Morgunblaðið - 27.12.2011, Blaðsíða 23
Í maí 2004 var Ingi Þór ráð-
inn í stöðu æskulýðsfulltrúa
Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði.
Hann var fyrsti fastráðni starfs-
maður hinnar nýju sóknar en
engu var líkara en að við hefðum
fengið fjölda manns í vinnu, slík
var starfsorka hans og vinnu-
gleði. Ingi Þór aðstoðaði sókn-
arprest við guðsþjónustur, sá
um sunnudagaskólann og tók að
sér ritstjórn safnaðarblaðs og
heimasíðu kirkjunnar. Um tíma
tók hann meira að segja að sér
þrifin eftir að kirkjan flutti í
nýtt bráðabirgðahúsnæði á
Kirkjuvöllum 1. Ingi Þór var
alltaf reiðubúinn að hjálpa til og
gerði allt með brosi á vör og
léttri lund.
Fyrstu árin, áður en Ástjarn-
arkirkja komst í eigið húsnæði,
fór æskulýðsstarfið fram í Ás-
landsskóla og vann Ingi Þór ná-
ið með starfsmönnum félagsmið-
stöðvarinnar Ássins. Var til þess
tekið hversu vel hann náði til
barnanna og unglinganna, enda
voru þau ófá sem fylgdu honum
niður í Ástjarnarkirkju þegar
hann færði starfsemi sína þang-
að.
Það leið langur tími frá því að
Ingi Þór veiktist fyrst þangað til
ljóst varð hvað var að. Þrátt fyr-
ir skerta starfsgetu barðist hann
áfram, alltaf með bros á vör, og
sagði gjarnan með glettni í aug-
um að nú væri kominn tími til að
taka út frá almættinu það sem
hann hefði verið að leggja inn
alla tíð. Ingi Þór missti aldrei
vonina um að ná bata og hann
missti aldrei trúna.
Við erum mörg sem eigum
góðar minningar um Inga Þór
og samskiptin við hann. Við
þökkum Guði fyrir góðan dreng
og blessum minningu hans.
Starfsfólk og sóknarnefnd
Ástjarnarsóknar vottar aðstand-
endum hans og vinum dýpstu
samúð.
Erlendur Geir Arnarson.
Ég trúi því varla að ég sitji og
skrifi þessi orð um þann ein-
staka mann sem þú hafðir að
geyma. Þó að við höfum ekki
verið í miklu sambandi síðustu
ár þá langaði mig að fá að
kveðja þig á minn hátt.
Við kynntumst í Vatnaskógi í
gegnum KFUM og K starf, ég
var 14 ára og þú 17 ára. Mér
finnst eins og þetta hafi gerst í
gær, þetta er mér svo ljóslifandi
í minningunni. Þessi fallegi peyi,
með þvílíka útgeislun og þetta
töfrandi bros. Eftir þessa helgi í
Vatnaskógi urðum við kærustu-
par. Ég var frekar sjóveik alltaf
en eitt af ráðunum við sjóveiki
er að þefa af rakspíra. Ég sigldi
því heim á leið með rauðan Joop
rakspíra í pappír til að þefa af
og var í fyrsta skipti í langan
tíma ekki sjóveik.
Ingi Þór
Hafbergsson
✝ Ingi Þór Haf-bergsson fædd-
ist í Reykjavík 8.
júní 1978. Hann lést
á gjörgæsludeild
Landspítalans í
Fossvogi 13. des-
ember 2011.
Útför Inga fór
fram frá Graf-
arvogskirkju 21.
desember 2011.
Samband okkar
stóð nú ekki lengi
en ég gleymi því
samt aldrei og eign-
aðist út frá því ein-
stakan vin í þér.
Trúrækni þín var
mikil og mættirðu
óvænt í ferminguna
mína. Þú komst að
sjálfsögðu í kirkj-
una, það var eitt
það mikilvægasta
að þínu mati.
Þú varst einn af þessum vin-
um sem maður tók alltaf upp
þráðinn þar sem frá var horfið
með. Jafnframt gat maður alltaf
treyst á þig. Eitt atvik í lífi mínu
lýsir þér svo vel. Ég hafði fengið
sorglegar fregnir og varð að
fara ein í jarðarför sem reyndist
mér mjög erfið. Mig vantaði svo
að fá einhvern með mér til að
komast í gegnum þennan dag og
eina manneskjan sem mér datt í
hug að biðja um svona stóran
greiða varst þú. Þú varst ekki
lengi að segja já og hélst í hönd-
ina á mér alla jarðarförina,
ásamt því að mæta í erfidrykkj-
una með mér og standa við bak-
ið á mér allan tímann. Þetta var
ekta þú.
Ég hitti þig síðast á Þjóðhá-
tíð, hressan og kátan að vanda.
Við spjölluðum aðeins um lífið
og tilveruna og þá varstu byrj-
aður að veikjast en ekki komið á
hreint hvað væri að angra þig.
Þú varst samt svo bjartsýnn og
ákveðinn í að tækla þetta eins
og hvert annað verkefni. Þú
barðist víst allan tímann og ertu
einn af þeim sem maður á að
taka sér til fyrirmyndar í lífinu.
Núna er baráttan búin en þú
væntanlega kominn með eitt-
hvert ótrúlega mikilvægt verk-
efni hjá Guði. Minningin um þig
lifir og lýsir okkur hinum rétta
leið.
Ljóðabókina þína sem þú
gafst mér geymi ég eins og gull.
Finnst mér þetta ljóð í raun
segja allt sem segja þarf.
Hver minning um þig flýtur um í kær-
leika hjarta míns.
Hver mynd af þér er innrömmuð í
huga minn.
Gleði þín og hvert tár, allt þetta ég á
inni í mér.
(Ingi Þór Hafbergsson)
Elsku Freydís, Hafberg, Lára
og Sóley, mínar dýpstu samúð-
arkveðjur til ykkar. Megi góður
Guð vaka yfir ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Kristín Ósk Óskarsdóttir.
„Þú manst þú ætlar að verða
presturinn minn.“ Svona hljóm-
uðu síðustu orð mín til Inga
Þórs eftir klapp og knús á stúd-
entsútskriftinni hans frá Borg-
arholtsskóla fyrir réttu ári. Ég
var ekki sú eina af kennurunum
sem í tilefni þessa gleðilega
áfanga bara urðu að hylla þenn-
an sómadreng. Kennararnir allt
frá litlum konum til stæðileg-
ustu karlmanna fundu hjá sér
þörf til að þyrpast á athöfnina
og knúsa hann Inga. Ófáir með
tárin í augunum, því svo mikil
var eftirsjáin að honum jafn-
framt því sem við samglöddumst
honum með prófin og ekki síður
vorum við að þakka honum fyrir
útskriftarræðuna sem hann
flutti flottur að vanda. Undir
ræðunni hans sat ég gamli
dönskukennarinn úti í sal, eig-
inlega að rifna úr monti því í
mínum huga var þetta nefnilega
minn nemandi. En þannig var
það nú reyndar ekki því allir
sem kynntust Inga áttu hann.
Hvert einasta bein.
Við Ingi vorum vinir. Þannig
var það bara og þurftum við
ekkert mörg orð um það. Frá
fyrstu kennslustund. Vinir.
Reyndar tók ég ekkert sérstak-
lega eftir honum í byrjun þessa
fyrsta tíma þar sem hann sat á
fremsta bekk. En það breyttist
þegar umræður milli mín og
nemenda fóru að spinnast um
mannræktarsamtök. Ingi sneri
sér þá að krökkunum á sinn af-
slappaða og gæðalega hátt og
tók að kynna fyrir þeim töfra
mannræktarinnar. Það var sem
við manninn mælt, allt datt í
dúnalogn og líflegir nemendur
mínir sátu agndofa og drukku í
sig orð hans. Það endaði með að
ég settist út í horn og gaf hon-
um kennslustundina og fannst
mér þessum dönskutíma vel var-
ið. Þarna strax gerði ég mér
grein fyrir þvílíkur gullmoli
þessi nemandi minn var. Síðan
höfum við verið vinir. Mikið sem
var gott að hafa hann Inga í
kennslustundum, gegnheilan,
skynsaman og yfir engan hafinn.
Hafði bætandi áhrif á umhverf-
ið.
Hann ætlaði sér að verða
prestur. Það voru hans stóru
áform í lífinu. Það sem ekki var
verra þá lofaði hann að verða
presturinn minn og þótt hann sé
farinn allt of ungur eru áhrif af
veru hans hér á jörðinni mikil og
stór. Framkoma hans, gæska og
æðruleysi verður okkur sem
þótti vænt um hann sem leið-
arvísir í lífinu. Á þann hátt gerir
hann gagn hjá okkur um ókomin
ár. Með það í huga get ég sann-
arlega þakkað fyrir mig. „Elsku
Ingi takk fyrir að vera prest-
urinn minn.“
Öllum aðstandendum votta ég
mína dýpstu samúð.
Inga Jóhannsdóttir.
„Nefndu mig bara, ef þér
liggur lítið á,“ sagði hann þegar
hann kvaddi fyrir réttu ári,
kankvís á svip og umfram allt
bjartsýnn á framtíðina. Hann
var að kveðja Borgarholtsskóla
og á leið í guðfræðinám, þangað
sem hugur hans stefndi. Það er
erfitt að sætta sig við að nú
skuli hann allur, að héðan í frá
verði aldrei af því að ég fái hann
í kennslustund til að skeggræða
trúarbrögð eða kvikmyndir.
„Ég er eiginlega einn af inn-
anstokksmununum,“ sagði hann
þegar leiðir okkar lágu fyrst
saman í ársbyrjun 2009, með
þennan hlýja glettnisglampa í
augum sem aldrei virtist yfir-
gefa hann. Með því átti hann
væntanlega við að hann hefði,
með hléum, verið í Borgarholts-
skóla næstum jafn lengi og skól-
inn hafði starfað. Fyrir mér áttu
þessi orð eftir að merkja að hér
færi hinn góði andi skólans. Allt
varð með öðrum og jákvæðari
brag þegar hann var í kennslu-
stund. Meira að segja geð-
stirðustu kennarar urðu mildari,
víðsýnni og betri manneskjur
þegar hann var nærri.
Skáldið Stephan G. Stephans-
son segir á einum stað að hinn
eini gildi mælikvarði menntunar
sé: Að hve góðum manni hefur
menntunin gert þig? Samkvæmt
þessum kvarða var Ingi Þór
þrátt fyrir ungan aldur sann-
menntaður maður. Skólaganga
hans féll vissulega ekki að nein-
um hraðsuðuhugmyndum um
þriggja ára stúdentsnám. Hann
fór sínar eigin leiðir og ekki allt-
af þær auðveldustu.
Í fyrstu máttu skólabækurnar
að miklu leyti víkja fyrir fé-
lagsstörfum. Síðar tóku við störf
úti í þjóðfélaginu. Þegar hann
varð nemandi minn í trúar-
bragðasögu og síðan rokk- og
kvikmyndasögu kom í ljós að
hann hafði ekki einungis starfað
að æskulýðsmálum á vegum
kirkjunnar heldur einnig unnið
við rekstur eins af kvikmynda-
húsum borgarinnar. Þessi lífs-
reynsla hans varð okkur skóla-
systkinum hans að ómetanlegu
gagni.
En okkur varð líka fljótlega
ljóst að Ingi Þór átti við erfið
veikindi að stríða, líklega erf-
iðari en okkur samferðafólk
hans gat nokkurn tíma grunað.
Því sjálfur tókst hann á við sjúk-
dóm sinn af slíku æðruleysi að
fáum datt annað í hug en að
hann myndi hafa í fullu tré við
hann um ókomin ár. Annað kom
á daginn.
Ingi Þór kom í heiminn á
þeim árstíma þegar hvað bjart-
ast er. Honum fylgdi alla tíð
birta og hlýja. Það er því
kannski táknrænt að hann skuli
kvaddur á þeirri stundu þegar
dagur er stystur og aftur tekur
að birta, hátíð ljóssins framund-
an. Megi minning þessa góða
drengs ævinlega vera okkur for-
dæmi bjartsýni og æðruleysis.
Vigfús Geirdal.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
SR. BJÖRN JÓNSSON,
Ásabraut 2,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni þriðju-
dagsins 20. desember.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn
29. desember kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hans er bent á styrktarsjóð sonardóttur hans, Klöru
Smith Jónsdóttur, 0552-14-401455, kt. 010455-3249.
Sjöfn Pálfríður Jónsdóttir,
Sossa Björnsdóttir, Ólafur Jón Arnbjörnsson,
Ingibjörg Jóna Björnsdóttir, Hörður Kári Jóhannesson,
Jón Páll Björnsson, Ásdís Kr. Smith,
Gunnhildur Björnsdóttir, Pétur Sigurðsson,
afa- og langafabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJÖRN ANDRÉS ÓSKARSSON
vélstjóri,
Barðastöðum 7,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi
föstudaginn 16. desember, verður jarð-
sunginn frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
28. desember kl. 13.00.
Davíð Björnsson, Ólöf Lilja Sigurðardóttir,
Óskar Björnsson, Halla Katrín S. Arnardóttir,
Sigurður Jón Björnsson, Sigrún Jónsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN JÓNSSON,
Sléttuvegi 23,
Reykjavík,
áður Hlégerði 5,
Kópavogi,
lést föstudaginn 16. desember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. desember
kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Félag aðstandenda alzheimersjúklinga
www.alzheimer.is eða í síma 533 1088 eða láti líknarfélög njóta
þess.
Guðbjörg Óskarsdóttir,
Olga Kristjánsdóttir, Hrönn Kristjánsdóttir,
Lilja Kristjánsdóttir, Lára Kristjánsdóttir,
Dóra Hjálmarsdóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
BOGI HELGASON
frá Brúarfossi
sem andaðist á Dvalarheimili aldraðra
í Borgarnesi miðvikudaginn 21. desember,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju
föstudaginn 30. desember kl. 13.00.
Alúðarþakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis
aldraðra í Borgarnesi fyrir góða umönnun.
Aðstandendur.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, lang-
afi og langalangafi,
JÓN JÓSTEINSSON,
síðast til heimilis á
hjúkrunarheimilinu Eir,
sem lést sunnudaginn 18. desember, verður
jarðsunginn frá Laugarneskirkju fimmtu-
daginn 29. desember kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Karen Jónsdóttir, Tómas J. Brandsson,
Sveinn Jónsson,
Sólmundur Jónsson, Ingigerður Arnardóttir,
Guðni Jónsson, Dagný Ragnarsdóttir,
Drífa Jónsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir hlýhug við andlát og
útför
KLÖRU KLÆNGSDÓTTUR
kennara.
Margrét Ólafsdóttir, starfsfólk Hlaðhamra og
Vorboðarnir gerðu ævikvöld frænku okkar
ánægjulegt og innihaldsríkt.
Gunnar Klængur og Móeiður,
Rannveig og Haukur,
Margrét og Steingrímur,
Jón Gunnar, Runólfur og Guðný, Urður, Theódór, Katla,
Klængur, Hrafn, Úlfur, Illugi, Ingibjörg, Ragnheiður og Kría.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
sambýlismaður,
KRISTJÁN SIGFÚSSON,
Hálsvegi 5,
Þórshöfn,
sem lést á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn
miðvikudaginn 21. desember, verður jarð-
sunginn frá Þórshafnarkirkju fimmtudaginn 29. desember
kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Helena Kristjánsdóttir, Sigurður Þórðarson,
Sigfús Kristjánsson, Lilja Ólafsdóttir,
Natalia Kravtchouk
og barnabörn.