Morgunblaðið - 27.12.2011, Page 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. DESEMBER 2011
böndin og var ættarhöfðingi og
sameiningartákn Ásgarðs-familí-
unnar en það er samheldinn hópur
sem syrgir hana nú sárt. Sextán
frænkur og systkinadætur Did-
dömmu hittast á hverju ári og
verja einni helgi saman við veislu-
höld, dans og gleði og þær systur
Diddamma, Jóna og mamma
komu gjarnan til að heilsa upp á
hópinn. Þá talaði hún oft um
hversu dýrmæt þessi vinátta okk-
ar væri og að við mættum aldrei
glutra henni niður.
Nú er lokið farsælu lífshlaupi
Diddömmu, krabbamein lagði
hana að velli eftir langa baráttu en
minning hennar lifir í hjörtum
allra sem kynntust henni. Við leið-
arlok vil ég þakka fyrir allt, þá um-
hyggju sem hún alltaf sýndi mér,
traust og vináttu, heilræði og hús-
ráð. Mér kemur í hug ljóð sem
Böðvar Guðmundsson orti við
fráfall Hildigunnar frænku úr
sama sjúkdómi 1987 og á vel við
nú eins og þá:
Leiðarvísan
Enginn þarf að spyrja
hvar gröf þín er
því hún er þar sem grasið er grænast.
Þar er vetrarsnjórinn hvítastur
himinninn heiðastur
og þar syngur vorfuglinn skærast.
Nei, enginn þarf að spyrja
hvar gröf þín er.
Hún er þar sem tár okkar þorna
og orð okkar þagna.
Ég votta Adda, börnum þeirra
hjóna og fjölskyldum þeirra,
frændgarði og afkomendum öll-
um einlæga samúð.
Steinunn Inga Óttarsdóttir.
Elskuleg mágkona og æsku-
vinkona er farin frá okkur eftir
langa baráttu við krabbamein.
Svo sannarlega var erfitt að sjá
og skynja nokkurn bilbug á
Diddu en hún var þó bjartsýn til
síðustu mánaða og bar með sér
reisn og yfirvegun sem var henn-
ar guðsgjöf.
Mig langar að þakka mágkonu
minni fyrir allar stundirnar sem
við áttum saman, fyrst sem
stelpuhnokkar á sportsokkum og
stuttpilsum, síðan unglingsárin
þegar við brölluðum ýmislegt,
frjálsar sem fuglinn. Svo komu
skólaárin og vinnan á sumrin, við
nutum alls þess sem lítil þorp úti
á landi hafa upp á að bjóða, eins
og til dæmis sveitaböll á Bakka-
firði og í Ásbyrgi, og ungar bund-
umst við okkar lífsförunautum og
eignuðumst börn og buru og urð-
um fullorðnar.
Didda var algjör fyrirmyndar-
húsmóðir, eiginkona og móðir;
hjá henni var allt á sínum stað,
aldrei drasl, aldrei gat á sokki,
alltaf til kæfa og kleinur, og svo
saumaði hún kjóla og prjónaði
peysur á dæturnar fjórar, sem
fæddust hver af annarri, og aldrei
högguðust slaufurnar í hárinu á
þeim. Löngu síðar, þegar prins-
inn fæddist, reis sólin fyrir alvöru
og Didda hafði tíma til að njóta
þess að vera með lítið barn, stelp-
urnar orðnar stálpaðar og orðnar
þátttakendur með þeim Adda í að
gera þessum gleðigjafa, „elsk-
unni hennar mömmu sinnar“, til
góða. Það var fallegt að fylgjast
með því.
Það var líka fallegt að fylgjast
með Diddu og Adda síðustu árin,
hvernig þau héldu utan um hóp-
inn sinn með stolti og gleði; líka
heimilið þeirra, Ingimarsstaði,
sem öll ættin ber taugar til í
minningu afa Ingimars og ömmu
Oddnýjar. Enginn hefði getað
gert það betur en Didda og Addi
gerðu.
Fram undan eru erfiðir tímar
fyrir Adda bróður minn og megi
góður Guð styrkja hann og styðja
og börnin hans og barnabörn,
þennan samheldna og sterka hóp
sem stendur svo vel vörð um
pabba sinn.
Hvíl í friði, elsku mágkona og
vinkona.
Guðný Helgadóttir (Dunna).
Það er komið að kveðjustund-
inni hennar Lóu sem lifði langa
gifturíka ævi en kvaddi eftir
stutt en snörp veikindi. Það
voru forréttindi að þekkja hana
og njóta alls þess góða sem hún
gaf með kærleika og umhyggju.
Grímur tengdafaðir minn og
Lóa urðu nánir vinir en bæði
höfðu þau misst maka sína,
bjuggu í sama húsinu, sama
stigaganginum og á sama stiga-
pallinum í nærfellt þrjátíu ár.
Ólafía
Guðmundsdóttir
✝ Ólafía Guð-mundsdóttir
fæddist á Ket-
ilvöllum í Laug-
ardal 29. ágúst
1921. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 11.
desember 2011.
Útför Ólafíu fór
fram frá Grens-
áskirkju 20. des.
2011.
Samband þeirra
var náið og ein-
kenndist af virð-
ingu og kærleika.
Grímur lést haustið
2002.
Um hana Lóu
eigum við góðar og
kærar minningar
sem við í dag þökk-
um fyrir. Viðmót
hennar einkenndist
af glaðværð og já-
kvæðni og hún hafði einstakt
lag á að draga fram það bjarta
og góða úr tilveru sinni og af-
komendanna sem hún var svo
stolt af og fylgdist ætíð náið
með. Lóa var sannkallaður ljós-
beri sem fékk samferðamennina
til að líta bjartar fram á veginn
en þeir hefðu ella gert.
Við Anna Dísa og fjölskylda
vottum hennar nánustu okkar
dýpstu samúð vitandi að minn-
ingin um góða konu lifir.
Sveinn Ingi Lýðsson.
Elskulegur afi okkar er fallinn
frá.
Ekki hefðum við trúað því
þegar hann fór frá Grímsey í
ágúst til læknis að hann ætti ekki
eftir að koma hingað aftur á lífi.
Veikindi hans drógu úr honum
líkamlegan styrk, en afi hélt and-
legri heilsu fram á síðustu stundu
og var staðráðinn í að koma heim
í eyjuna sína aftur í vor.
Við systkinin vorum svo hepp-
in að alast upp í Grímsey aðeins
nokkrum húsum frá afa og ömmu
í Garði og áttum hjá þeim ótal
ómetanlegar stundir. Þær minn-
ingar ylja okkur nú þegar við höf-
um kvatt afa. Minningar um
hlýja rólegheitamanninn sem
alltaf stóð eins og klettur upp úr
hafinu líkt og eyjan okkar góða
sem hann elskaði og dáði. Stóru,
hlýju hendurnar hans afa sem
struku hendurnar okkar þegar
við komum í heimsókn og áttu
jafnauðvelt með að munda
heykvísl og þæfa agnarsmáa ull-
arsokka fyrir ömmu. Vangarnir
hans voru alltaf mjúkir og aldrei
munum við eftir afa órökuðum
hvort sem hann var að koma úr
fjárhúsum eða af Kiwanisfundi.
Greiðuna hafði hann líka ætíð í
vasanum og var alltaf vel greidd-
ur. Þetta einstaka snyrtimenni
hafði það eitt sinn að orði við þrí-
bbana þegar þeir voru að moka
undan með honum að þeir væru
miklir dugnaðarforkar, en ótta-
legir sóðar við verkin! Afi var
ótrúlega nákvæmur og skipu-
lagður og sýndi ótrúlega þolin-
mæði við að útskýra fyrir okkur
nauðsyn þess að fara vel með
hlutina sína, vita hvar maður
lagði þá frá sér og ganga vel um.
Ef amma sendi okkur með miða í
búðina þá sá afi sjálfur um að
setja þá í vasa okkar og renna
upp svo við týndum þeim ekki –
og ekki að ástæðulausu, hann
þekkti sitt heimafólk. Verkin
vildi hann vinna skipulega og
snyrtilega og oft heyrðum við
hann segja „Didda mín og brói
minn, gerðu þetta nú heldur
Þorlákur
Sigurðsson
✝ Þorlákur Sig-urðsson fædd-
ist í Grímsey 5. jan-
úar 1932. Hann lést
á lungnadeild
Borgarspítalans 11.
desember 2011.
Þorlákur var
jarðsunginn frá
Miðgarðakirkju í
Grímsey 19. desem-
ber 2011.
svona“ þegar hann
var að kenna okkur
rétt handtök.
Ekki er hægt að
rifja upp minningar
um afa án þess að
sjá hann fyrir sér á
Ursusinum sínum í
heyskapnum eða við
önnur verk. Sama
hve mikið var að
gera í sláturtíð eða
heyskap var alltaf
gott kaffi hjá afa og ömmu. Ann-
aðhvort var farið niður í Garð þar
sem amma fyllti borðið af bakk-
elsi eða þau komu með nesti og
þá var annaðhvort sest niður á
steinana við súrheysgryfjuna eða
inni í geymslu til að borða og
spjalla. Ósjaldan skar afi síld og
magál ofan í lystuga munna uppi
í geymslu og ekki var verra að fá
hjá honum harðfisk beint af mið-
stöðinni.
Þegar við hugsum heim í Garð
kemur upp mynd af afa að hlusta
á fréttir í eldhúsinu og ömmu að
fylla borðið af heimatilbúnum
kræsingum. Minningar um ein-
stakan afa lifa með okkur áfram
þótt hann hafi kvatt.
Elsku afi, þú ert eflaust farinn
að skera síld og magál ofan í
Konna bróður okkar núna á góð-
um stað sem við hittum ykkur á
síðar.
Bless þangað til elsku afi okk-
ar,
Hulda Signý, Svafar,
Bjarni og Konráð.
Nú er Þorlákur vinur minn í
Grímsey fallinn frá eftir erfið
veikindi. Ég átti því láni að fagna
að halda til hjá þeim elskulegu
hjónum, nokkur vor, þegar ég
var í Grímsey við sundkennslu.
Síðan hefur sá vinskapur haldist.
Við Hulda erum báðar haldnar
sömu áráttu, en það er berjat-
ínsla, og höfum við átt þar marg-
ar ánægjustundir.
Ég hefi farið nokkrum sinnum
út í Grímsey, með skólasystkini
mín úr ýmsum skólum. Alltaf
beið okkar hlaðið veisluborð hjá
þeim hjónum og Þorlákur ætíð
boðinn og búinn að keyra liðið út
og suður, sýna og segja frá.
Og það er ekki allt, margar
hafa matargjafirnar komið,
bjargfuglsegg, hvalur og fiskur.
Elsku Hulda og allir ykkar af-
komendur, hjartans þakkir fyrir
allt. Guð gefi ykkur styrk í sorg-
inni.
Rósa.
Vilborg
Guðsteinsdóttir
✝ Vilborg Guð-steinsdóttir
fæddist í Reykjavík
10. ágúst 1927. Hún
lést á gjörgæslu-
deild Landspítala v.
Hringbraut 7. des-
ember síðastliðinn.
Útför Vilborgar
fór fram frá Há-
teigskirkju í
Reykjavík þriðju-
daginn 20. desem-
ber 2011.
Elsku Villa. Mig
langar að minnast
þín með nokkrum
orðum og þakka
þér fyrir alla þá
visku og leiðögn
sem þú veittir mér
á mínum uppvaxt-
arárum.
Efst í huga mér
núna er teppið sem
þú prjónaðir fyrir
Ársæl Pál þegar
hann fæddist, þú kenndir mér
að vefja hann þétt með teppinu
og þá sofnaði hann umvafinn ör-
yggi, ást og hlýju í vöggunni
sem þú lánaðir mér, með sæng-
urföt sem þú saumaðir út – sem
eru hreint listaverk, því allt
sem þú gerðir varð að listaverki
og mun minning þín fylgja þess-
um munum sem ég varðveiti
vel.
Þú varst til jafns á við mína
foreldra í uppeldi okkar systk-
ina, því þessi tvö heimili voru
sem eitt. Já þú lékst stórt hlut-
verk í mínum uppvexti.
Elsku Villa, ég þakka þér
fyrir allt sem þú gerðir fyrir
mig og syni mína.
Hvíl í friði.
Guðrún Ársælsdóttir
og synir.
Þegar ég minnist bróður míns
hans Jóns Freys kemur jákvæðni
hans mér fyrst í hug. Og vilja-
styrkur. Ég hef ekki hitt nokkurn
sem tók áskorunum lífsins á
jafnjákvæðan máta – og margar
af þeim áskorunum sem Jón
Freyr mætti voru ekki þær ein-
földustu. Hann hafði líka ótrúleg-
an viljastyrk – ef hann hafði sett
sér eitthvað fyrir gátum við hin í
fjölskyldunni alveg eins gleymt
því að reyna að breyta þeim áætl-
unum!
Ákveðni erfðum við systkinin
Jón Freyr
Finnsson
✝ Jón FreyrFinnsson fædd-
ist í Stykkishólmi
14. júní 1976. Hann
lést á deild B-2 á
Landspítalanum í
Fossvogi hinn 13.
desember 2011.
Útför Jóns Freys
fór fram frá Sel-
tjarnarneskirkju
mánudaginn 19.
desember 2011.
öllsömul og átti Jón
Freyr stundum erf-
itt með litlu systur
sem ekki alltaf vildi
hlýða. Hann elskaði
að sigla um á fjöl-
skyldubátnum
Hörninni þegar við
bjuggum í Stykkis-
hólmi og ég fékk
stundum að koma
með, auðvitað með
því skilyrði að fara
eftir skipunum skipstjórans. Ein
bátsferðin endaði þó skjótt fyrir
mig og vinkonu mína sem hafði
fengið að koma með. Við stelp-
urnar áttum eitthvað erfitt með
að sitja kyrrar eins og skipstjór-
inn hafði beðið okkur um og var
okkur því skilað upp í næstu
fjöru. Við þurftum að klöngrast
upp úr fjörunni og labba heim í
hinn enda bæjarins, grautfúlar
yfir því að þurfa að horfast í augu
við afleiðingar óþekktarinnar.
Seinna meir höfum við systkinin
rökrætt um allt milli himins og
jarðar og áttum við bæði erfitt
með að eiga ekki síðasta orðið.
Best var þó að snúa rökræðum
um hver hefði rétt fyrir sér upp í
glens, þá gátum við hlegið að öllu
saman. Tvo hluti gátum við þó
aldrei orðið sammála um: pólitík
og ágæti fisks. Þegar Jón Freyr
fermdist vildi hann bara hafa
uppáhaldsmatinn sinn á boðstól-
um: fisk. Ég trúði ekki alveg á
áform hans og sagði víst eitthvað
um að „það er ekki hægt að halda
svona veislu með bara fisk á boð-
stólum“! Mér er sagt að ég hafi
verið hálffúl allan daginn í þess-
ari fiskiveislu, en Jón Freyr hafði
sjaldan fengið betri veitingar í
nokkurri veislu.
Pólitíkina vorum við sammála
um að vera ósammála um.
Síðustu 18 árin hef ég horft á
bróður minn heyja margar bar-
áttur í veikindum sínum, sem
hann alltaf hefur unnið – og var
það því sárt og erfitt að sætta sig
við það hér á haustmánuðum að
nú væru kraftarnir uppurnir og
komið að kveðjustund hér í byrj-
un mánaðarins. Minningarnar
um jákvæðan og glaðan stóra
bróður held ég fast í og reyni mitt
besta að lifa að hans fordæmi og
horfa á jákvæðu hliðarnar á
áskorunum sem mæta mér í líf-
inu.
Freyja Finnsdóttir.
Fallinn er í valinn fyrrver-
andi félagi okkar í Kiwanis-
klúbbnum Setbergi, skipstjórinn
Haukur Dan Þórhallsson. Hauk-
ur gekk til liðs við okkur á árinu
1989 og var virkur félagi til árs-
ins 1994 eða í fimm til sex ár.
Haukur var okkur félögunum
minnisstæður og þótti sjónar-
sviptir að því þegar hann hætti
störfum með klúbbnum. Hann
var þá farinn að eldast nokkuð
og ef til vill orðinn þreyttur á
því stelli sem Kiwanismenn
þurfa að stunda í tilraunum sín-
um til þess að bæta heiminn.
Flestir þeirra sem enn starfa
með Kiwanisklúbbnum Setbergi
voru samtímamenn Hauks þar.
Oft urðu fagnaðarfundir með
Hauki og þessum fyrrverandi
félögum hans. Hann var oft á
röltinu á Garðatorgi, þangað
sem margir áttu erindi, og
þannig hittust þessir gömlu fé-
lagar alltaf af og til. Þar urðu
fagnaðarfundir og Haukur
heilsaði ávallt með breiðu brosi
og spurði frétta af klúbbstarf-
inu. Nú þegar skipstjórinn,
þessi gamli félagi okkar, hefir
Haukur Dan
Þórhallsson
✝ Haukur DanÞórhallsson
fæddist á Höfn í
Hornafirði 29.
október 1923. Hann
lést á Landspít-
alanum Fossvogi
10. desember 2011.
Útför Hauks fór
fram frá Vídal-
ínskirkju 21. des-
ember 2011.
tekið sína síðustu
höfn, þá þökkum
við félagar hans
samstarfið og
kunningsskapinn
og vottum frú
Önnu og fjölskyldu
þeirra okkar bestu
samúð.
F.h. Setbergs-
félaga,
Björgvin
Kjartansson.
Haukur mætti mér í dyrun-
um, glettinn, glaðbeittur með
stríðnisglampa í augum og
sagði: „Ertu að koma að ná í
stelpuna?“ Ég hafði reyndar um
nokkurt skeið vanið komur mín-
ar í Hvassaleitið en hitti heim-
ilisföðurinn þarna í fyrsta skipti.
Þetta voru mín fyrstu kynni af
tengdaföður mínum, Hauki Dan
Þórhallssyni skipstjóra.
Lífshlaup Hauks mótaðist
fyrst og fremst af starfinu.
Hann byrjaði ungur til sjós á
Hornafirði, leiðin lá síðan til
Eimskipafélagins en þar starf-
aði hann í fjörutíu og fjögur ár.
Fyrst sem háseti og síðan stýri-
maður og skipstjóri. Haukur
var farsæll í sínu starfi og hans
ljúfa skapgerð gerði honum
auðvelt að umgangast sam-
starfsfólk sitt. Sem skipstjóri
var hann ávallt vel liðinn og
stjórnaði af festu og öryggis-
málin voru ávallt í fyrirrúmi.
Skip er ekki eingöngu vinnu-
staður, það er einnig heimili
þeirra sem þar starfa og dvelja
fjarri vinum og ættingjum lang-
tímum saman. Það hvílir því
mikil ábyrgð á starfi skipstjór-
ans sem ber ábyrgð á að skila
skipinu, áhöfninni og farminum
heilu í höfn. Haukur upplifði í
sínu starfi allar þær framfarir
og tæknibreytingar sem urðu á
vöruflutningum, frá því að hann
byrjaði sem háseti á Fjallfossi
þegar öllu var handraðað í lest,
sem tók stundum marga daga,
til stóru gámaflutningaskipanna
sem eru lestuð og losuð á
nokkrum klukkutímum.
Það var alltaf fjör í kringum
Hauk, hann var hrókur alls
fagnaðar þegar fjölskyldan kom
saman og hafði gaman af að
ærslast við barnabörnin.
Ekki er hægt að minnast
Hauks nema Hornafjörður komi
þar við sögu. Haukur fæddist á
Hornafirði og ólst þar upp. Það
fór ekki fram hjá nokkrum
manni að Hornafjörður var hans
sveit, þvílík voru lýsingarorðin
og virkuðu því aðrar sveitir sem
lítil tún og aðrir firðir sem litlir
pollar og stóðust ekki á nokk-
urn hátt samanburð við sveitina
hans, Hornafjörð. Hann átti
þaðan góðar minningar frá
æsku- og unglingsárum.
Á 88 ára afmælinu hans í
október síðastliðnum var heilsu
hans farið að hraka, samt tók
hann á móti mér teinréttur,
glaðbeittur með sama stríðnis-
glampann í augunum og þegar
ég hitti hann fyrst.
Haukur hefur leyst landfest-
ar í síðasta sinn og siglir skipu
sínu um ný óþekkt höf. Ég kveð
tengdaföður minn, Hauk Dan
Þórhallsson, með söknuði og af
virðingu.
Anna mín, megi hinn hæsti
höfuðsmiður himins og jarðar
veita þér styrk í sorginni.
Sigurður Skúli Bárðarson.