarsamfélag og viðhald þess
byrji og endi á Íslandi.
Ísland á að vera góður fjárfest-
ingakostur fyrir Íslendinga og er-
lenda fjárfesta en gæta verður þess
umfram allt að Ísland sé góður stað-
ur til þess að búa á. Íslendingar
þurfa að endurheimta hugrekki sitt
til þess að takast á við þann fjölda
vandamála sem steðja að þjóðinni.
Við þurfum að leysa úr læðingi
hafsjó hugmynda til nýsköpunar og
vekja upp þann kynngikraft sem
blundar með þjóðarsálinni. Flokk-
urinn vill gera nýja samfélagssátt
við íslensku þjóðina. Íslendingar
verða að losna úr viðjum fjór-
flokkakerfisins og embættismanna
hans.
Hægri grænir, flokkur fólksins,
vill byggja upp náttúruvænt þekk-
ingarþjóðfélag á Íslandi. Sýna um-
hverfi og auðlindum þjóðarinnar við-
eigandi virðingu. Einstaklingsfrelsi
er lykillinn að gæfu þjóðarinnar
ásamt lágum sköttum, friðsömum og
haftalausum milliríkjaviðskiptum,
traustum gjaldmiðli, frjálsri sam-
keppni og sem minnstum ríkisaf-
skiptum.
Hagvöxtur framtíðarinnar bygg-
ist á hátækni, hraða, aðgangi að upp-
lýsingum og hæfileikum til að nýta
þær. Frí þráðlaus nettenging og há-
hraðanet verður að vera í þéttbýlis-
kjörnum og á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta er framtíðin og Íslendingar
með eitt elsta löggjafaþing veraldar
eiga að vera brautryðjendur í þróun
beins lýðræðis í heiminum. Allt sem
til þarf er hugdjörf framtíðarsýn og
vilji til verks. Við þurfum nýtt Al-
þingi, nýja sýn, nýja stefnu, nýjan
trúnað við málefni og þjóðarhags-
muni.
Hugdjörf framsýn,
hagnýt skref
Eftir Guðmund F.
Jónsson
Guðmundur F.
Jónsson
»Einstaklingsfrelsi er
lykillinn að gæfu
þjóðarinnar ásamt lág-
um sköttum, friðsömum
og haftalausum milli-
ríkjaviðskiptum, traust-
um gjaldmiðli, frjálsri
samkeppni og sem
minnstum ríkisaf-
skiptum.
Höfundur er viðskiptafræðingur og
formaður Hægri grænna, flokks
fólksins.
Ég kynntist fyrst
verðtryggingu og verð-
bólgu í Sviss, er ég fékk
útborguð janúarlaun.
Þau voru örlítið hærri
en í desember. Sviss-
arar reiknuðu verð-
bólgu yfir árið og leið-
réttu laun miðað við
„Teuerungszulage“ (=
dýrtíðaruppbót) fyrir
nýliðið ár. Mismunur
var greiddur út í jan-
úar og grunnlaun leiðrétt í leiðinni.
Þannig eru verkföll óþörf í Sviss.
Ég setti niður kartöflur fljótlega
eftir að ég flutti heim. Útsæðið kost-
aði 18 kr/kg. Kartöflur lækkuðu í 3,6
kr/kg rétt eftir að ég setti niður.
Fimmfalda uppskeru þurfti til að fá
útsæðiskostnaðinn til baka. Laun
voru vísitölutryggð og fyrir nýtt vísi-
tölutímabil fiktuðu stjórnmálamenn-
irnir í vísitölunni með niðurgreiðslum
t.d. á kartöflum.
Í starfi mínu á verkfræðistofu og
hjá verktaka kynntist ég bygginga-
vísitölu, sem var notuð til að verð-
bæta tilboðsverk. Húsaleiga breyttist
líka miðað við byggingavístölu. Hjá
Plastos bjó ég til okkar eigin verð-
tryggingu fyrir plastpokatilboð til
sveitarfélaga og IR. Verðbætur mið-
uðust 40% við launataxta iðnverka-
fólks og 60% við verðskrá Reykja-
lundar. Plastpokavísitalan var einföld
en mældi rétt. Hækkun á brennivíni,
tóbaki og öðrum óþarfa höfðu engin
áhrif á hana. Verðskrá Reykjalundar
var háð heimsmarkaðsverði á
plasthráefnum og þar með olíu.
Lífeyrissjóðslán eru næstum 100%
til kaupa á húsnæði. Þau eru verð-
tryggð miðað við ýmislegt, sem hefur
engin áhrif á byggingarkostnað, t.d.
brennivín og tóbak. Hvers vegna í
ósköpunum eru húsnæðislán ekki
verðtryggð miðað við bygginga-
vísitölu? Rökstyðjið það verkalýðs-
foringjar, sem verjið verðtrygg-
inguna. Getið þið það ekki, þá er
kominn tími til að leiðrétta verð-
tryggingagrunninn.
Verðtryggingin hef-
ur áhrif til hækkunar
vaxta, sem svo hækka
verðbólguna. Þannig
var það fyrir þjóð-
arsátt, en þá voru hag-
fræðingarnir með
kenningu um ruðn-
ingsáhrif, sem átti að
lækna ástandið. Vinnu-
félagi minn í Sviss kom
í heimsókn og spurði
hvernig stæði á svo
háum vöxtum, sem
voru 40-50%. Ég sagði að þeir ættu
að slá á verðbólguna. Hann sagði:
Heima í Sviss voru vextir hækkaðir í
3%, þegar verðbólgan var kominn yf-
ir 2% og síðan koll af kolli þar til vext-
ir voru 7% og verðbólgan komin yfir
5%. Þá skildu þeir samhengið. Lækk-
uðu vexti og verðbólgan hopaði. Hjá
okkur elti verðbólgan vextina, sem
fóru í 70-80%. Ruðningsáhrifin hefðu
rústað öllu, ef þjóðarsáttin hefði ekki
komið til. Því miður voru bankarnir
ekki með í sáttinni. Þeir höfðu lent í
svo miklum útlánatöpum að vextir
urðu að haldast háir. Svo fóru þeir að
græða og vextir voru áfram háir. Við
sölu bankana voru væntingar um
lækkun vaxta. Það fór þó þannig að
fyrst tóku þeir lán í útlöndum á lág-
um vöxtum og lánuðu heima í krón-
um á hærri vöxtum. Svo keyptu þeir
banka í útlöndum og lánuðu í gjald-
eyri á hærri vöxtum en í útlöndum,
sem þó voru lægri en vextir krónul-
ána. Þenslan jókst og þar með verð-
bólgan. Seðlabankinn hafði greini-
lega ekkert lært af ástandinu fyrir
þjóðarsátt og ætlaði lækka verðbólg-
una með hækkun stýrivaxta, sem
hafði þveröfug áhrif. Gengi krón-
unnar hækkaði, eyðsla jókst og þar
með verðbólgan. Fjárglæframenn
notuðu aðstöðuna og rændu bankana
uns allt hrundi haustið 2008.
Stjórnvöld sáu enga aðra lausn á
vandanum en þá að ganga í ESB og
taka upp evru, sem átti að lækna allt.
Ýttu vandanum á undan sér með því
að setja verðtryggð lán í frost og tala
krónuna niður. Úr frysti koma lán
með viðbættri verðtryggingu síðustu
þriggja ára. Staðan getur verið 40
millj. kr skuld í fasteign, sem nú er
metin á 30 millj. kr. Skjaldborgin
býður Jóni og Gunnu lækkun skulda í
33 millj kr gegn því að halda áfram að
borga af húsnæði, sem þau eignast
aldrei. Ástandið væri mikið léttara
fyrir heimilin, ef stjórnvöld hefðu
leiðrétt verðtrygginguna og miðað
við byggingavísitölu, eins og eðlilegt
er. Í stað þess að greiða af lánum
hefði komið negatíf verðtrygging og
skuldurum greitt til baka í takt við
lækkun húsnæðis. Endurgreiðsluna
hefði mátt nota til að greiða niður
höfuðstól og áfallnar verðbætur.
Hróplegasta óréttlætið er að fjár-
málastofnanir fengu lánin með mikl-
um afföllum, sem svo hafa verið vit-
laust verðbætt í 3 ár. Ekki að furða
að bankarnir sýni tugmilljarða hagn-
að þrátt fyrir miklar niðurfellingar
hjá útvöldum.
Ókostur við „skjaldborgina“ er að
bankinn leggur línurnar og er
ósveigjanlegur. Skuldarar eiga ekk-
ert val. Sumir taka þessum afarkost-
um og aðrir flýja land. Bankinn væri
viðræðuhæfur og gengi ekki eins
hart að þeim, sem eru að missa hús-
næði „sitt“, ef þeir hefðu þann val-
kost að skila lyklunum, eins og Lilja
lagði til.
Töfralausnin evran er ónýt, en
áfram skal haldið og ekkert til sparað
í að komast undir stjórn ESB. Í við-
bót við ónýta stjórn sitjum við uppi
með seðlabankastjóra, sem ekki skil-
ur samspil verðtryggingar, vaxta og
verðbólgu. Ég batt miklar vonir við,
að hann kom frá Sviss. Svo komst ég
að því að hann sem ráðgjafi Seðla-
banka var prímusmótor í hækkun
stýrivaxta, sem drógu að krónu- og
jöklabréfabraskara með tilheyrandi
hækkun verðbólgu. Það breytir þó
ekki því að verðtrygging byggð á
röngum grunni er upphafið.
Verðtrygging,
vextir og verðbólga
Eftir Sigurð
Oddsson
»Hvers vegna í ósköp-
unum eru húsnæð-
islán ekki verðtryggð
miðað við bygginga-
vísitölu? Rökstyðjið það
verkalýðsforingjar, sem
verjið verðtrygginguna.
Sigurður
Oddsson
Höfundur er verkfræðingur.
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100